Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 28
itmiimiHiiuiiii
♦ .♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ '
Tíunda IjóniS
Framhald af bls. 13
bílaleigu. Hann var einn af þess-
um blíðlegu, ísmeygilegu slyngu
mönnum, sem hún þekkti svo
vel. Hann var vel klæddur og
smekklegur hvar sem á hann var
litið. Neglur hans voru vandlega
snyrtar og gleraugun gerðu það
að verkum, að hann var eins og
ugla í framan. Hún hafði veitt
því eftirtekt, að hælarnir á skón-
um hans voru frekar háir, enda
þótt hann væri næstum sex fet
á hæð.
Hégómans hégómi, hugsaði frú
Beauvais, um leið og hún gekk
yfir anddyrið.
„Frú Beauvais!"
Þetta var Jerry. Hún sneri sér
við og fagnaði honum að barns-
legri gleði:
„Gott kvöld, Jerry! Það gleð-
ur mig innilega að sjá þig. Ég..“
Hann greip fram í fyrir henni,
hrukkaði ennið og augu hans
lýstu áhyggjum og svolitlum
kvíða.
„Ég veit, að mér kemur það
ekkert við, frú, en mig langar
samt til að segja yður svolítið.
Þessi maður, sem þér voruð að
tala við inni á barnum ...“
„Áttu við hr. McGrath?"
,,Já. Ég mundi vara mig á hon-
um, ef ég væri í yðar sporum,
frú. Ég hef ekkert á móti hon-
um persónulega, skiljið þér. En
hann hefur verið að flækjast
hérna á hótelinu mánuðum sam-
an og er alltaf á höttunum eftir,
— ja, konum, ef þér skiljið hvað
ég á við.“
Einkennileg sælukennd fór um
frú Beauvais.
„Ég þakka þér kærlega fyrir
hugulsemina, Jerry minn. Og ég
skil mætavel, að þú skulir hafa
haft áhyggjur af þessu. En hlust-
aðu nú á mig. Það er ekki svo
oft, sem ungur piltur eins og þú
lætur þér annt um velferð gam-
allrar konu. Ég er orðin þýsna
veraldarvön, eins og sagt er. Á
ferðum mínum hef ég kynnzt
mörgum mönnum, sem eru ná-
kvæmlega eins og hr. McGrath.
Ég sé um hann — og sjálfa mig!“
„Jæja, allt í lagi. Mér fannst
bara, að ég þyrfti endilega að
minnast á þetta við yður.“
„Og ég er þér afar þakklát
fyrir hugulsemina og umhyggj-
una. En nú langar mig til að
biðja þig að kaupa handa mér
stærsta sápustykkið, sem þú get-
ur fundið í nágrenninu. Hérna!“
Hún rétti honum dollaraseðil.
Hann hristi höfuðið, augu hans
urðu afur skær og glaðleg og
hrukkurnar hurfu af enni hans í
einni svipan.
„Ég geri vinum mínum greiða
með ánægju, frú Beauvais, — og
fyrir ekki neitt.“
Frú Beauvais hugsaði með
sjálfri sér, að lífið væri vissu-
lega þess virði að lifa þvi, meðan
til væri fólk eins og Jerry. Hún
fór upp á herbergið sitt og lagð-
ist í rúmið, en gat ekki hvílzt.
Ég er ekki taugaóstyrk, sagði
hún við sjálfa sig, en ég er búin
að eyða hættulega miklu af pen-
ingunum mínum. Ég verð að taka
eitthvað til bragðs í þeim efnum
og það fyrr en seinna. Af ein-
hverju verð ég að lifa í fram-
tíðinni. Hún sá fyrir sér andlit
Ian McGraths á hvítu loftinu og
brosti til þess. Hún otaði öðrum
fingrunum að því, en ekki var
gott að segja til um, hvort hún
var að aðvara hann eða gefa hon-
um undir fótinn með þessu.
Hún tók upp símtólið og bað
um harðsoðin egg, te og ristað
brauð. Að því búnu fór hún inn
í baðherbergið og háttaði. Hún
kom aftur fram að vörmu spori
í rauðum silkislopp, settist á rúm-
ið með tannburstann í hendinni
og las ef til vill í hundraðasta
skipti það sem stóð utan á hon-
um: Made in Japan.
Hún tók lokið af og dró fram
samanvöðlaða seðlabúntið, sem
var aleiga hennar. Hún breiddi
seðlana á rúmið hvern fyrir sig.
Þetta voru þrjú hundruð og tveir
dollarar, að viðbættum tveimur
dollurum, sem voru í handtösk-
unni hennar og fjórum pennv-
um, — hún gat mælt framtíð
sína með þessum seðlum og kop-
arpeningum!
Henni varð hverft við, þegar
bankað var á dyrnar. Hún flýtti
sér að safna saman peningunum
ok kallaði fram:
„Hver er það?“
„Hr. Ivory,“ var svarað.
Hún varð rngtuð andartak. Hún
þekkti engan með því nafni. Þá
rann allt í einu upp fyrir henni
ljós. Hún lét peningana eiga sig
á rúminu og opnaði fyrir Jerrv,
sem rétti henni risastórt sápu-
stykki. Áður en hún gat þakkað
honum, kallaði han nupp yfir
sig:
KJOLA-
EFNI..
íKjetojfi^iífc
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647
dralon
dralon peysan
í’ daglegri notkun er
slitsterk
auðveld í þvotti
litekta
hleypur ekki
þorrnar fljótt
Úrval af fallegum
litum og munstrum á
telpur og drengi
HEKLA AKUREYRI
28 VIKAN 13-tbl-