Vikan


Vikan - 12.10.1967, Page 11

Vikan - 12.10.1967, Page 11
Eftlr Robert Jaoksen Charles de Gaull® er án efa einn umdeiltíasli maður 20. aldarinnar. ð skugganum, hlinduð af mikilleik hans, stend- ur hin iiila, gráeygða kona, sem í nær hálfa öld hefur veriö driffjöö- rin I ferö hans iil frama - Yvonne, kona hans... — Mamma, sagði hún, og tók andköf, — höfuðsmaðurinn hefir beðið mín, og ég hefi samþykkt! Augu hennar geisluðu, þegar hún hvíslaði að móður sinni: — Þarna sérðu, honum fannst ég ekkert of lítill Þau voru gefin í hjónaband, ón allrar viðhafnar i april, árið 1921. Það voru aðeins nónustu vinir og ættingjar, sem voru vitnl að hamingju hins hávaxna höfuðsmanns og hinnar tvitugu brúðar hans. Það var mikið um glaðværð í Frakklandi á árunum kringum 1920. Frakkarnir reyndu af alefli að gleyma ógnum styrjaldarinnar, og fóru seint í rúmið, sökktu sér niður í skemmtanir, lifðu ( þoku tónlistar og annarra lista. Frakkland þurfti ekkert á föðurlandsvinum að halda — föður- landsvinirnir höfðu leitt syni Frakklands til slátrunar á aurugum vfg- völlum í Flandern og við Verdun. Og de Gaulle f|ölskyldan voru föðurlandsvinir .... Ungu hjónin börðust í bökkum. Laun höfuðsmannsins voru ekki mikil, og það hvarflaði ekki að Charles að biðja um peninga frá fjölskyldu konu sinnar, þrátt fyrir það að þeir hefðu fúslega verið látnir í té. Þau bjuggu í lítilli íbúð við Boulevard Saint-Germain í París. Dag- inn út og daginn inn, sat Yvonne við gluggann, prjónaði og söng, meðan hún beið eftir manni sínum. Á kvöldin, þegar Ijósadýrðin l|ómaði á Montparnasse, kom Charies heim frá vinnu sinni á skrifstofu hermálaráðuneytisins. Áhyggjurnar höfðu gert hann frekar geðstirðan. Það var ekkert óven|ulegt að heyra hann öskra til konu sinnar, og skipa henni að hætta þessu söngli, það fór ( taugarnar á honum. Það var betra að yfirgefa Frakkland, heldur en að búa lengur við þessa vesælu, vonlausu tilveru. De Gaulle fékk sig fluttan, til setu- liðsins ( Rínarlöndum og svo til Libanon. Yvonne fór með honum, og á meðan á þessari útlegð þeirra stóð, fæddust þr|ú börn þeirra; sonurinn Philippe og tvær dætur, Elisabeth og Anna. Þegar yngsta barnið, Anna, fæddist, kom fljótlega í Ijós sú sorg- lega staðreynd að hún var ólæknandi sjúklingur; hún yrði aldrei fær um að Iifa heilbrigðu og ven|ulegu lífi. Framhald á bls. 38. 41. tbi. VIICAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.