Vikan - 28.12.1967, Síða 22
Lísa Todd líkist
010001' sinoi oop
á hár
Liza Todd, sem er tíu ára, hefur nú þegar
lært að koma fram fyrir kvikmyndavélina.
Það er greinilegt að hún sver sig í ættina.
Mamma hennar er Elizabeth Taylor og pabbi
hennar hinn framliðni stórframleiffandi Mic-
hael Todd. Liza hefur fengið lítið hlutverk í
kvikmyndinni „Goforth", sem nú er verið að
taka á Sardiniu, og móðir hennar leikur titil-
hlutverkið, (heimsins ríkustu konu, frú Floru
Goforth). Kvikmyndahandritið er eftir Ten-
nessee Williams. Hjónin Liz Taylor og Ric-
hard Burton búa ýmist í nýju einbýlishúsi,
sem þau keyptu og stendur uppi í fjallshlíð,
þar sem þau geta fengið að vera í friði, eða
um borff í skemmtisnekkjunni „Kalizma“,
fyrir utan Caccia höfða. Liza og systkini
hcnnar (sem eru hálfsystkini og fóstursyst-
kini) eru alltaf í fylgd með þeim, og sömu-
leiðis amerísk kennslukona barnanna. „Kal-
izma“ heitir í höfuðið á Kathie, hinni níu
ára gömlu dóttur Burtons (af fyrra hjóna-
bandi), Lizu og kjördótturinni Mariu. Tveim
fremstu stöfum úr hverju nafni var slegið
saman, og úr því varð nafnið Kalizma. Leik-
stjórinn, sem álítur Lizu mjög gáfað bam,
er enginn annar en hinn þekkti Joseph
Losey . . .
Sio damr or
áflur ðbekktri
drepsótt
í Vestur-Þýzkalandi hafa nú sjö manneskjur látizt
úr dularfullum hitabeltissjúkdómi, sem veira veld-
ur. Hefur pest þessi verið kölluð „apaveikin'. Staf-
ar heiti þetta af því, að allir hinir látnu höfðu átt
einhvern þátt í flutningi og meðhöndlun hundrað
og átján grœnna markatta frá Úganda í Austur-
Afríku. Komið var með a.pana á flugvöllinn við
Frankfurt tuttugasta og áttuna júlí og þeir fluttir
í þar til útbúnum flutningabílum til læknafirmans
Behring í Marburg og Paul Ehrlich-stofnunarinnar
í Frankfurt, þar sem nota átti þá við tilraunir og
framleiðslu á mænusóttarbóluefni. Þremur vikum
síðar voru fjórir starfsmanna stofnana þessara látn-
ir.
Fyrst var gizkað á að um gulusótt væri að ræða.
En henni dreifir hitabeltismýfluga nokkur. Ekki er
vitað til þess að apar eða önnur spendýr hafi nokkru
sinni orðið smitberar sýkinnar. Þó eru einkenni
hinnar nýju pestar nákvæmlega þau sömu og gul-
unnar — kölduflog, höfuðverkur og hár hiti. Alls
hafa tuttugu og sjö manns tekið „apaveikina“.
Það hefur verið upplýst að allir, sem veiktust,
höfðu unnið við flutning apanna eða sýslað eitthvað
við blóð þeirra eða annað, sem úr þeim var tekið.
Þeir, sem ábyrgð bera á innflutningi dýranna, halda
því fram, að engin fyrirframrannsókn hefði getað
hindrað ósköpin.
Eftir öllum líkindum að dæma er hér komið fram
nýtt og áður óþekkt afbrigði af gulusótt.
Forríkur Indjáni fór í spilavítin í Las Vegas og tap-
aði stórfé. Þá fór hann upp í fjöllin og kynnti bál
til að senda reykskeyti: Sendið mér 5000 dollara
símaávísun þegar í stað. Nú vildi svo til. að um leið
var sprengd atómsprengja í tilraunaskyni í nánd
við Las Vegas. Og ríki Indjáninn varð dálítið hissa,
þegar hann las svarreykinn;
— Peningarnir koma eins og skot, þú þarft ekki
að æpa svona!
Hayley Mills er orðin tuttugu og eins árs, og
álítur að hún ráði sjálf gjaforði sínu. Sá út-
valdi er hinn 54 ára gamli kvikmyndafram-
leiðandi og leikstjóri Roy Boulling. Hann
hefur verið kvæntur þrisvar, á sex fullorðin
börn, fjögur eldri en Hayley, og hefur ekki
ennþá fengið skilnað frá þriðju konu sinni.
Haley og Roy urðu ástfangin hvort af öðru
meðan á töku kvikmyndarinnar „The Family
Way“ stóð. Mamma og pabbi Mills eru ekk-
ert sérstaklega hrifin af þessum ráðahag, en
Hayley sver og sárt við leggur að hún taki
eldri menn langt fram yfir jafnaldra sína.
Hér fannst lík Christine Darby — en morð-
inginn gengur ennþá laus.
Allt Enoland
leltar morð-
inoians
Heita má að allt England Ieiti nú óþekkts
manns á aldrinum þrjátíu og fimm til fjöru-
tíu ára. Hann kvað vera meðal'hár, hárið svart
og greitt aftur og andlitið ávalt.
Þetta er svo til það eina, sem vitað er um
manninn, ef mann skyldi kalla. Hann hefur
þegar myrt þrjár litlar stúlkur, misboðið
þeim kynferðislega og kyrkt þær. Lögreglan
hefur ekki leitað af jafnmiklu kappi síðan
lestarránið mikla var framið i ágúst 1963. —
Nærri þúsund lögregluþjónar og sextíu spor-
hundar voru gerðir út af örkinni þegar
Christine Darby, sjö ára, fannst myrt í skóg-
lendi í Cannock, Staffordshire, ekki allfjarri
Birminbham og nálægt aðalvcginum A 34.
Fyrsta morðið var framiff í september
1965, þegar Margaret Reynolds, sex ára,
hvarf að heiman frá sér. Þremur mánuðum
síðar, í desember sama ár, hvarf Diane Tift,
fimm ára. Lik þeirra fundust í janúar í fyrra
hlið við hlið í díki viff alveg A 34. Á sömu
slóðum hvarf í ágúst í fyrra Jane Taylor, tíu
ára.
Nítjánda ágúst síðastliðinn nam óþekktur
maður í ljósum fólksbíl staðar í bænum Wal-
sall, sem er við A 34, og spurði nokkur böm,
sem voru að leik, eftir ákveðnu heimilisfangi.
Christine Darby, sem var skrafhreyfust bam-
anna, fór inn í bílinn og hvarf á brott með
ókunna manninum. Þremur dögum síðar
fannst hún myrt og hálfnakin í aðeins fárra
kílómetra fjarlægð frá staðnum, þar sem hin-
ar telpurnar tvær höfðu fundizt.
Lögreglan gerir ráð fyrir að maðurinn sé
lialdinn morðlosta og að hann sé vel kunnug-
ur á þeim slóðum, þar sem illvirkin hafa
verið framin.
Heyrt í læknabiðstofu: — Maðurinn minn er stýri-
maður á millilandaskipi, og er heima bara einn mán-
uð á ári.
Með hluttekningu: — En hvað þaW hlýtur að vera
leiðinlegt.
Með bjartsýni: — O, jæja, einn mánuður er ekki
svo lengi að líða.
Gamla konan hafði setið lcngi með prjónana sína í
ruggustólnum undir gömlu veggklukkunni. Svo stóð
hún upp að ná sér í meira band. Þá hlunkaðist
klukkan ofan af veggnum ofan í stólinn. — Gamli
maðurinn gömlu konunnar leit upp úr blaðinu sínu
með semingi og sagði: Alltaf skal þessi klukku-
skömm vera of sein!
22 VIKAN 52- tbl-