Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 2
á
\
þad
næst bezta
nægir ekki
ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN
VAUXHALL
VICTOR f68
í Morgunblaðinu 21. nóv. s.l. segir blaðamaður frá stærstu bílasýningu Bret-
lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn:
Sú enska bifreið, sem mesta
athygli héfur vakið á sýning-
unni í Earls Court, er Vaux-
'hall Victor 1600 og 2000. Þessi
bifreið er eins ný og bifreiðar
gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið
byggð upp frá frumatriðum, án
þess að stuðzt hafi verið við
eldri gerðir af Vauxhall nema að
mjög litlu leyti.
Sýningargripur Vauxhall í
Earls Court vakti fyrst athygli
sýningargesta vegna nýrra út-
lína. Yfirbygging bifreiðarinnar
hefur verið teiknuð upp á nýtt
undir greinilegum áhrifum frá
General Motors.
Á sýningarpalli Vauxhall voru
sýniShorn af ýmsum atriðum í
undirvagni og stjórntækjum bif-
reiðarinnar, sem segja má að allt"
sé nýtt. Vélin er til dæmis ál-
gjörlega ný af náiinni og er ár-
angur af fimm ára undirbún-
ingsrannsóknum. Upphaflega
var markmið framleiðendanna að
byggja véJl, sem framleitt gæti
50% meiri orku en þátverandi vél
ar Vauxhall, en væri samt ekki
þyngri en þær.
Þetta hefur þéim tekizt með
ýmsum lagfæringum og nýjung-
um. Nýjungar ' vélinni eru m.a.
þær, að kambásinn hefur verið
fluttur upp fyrir ventlana til
þess að losna við undirlyftu-
stengur. Vélinni hefur verið hall
að um 45 gráður til þess að
losna við hristing og fjölda-
margt annað hefur verið gert
til þess að gera vélina sem bezt
úr garði.
Gírkassi Vauxhall VictOr er
tekinn úr eldri gerðum, en
tengsiin og allt, sem þeim fylg-
ir er nýtt.
Fjöðrun á framhjólum er svip-
uð og í eldri gerðum, en að
aftan eru fljótandi öxlar festir
við skúffuna með örmum. Ofan
á tengiörmunum eru gormar og
höggdeyfar. Hemlar á Vaukhall
2000 eru diskahemlár að fram-
an, en skálar að aftan. Á Vaux-
hall 1600 eru skálar að aftan
og framan.
Að innan hefur Vauxhall Vict-
or tekið gjörbreytingum, sem
flestar miðast við að fullnægja
kröfum Bandaríkjamanna um
öryggi.
Undirritaður óskar eftir nánari upplýsingum um NÝJA VICTORINN '68
NAFN
HEIMILISFANG
1
I
I
I
J
Nýi Victorinn er aö verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíll á staðnum.
VAUXHALL-BEDFORD UMBQÐID
Ártnúla 3, stmt 38 900.
Húsbóndahollusta
Nú er afstaðið eitt verkfallið
enn. Vonandi telja þeir, sem
þar hafa barizt fyrir kjaraból-
um, sig hafa farið með góðan
sigur af hólmi; enda eru
lægslu launin ekki það há, að
sanngirni sé að rýra þau.
Samt virðist sem okkar
framleiðsla sé dýrari en hjá
öðrum þjóðum, vegna vinnu-
launanna. En það er margra
mál, að það sé ekki kannski
vegna þess, að laun fyrir
hverja vinnustund séu of há,
heldur hins, að afköstin séu
ekki í samræmi við þann
vinnutíma, sem goldinn er.
Það er kannski nokkuð á-
berandi, hve litla virðingu og
trúmennsku margir launþeg-
ar hér á landi sýna vinnuveit-
endum sínum. Það er algenrt
að heyra það á mönnum, að
andskotinn hann NN hafi ekki
nema gott af að blæða, hann
eigi ekki nema skilið, að mað-
ur slæpist í þeirri vinnu, sem
hann á að borga. Á sama hátl
er ekki fátítt að heyra starfs-
menn bera vinnuveitanda sinn
út og rægja hann við aðra. Sé
það einstaklingur, sem unnið
er hjá, er eins og launþegar
hans sjái ofsjónum yfir því
að hann komizt sæmilega af,
sé unnið hjá sameiningarfyrir-
tæki er þess gætt að auka ekki
í því hryggmerginn; þeir sem
vinna hjá því opinbera álíta
að það sé nokkuð nær að borga
þeim fyrir slugs í vinnunni
heldur en eyða í fínar veizlur
og utanlandsferðir fyrirmann-
anna.
Ef einhvern tíma á að verða
vit í þessum má'.um hjá okk-
ur, þarí aítur að koma á trú-
mennsku við vinnuveitandann
og húsbóndahollustu. Laun-
þegarnir ættu að vera minn-
ugir þess, að hagur fyrirtæk-
isins, sem þeir vinna við er
að verulegu leyti undir þeim
kominn, og er um leið þeirra
hagur. Því sterkara, sem fyrir-
tækið er, þeim mun betur get-
ur það gert við sína menn og
þeim mun tryggari er atvinna
þeirra, og það hlýtur að skapa
mönnum meiri vellíðan að vita
sig hafa gert sitt bezta.
v. V
2 VIKAN 13-tbl-