Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 18
John Drake eða Harðjaxlinn, eins og hann er kallaður á ís- lenzku, birtist á sjónvarpsskerm- inum á hverju mánudagskvöldi og lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Harðjaxlinn er sann- kölluð nútímahetja, njósnari, sem er sendur út um allan heim, oft- ast í einhverju dulargervi til þess að bjarga mikilvægum upplýsing- um. Oft er sjálfur heimsfriður- inn í veði. En Harðjaxlinn ber nafn með rentu og honum tekst að sigrast á hvers konar vanda — með aðstoð nútímatækni að PATRIC MCGIOHAN OC HAIDJAXIINN HANS ógleymdum hnefunum, sem hann beitir óspart engu síður en Dýr- lingurinn. Kannski eru það öll hin ótrúlega smáu og frumlegu og fullkomnu njósnatæki, sem gera Harðjaxlinn frábrugðnari öðrum slíkum þáttum. Fyrir fjórum árum voru fram- leiddir 39 hálftímaþættir um Harðjaxlinn, og voru nokkrir þeirra sýndir hér. En fyrir nokkru var aftur hafin fram- leiðsla á þáttum um John Drake, og að þessu sinni voru þeir helm- ingi lengri hver um sig. Hafa þeir þættir notið miklu meiri vinsælda en stuttu þættirnir. Harðjaxlinn er leikinn af Pat- rick McGoohan, og hefur hann hlotið heimsfrægð fyrir leik sinn í þessum þáttum. Hann er vand- virkur og fjölhæfur leikari og hef. ur getið sér gott orð fyrir leik á sviði og í kvikmyndum. Til marks um fjölhæfni Mc- Goohans má geta þess, að hann tók að sér að leika Harðjaxlinn skömmu eftir að brezkir gagn- rýnendur höfðu kosið hann bezta sviðsleikara ársins fyrir leik sinn í „Brandi“ eftir Ibsen. Patrick McGoohan er af bænda- fólki kominn, fæddur í New York 19. marz 1928. Foreldrar hans voru írskir og fluttust aftur til írlands, þegar Patrick var á unga aldri. Hann ólst upp á bú- garði í Country Leitrim. Tíu ára gamall fór hann í skóla í Shef- field og ári síðar, þegar stríðið brauzt út, var hann fluttur til Loughborough. Síðar stundaði hann nám í Ratcliffe College í Leichester og lagði sérstaklega stund á stærðfræði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.