Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 8
ENSKAR postulíneveosílísar
★
Úrvalið aldrei meira en nú.
yfir 30 lilir.
★
llerð bveroi haostæðara.
LITAVEH SF.
Grensósvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Simar 30280 og 32262.
Svefnsóli - Svefnsófi
Þennan tveggja sæta sófa er hægt aS stækka i eins manns
svefnsófa með því að draga út annan arminn og leggja aðra
pulluna við. Sængurfatageymsla er undir dýnunni.
Hægt er að fó stóla í stíl.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Nvia
Bólsturoerðin
Laugavegi 134. - Sími 16541.
BALLETTDANSARINN
SEM STRAUK AB
HEIMAN
Hann heitir Rudolf Nurejev, 28
ára gamall rússneskur bóndason-
ur og þekktasti ballettdansari
vorra tíma. Hann var á forsíð-
um virtra blaða um víða veröld,
þegar hann strauk frá Kirov-ball-
ettinum, er þau voru á sýningar-
ferðalagi í Frakklandi árið 1961.
Síðan þetta átti sér stað, hefur
hann heldur betur verið upp-
götvaður sem stjarna, og nú er
það æðsta ósk flestra þeirra á-
hugamanna um ballett, sem ekki
hafa séð hann dansa, að fá bætt
úr því sem allra fyrst. Og með
dansinum túlkar hann auðveld-
lega trylling, frumstæði og fín-
leika. Vinnan hafði lengi verið
honum allt, en svo fór hann að
fá dálítinn áhuga á veika kyninu.
Hann sást stundum á götum
úti í New York í fylgd með Jac-
queline Kennedy. Það var nóg
til þess að koma sögusögnum af
stað. Það þarf svo sem ekki að
hafa verið náið samband til þess
að orðrómur byrji, — hún, sem
hefur lengi verið umtalaðasta
kona veraldar, — og hann, sem
fæstar konur hafa mikið á móti.
Og nýjasta ævintýrið hans var
í sambandi við útistöður, sem
hann átti við lögregluna í San
Francisco. Þá var hann grunað-
ur um notkun eiturlyfja. Ásamt
hinni heimsfrægu ballettdans-
mær, sem lengst af hefur dansað
með honum, Margot Fonteyn, fór
hann inn á krá í hverfinu i San
Francisco, þar sem „the hippies“
halda sig. Eins og flestir vita
hefur þetta hverfi mikið aðdrátt-
arafl fyrir ferðamenn, en þar
býr fólk, sem neytir eiturlyfja
og aðhyllist frjálsar ástir, en þó
safnast frjálslyndir stúdentar
gjarnan saman þarna.
Þau skötuhjúin voru sem sagt
komin þarna til þess að skoða
sig um, en þau fengu ekki mik-
inn tíma til þess, því lögreglan
kom strax aðvífandi og handtók
þau fyrir að neyta eiturlyfja.
Þegar átti að fara að prófa,
hvort þau væru undir áhrifum,
steig Nurejev nokkur balletspor
og Fonteyn flissaði eins og skóla-
stúlka. — Það er ekki hægt að
gera hvort tveggja, sögðu þau,
— að neyta eiturlyfja og dansa
8 VIKAN «■tbl-