Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 35

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 35
Vasilis eða mínu og beið eftir pabba á sama hátt og afi og frændi minn 'Alexander Svanidze. Honum hlýtur að hafa verið það ógeðfelt, því hanu andvarpaði tíðum og var greinilega í slæmu skapi. 1938, þegar Alexander Svanidze og kona lians og maður Önnu frænku, Stanislav Redens, höfðu öll verið liandtekin, kom Pavel frændi aftur og aftur til pabba til að tala máli starfsbræðranna, sem höfðu orðið holskeflunni að bráð. Það gerði ekkert gagn. Haustið 1938 fór Pavel til Sotsi í orlofi. Þegar hann kom aftur, komst hann að raun um, að hver og einn starfshræðra hans var horfinn. Pavel lézt af hjartaslagi í skrifstofu sinni. Bería spann upp ýmsar sögur um lát Pavels og reyndi án afláts að telja pabba trú um þær. Sú langsóttasta var sú, að kona Pavels hefði eitrað fyrir liann. Fullum áratug síðar, 1948, lét Bería ákæra ekkju Pavels fyrir njósnir og að hafa fyrirfarið eiginmanni sínum á eitri og henui var varpað í fangelsi. Hún og Anna Redens — Redens sjálfur var skotinn 10 árum áður — voru dæmdar til 10 ára einangrunarvistar. Hvorug var látin laus fyrr en 1954. Anna Redens var gæzkan sjálf holdi klædd, lioldtekja liins fullkomna og óbrigðula kristna anda sem fyrirgefur allt og öllum. Kristilegt umburðarlyndi liennar fór ævinlega illa i taugarnar á pabba, sem kallaði hana „skoðanalausan asna“ og lét í ljósi þá skoðun, að „svona gæzka er verri en noklcur illska.“ Hún var einu sinni mjög fögur. Hún giftist ung, fitnaði og hætti að hirða um útlit sitt. Anna frænka tilbað mann sinn, Stanislav Redens, pólskan bolsévíka og gamlan samstarfsmann Dzerezhiniskýs. 1 hennar augum var hann og er enn hezti og lieiðarlegasti maður, sem nokkurn tíma hefur verið uppi. Það er sagt, að Redens hafi verið harðlyndur, að hann hafi verið fullur af gorgeir og þyldi ekki, að honum væri mótmælt. En um það treysti ég mér ekki að dæma. Eftir borgarastyrjöldina varð hann leiðandi tsékisti í Úkrainu, síðar var hann sendur til georgísku tsékunnar. Þar lenti hann fyrst í útistöðum við Bería. Þeir fengu gagnkvæma andúð hvor á öðrum við fyrstu sýn. Ég mun síðar ræða aftur um Bería, sem virðist hafa verið í djöfullegum tengslum við alla okkar f jölskyldu og þurrkað út röskan lielminginn af henni. Hefði ekki komið til óskilj- anlegur stuðningur pabba, sem Bería vann með lymsku á sitt vald, hefðu Kiroff og Ordzónikidze og allir hinir, sem þekktu Transkákasus og voru kunnugir borgarastyrjöldinni þar, stöðvaði framgang hans. Þeir voru að sjálfsögðu þeir fyrstu, sem hann afmáði, um leið og hann fékk tækifæri til. Útnefning Beria sem yfirmaður N. K. V. D. (skammstöfun fyrir „Nardony Kommisariat Vnutrennitz Del“, — þjóð- nefnd innanríkisráðuneytisins“, dulnefni á leyniþjónust- unni. Þýð.) hoðaði Redens ekki gott. Hann starfaði við N. K. V. D. í Kasakstan og hann og f jölskylda hans hurfu til Alma Ata. Hann fór með þungu geði og sást ekki framar. Allt til enda reyndi hann, eins og Pavel frændi, að tala máli fólksins. Pabbi þoldi ekki minnstu tilraunir til að hafa áhrif á skoðanir hans. Þegar hann hafði einu sinni útrýmt einhverjum úr hjarta sér, þegar hann hafði einu sinni skipað einhverjum á bekk með óvinum sinum, var ógern- ingur svo mikið sem að tala um þá manneskju. Honum var gersamlega fyrirmunuð sú hugarfarsbreyting, sem gert hefði getað íinyndaðan óvin að vini á ný. Þegar liann liitti þá hvern um sig í hinsta sinn, var eins og hann væri að skilja við þann, sem liklega væri ekki vinur lengur, raunar þegar óvinur. Anna frænka og hörn liennar komu aftur til Moskvu, eftir að Redens var handtekinn. Öfugt við konur annarra, sem horfið höfðu, fékk hún að halda íbúð sinni. En hún mátti ekki lengur koma heim til okkar. Þar sem ég var aðeins 11 ára, þegar Jietta var, skildi ég ekki hvað gerzt hafði. Hvert voru allir farnir? Anna frænka neitaði að ti úa jiví eitl andartak, að maður- inn hennar væri vondur, óheiðarlegur maður og óvinur sovézku þjóðanna. Hún neitaði að trúa þvi, að hann hefði verið skotinn, þótt pahbi væri svo miskunarlaus að segja henni það 1938 eða 39. Einhver stakk upp á því, að hún skrifaði endurminningar sínar, skólastúlkuritgerð um sina eigin ævi og Allilújeffana og Byltinguna. Hún var ekki nægilega vel skrifandi til að gera það sjúlf. En hún sagði ritstjóra að nafni Nina Bam sögu sína. Pabbi varð ofsareiður, þegar hókin kom lit 1947. Hroða- legur ritdómur hirlisl í Pravda, dómur, sem var óhæfilega ruddalegur, hroðalega ósanngjarn og fullur af kreddum. Beizkuslu athugasemdirnar geta aðeins hafa komið frá pabba. Allir urðu dauðhræddir, það er að segja allir nema Anna frænka. Hún lét sem liún sæi ekki ritdóminn. Ekki var hún lieldur lirædd við pabba. I hennar augum var hann aðeins venjulegur maður. Hún hló og sagðist vera að vinna að næsta bindi. En til þess gafst lienni ekki tækifæri. 1948, þegar ný holskefla hreinsana dundi yfir og sendi aftur í dýflissu þá sem þegar liöfðu afplánað 10 ára dóma frá árinu 1937, var ekki einu sinni önnu frænku minni hlíft. Hún var handtekin ásamt Línu Stern, félaga í Vísinda og listafélag- inu, ásamt Lósovski, og konu Mólótoffs, Pólinu Semsju- sinu, gamalli og náinni vinkonu mömmu. Hún kom aftur sex árum síðar, vorið 1954. Hluta timans var hún í einangr- unarvist. En lengst af var hún í sjúkrahúsi fangabúðanna. Bölvun arfgengninnar, — geðklofi sem ófsótti ætt mömmu — lagði hana undir sig. Nú eru niu ár liðin og Anna frænka er lieldur betri. Hugur hennar reikar ekki lengur. Stundum ræðir hún þó ofurlítið við sjálfa sig um nætur. Hún verður ævareið, þegar fólk talar um „persónudýrk- un.“ „Það ýkir. Það er alltaf verið að ýkja í þessu landi“, segir hún fyrirlitlega. „Nú kennir það Stalín um allt. En hann átti ekki gott sjálfur. Við vitum, að líf hans var ekki dans á rósum. Það var ekki svo einfalt. Hugsið um allan þann tíma, sem hann dvaldi í Síberíu. Við megum ekki gleyma því. Og við megum ekki gleyma því góða, sem hann geröi. Anna Redens dó í ágúst 1964, í annexíu Kremlsjúkrahúss- ins utan við Moskvu. Eftir að liún var í fangelsi hafði hún sjúklegan ótta af læstum djTiira, en þvert ofan í mótmæli hennar var hún læst inni nótt eina á sjúkrastofu. Næsta morgun íannst hun latin. Framhjald í ns&sta. blaöi. 4i. tbi. viKAN S5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.