Vikan


Vikan - 28.12.1967, Side 17

Vikan - 28.12.1967, Side 17
N fengið Aino til að hlýða, eins og vel taminn hund. Aino Halvor var lítill og væskils- legur. Ef til vill var hann fæddur til að hlýða þeim sem sterkari voru. Það gat líka verið að honum væri nauðsyn að hafa einhvern sem var betur fær um að bjarga sér, fyrir haldreipi. í San Quentin fangelsinu, þar sem þeir höfðu verið klefafé- lagar, hafði Stóri Tom tilnefnt sjálf- an sig, sem þann sem valdið hafði, og eftir að þeir höfðu verið látnir lausir, fyrir átta dögum, hafði hann haldið þessari tign, í krafti stærðar sinnar. En nú, í f.yrsta sinn í þrjú ár og átta daga, hlýddi Aino ekki tafarlaust. — Taktu þessa spýtu upp! Stóri Tom hækkaði róminn og lagði frá sér sprekin, sem hann hélt sjálfur á. Aino sneri sér við og leit upp. Magurt, sinabert andlitið var ná- fölt. Veiklulegur munnurinn gapti og óregluiegar tanngeiflur í neðri skolti komu i Ijós. Augun rang- hvolfdust af hræðslu. Aino var hræddur við Stóra Tom. Sérstaklega þegar Stóri Tom leit á hann á þennan hátt, lokaði vinstra augnloki og blés út þykkar varirn- ar. Stóri Tom hafði vandlega við- haldið þessari hræðslu Ainos, með því að láta hann finna það á sárs- aukafullan hátt hvað það kostaði, ef hann gerði ekki eins og honum var sagt. Hræðslulegt augnaráð Ainos beindist aftur að viðarbútnum t fjörunni. Hann vældi, eins og hvolpur, en hreyfði ekki spýtuna. Annar hinna stóru hramma Toms þaut fram á við. Aino valt eftir sandinum og næst- um niður að fjöruborðinu, þar sem öldurnar gjálfruðu letilega í logn- inu. Augun voru galopin af hræðslu, andlitið blóðugt. Hann gerði enga tilraun til að þerra af sér blóðið. Hann gerði yfirleitt ekki tilraun til eins eða neins, hann lá og beið þar til Stóri Tom klofaði eftir sandinum, staðnæmdist hjá honum og reif hann á fætur. Stóri Tom hristi hann, eins og hundur hristir vesæla rottu. — Því í andskotanum tekurðu ekki upp spýtuna, eins og ég sagði þér? Hversvegna í heita helvíti hlýðirðu ekki, skepnan þin? - ég ... . — Já, spýttu út! Vinstra augn- lokið lokaðist alveg. — Þetta er ekki venjuleg spýta, tuldraði Aino. — Það — það stendur eitthvað skrifað á hana. Það — Það er eins og hún hafi komið frá ihimnum, komið með eldingunni.... Stóri Tom starði á hann. Svo fór hann að hlæja. Þetta var nú að verða nokkuð hlægilegt. Andartak hafði honum dottið í hug að Aino ætlaði að fara að derra sig, að hann hefði hugsað sér að láta ekki nota sig lengur, að hann, Stóri Tom, væri búinn að missa sinn auðmjúka þræl. Aino var auðvirðileg, lítil lús, og það lét Stóri Tom hann heyra óspart, en Aino kunni að lesa og skrifa. Þegar þeir gengu um götur San Francisco var það Aino sem fékk ölmusugjafirnar. Hann var svo aumur og veiklulegur. — Fólkið flýtti sér fram hjá Stóra Tom og augnaráð þess sagði greinilega: — Hversvegna færðu þér ekki vinnu, letibykkjan þín? — Þetta er bara eitthvað sem þú hefur lesið um í fangelsisbókasafn- inu, sagði Stóri Tom hæðnislega, og var ekki lengi að taka gleði sína aftur. — Ég hefði átt að vita að þú hefðir ekkert gott af að lesa svona mikið. Ég hefði getað sagt mér það sjálfur að þú yrðir hálfvitlaus af því. Það verða allir vitlausir af því að lesa mikið. Vissurðu það ekki, fíflið þitt, að bækur geta gert. fólk geggjað? Hann steig eitt skref fram, í áttina að spýtunni. — Horfðu nú á þegar ég tek hana upp, litli minn.' Hvað heldurðu að geti kom- ið fyrir mig? Hann glotti. — Nei, gerðu það ekki . Gul- ar tennur Ainos bitu í þunna neðri vör hans. Það þýddi ekkert að út- skýra þetta fyrir Stóra Tom, hann hafði aldrei heyrt talað um loft- steina og heldur ekki um Fort Charles. Hann vissi ekkert um hætt- urnar sem leyndust í vindinum og storminum, hann vissi ekkert um þetta þarna fyrir utan. Stóri Tom glotti ennþá og tók svo upo flata spýtuna. — Sjáðu, sagði hann hæðnislega. — Þú hélzt að þetta dræpi mig? Þú hélzt að þetta væri einhver töfra- spýta, ja, jafnvel einhver guð. Hann gekk nokkur skref áfram og otaði spýtunni að andliti Ainos. Aino hörfaði aftur, skelfingu lost- inn. Stóri Tom hló, hrossahlátri. — Þú heldur ennþá að það sé eitthvað markvert við þessa spýtu, er það ekki? Hversvegna? Aino horfði stöðugt á spýtuna í hendi Toms. Hann hreyfði varirnar, og svo fór hann að tala, með mikl- um virðuleik. — Þetta er ekki rekaviðarbútur, Tom. Þessi spýta féll af himnum of- an, henni skolaði ekki upp með öld- unum. Hún féll, þegar stormurinn æddi. Stundum senda þeir eitthvað eða birtast sjálfir í einhverri mynd. Charles Fort ákallaði loftsteina ut- an úr geimnum, en hann vissi ekki... Stóri Tom tók fram í fyrir honum og hnussaði. — Jæja, vinurinn, nú ert það þú sem ert hyggnari en þeir sem skrifuðu bækur? — Nei, Tom. En það vill bara þannig til að ég veit.... — Horfðu á hana! Þetta er venju- leg rekaviðarspýta, og ekkert ann- að! Stóri Tom rýndi á spýtuna. — Kallarðu þetta bókstafi? Ég kann ekki að lesa, en ég þekki bókstafi. Sýndu mér hvar stafirnir eru? Aino reyndi ekki að útskýra neitt fyrir honum. Hann lagði það ekki á sig að segja Stóra Tom að það væru til bækur á annarlegum tungu- málum, skrifuð _ með annarlegu letri.... — Þessar rispur hefur spýtan fengið við að liggja svo lengi í sjó. Þetta er ágætis rekaviðarspýta, — ágæt í eldinn .... Aino var ennþá meiri skelfingu lostinn, meðan hann var að safna saman sprekunum, sem hann hafði misst niður. — Þú hefur þó ekki hugsað þér að brenna þessa spýtu, Tom? — Heldurðu að ég þori það ekki? sagði T0m, og glotti enn háðslega. — Reyndu þá að fylgjast með mér, svo skaltu sjá! — Þú mátt ekki gera það, Tom, hrópaði Aino. — Hún er lifctndi, eins cg guð! Þeir gengu eftir dökku fjöruborð- inu. — Þú ert kyndugur, Aino, sagði Stóri Tom. — Ég er löngu búinn að segja þér að þú verður skrýtinn af því að lesa allar þessar bækur. Hvernig dettur þér önnur eins vit- leysa í hug? — Aino hikaði. — Hún — hún talaði við mig. — Já, það var og. Hún opnaði þá kjaftinn og talaði við þig? — Nei, hún talaði innan í höfð- inu á mér. Stóri Tom var orðinn óþolinmóð- ur. Hann hafði fengið nóg. Hann færði sprekin til í fangi sér og fleygði spýtunni, sem Aino hafði svo miklar áhyggjur af, fyrir fram- an fæturna á honum. — Sparkaðu í hana, sagði hann, sk’pandi. — Aino, brjóttu hana með löppunum! Reyndu svo að gá að því hvort einhver guð leynist í henni! Flýttu þér, áður en ég sparka í þig sjálfan! Aino skalf af hræðslu, og svit- inn spratt út á andliti hans. — Nei, nei, þröngvaðu mér ekki til að snerta á henni! — Þú veizt hvað skeður, ef þú hlýðir ekki. Rödd Stóra Toms yfir- gnæfði öldugjálfrið. Yfirkominn af hræðslu, féll Aino á kné. Hann starði á hlutinn, sem þeir höfðu fundið, svo leit hann upp. Hann sá ekkert annað en miskunnarlausa grimmd úr svip Stóra Toms. Stóri Tom var ergileg- ur, óþolinmóður, illur. Hann hafði ekki meðalgreind, og nú stóð hann frammi fyrir einhverju, sem hann skildi ekki, og þá varð hann fjúk- andi vondur. Það var engin vera á ferli, lands- lagið var eyðilegt. Aino beygði sig niður að hlutnum í sandinum og kyssti hann í lotningu. Eftir að Stóri Tom var búinn að berja Aino sundur og saman, dró hann hann á fætur og ýtti honum á undan sér að hellinum. Hann þröngvaði Aino til að bera spýtuna með sér. Aino fannst sem fætur sínir væru úr gúmmíi, en hann staulaðist samt á undan Tom. Augu hans voru bólgin og hann sá strönd- ina og umhverfið, eins og í þoku. En þegar hann hafði, við illan leik, náð hellismunanum, féll hann um koll. Sprekin féllu úr faðmi hans og dreifðust út um allt. En í angist sinni hélt hann fast um hana, hélt henni upp að mögru brjóstinu. — Stattu á fætur, öskraði Tom og sparkaði til hans. Komdu þér svo af stað til Bolina, og skaffaðu okkur eitthvað að éta. Ég reyni að hafa til eld, þegar þú kemur aftur! — Ja, en ég hef enga peninga, sagði Aino. Framhald á bls. 39. _____________v 52. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.