Vikan - 28.12.1967, Page 9
Frá afmælistónleikum Lúðrasveitarinnar í Háskólabíói síðastliðið vor.
Lúðrasveit Reykjavíkur skömmu eftir að liún var stofnuð. Myndin er tekin
við Hljómskálann.
Lúðrasveitin Harpa, annað „foreldri“ Lúðrasveitar Reykjavíkur. — Harpa var
stofnuð 1909 eða 1910, en myndin er tekin 1913. Sitjandi eru, talið frá vinstri:
Einar Þórðarson, skósmíðameistari, Stefán Guðnason, verkstjóri, Sigurður Hjör-
leifsson, múrarameistari, Kristján Sigurðsson, trésmíðameistari, Guðmundur Kr.
Guðmundsson, skrifstofustjóri. Aftari röð: Axel Andrésson, knattspyrnuþjálf-
ari. Eggert Jóhannesson, járnsmíðamcistari, Jónas Magnússon, bókbindari, Þor-
steinn Thorlacius, prentsmiðjustjóri, Þórhallur Árnason, sellóleikari, Elías Ei-
ríksson, Ágúst Markússon, veggfóðrarameistari og Villielm Stefánsson, prentari.
Lúðurþeytarafélagið á æfingu, fremsta röð frá vinstri: Gísli Guðmundsson,
bókbindari, Eiríkur Hjaltested, járnsmiður og Friðberg Stefánsson, járnsmiður.
Önnur röð: Stefán Gunnarsson, skókaupmaður, Einar Halldórsson, póstur, Sig-
uröur Gunnlaugsson, bakari, Ólafur Helgason, verzlunarrnaður og Hannes Helga-
son, verzlunarmaöur (sonur Helga Helgasonar). Aftast: Pétur Ingimundarson,
slökkviliðsstjóri og Sveinn Gíslason, trésmiður.
KRHKKIIRniR
íííekjh
TÍniEIKK
RÆTT VfÐ PÁL PAMPICHLER PÁLSSON
TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON
Hann er bjartur á brún og brá.. ekki stórvaxinn en einbeitni og
ötulleiki í fasi og hreyfingum, hlýr og óhvikull húmor í augna-
og munndráttum. I honum býr sál þjóðar, sem árahundruðum saman
hefur mótazt af fágaðri hámenningu, þjóðar sem ekki alls fyrir löngu
réði stórveldi en er nú meðal smærri ríkja heims, þjóðar sem tók þeim
örlögum með hóglátri karlmennsku þroskaðra manna og vekur enn
aðdáun umheimsins með óbugandi stolti, háttvísi og glaðværð. Mað-
urinn er Páll P. Pálsson, áður Paul Pampichler, stjórnandi Lúðrasveit-
ar Reykjavíkur, Karlakórs Reykjavíkur og tónlistarkennari við lúðra-
sveit barna og unglinga í vesturbænum, tónskáld með meiru. Hann
hefur dvalizt hér á landi að mestu síðan 1949 og verið íslenzkur rík-
isborgari síðan 1958.
— Já, ég er Austurríkismaður að uppruna, fæddur níunda maí 1928
í Graz, sem er ein af stærstu borgum landsins og aðalborgin í fylkinu
Steiermark, segir Páll. — Forfeður mínir hafa átt heima á þeim slóð-
um frá ómunatíð. Frændi minn einn, sem var mikill áhugamaður um
ættfræði, hefur sagt mér að hið upprunalega nafn ættarinnar hafi
verið Muller, en það þýðir malari. Þegar menn tóku fyrst upp ættar-
nöfn, voru þau oft dregin af atvinnu þeirra.. svo að eftir því hafa for-
feður mínir einhvern tíma í fyrndinni verið malarar. En fyrir eitthvað
tvö hundruð árum tók ættin upp sitt núverandi nafn, Pampichler. Ekki
veit ég hvað það merkir, en frændi segir mér, að engin önnur ætt sé
til með þessu nafni í öllum hinum þýzkumælandi heimi. Líklega hafa
einhvern tíma verið byggingameistarar í ættinni, því skammt frá Graz
52. tbi. yiKAN 9