Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 48
Strfð í EvríPi lilri
Kyrrðin er skyndilega rofin af
vélbyssugjammi. í myrkrinu
úti á enginu er rekið upp sárs-
auka- og örvæntingaróp. Hópur
af ítölskum carabinieri standa
ráðvilltir á veginum og rýkur
úr vopnum þeirra.
Sá fyrsti sem kemur á vett-
vang er ferðamaður í bíl sín-
um. Lögreglumennirnir stöðva
hann og skipa honum að beina
ljóskastaranum út í myrkrið,
þangað sem heyrðist til fórnar-
dýrs þeirra. En ekki þora þeir
sjálfir að ganga til hins fallna.
Því verður Peter Wieland,
átján ára piltur, að liggja þarna
í þrjá klukkutíma, og þegar
hjálpin um síðir kemur, er allt
um seinan.
Hverskonar brotamaður er
hann? Brjálæðingur á stroki,
morðingi, lífshættulegur mann-
félagsóvinur?
Ekkert af þessu, eftir því sem
bezt er vitað. Hann var bara á
heimleið úr kennslustund í tón-
list og hafði stytt sér leið með
því að fara yfir engið. ítalarn-
ir, stráklingar frá Apúlíu,
Kalabríu og Sardiníu, voru all-
ir úr lagi gengnir af taugaóstyrk
og skutu á allt sem hreyfðist,
hvort heldur það var óljós
skuggi úti í nóttinni, steinn sem
hrundi úr vegkanti eða grein,
sem skrjáfaði í. Og þeir skutu
fyrirvaralaust á Peter Wieland.
Þótt flestir Norðurlandabúar
muni eiga erfitt með að gizka á
hvar harmleikur þessi átti sér
stað, þá hafa margir til lands
þessa komið. Þeir hafa farið þar
um á leið í sólskinið á Ítalíu og
frönsku Rívíerunni. Þeir hafa
komið við á litlu veitingahús-
unum og drukkið þurrt hvít-
vín, dáðst að landslaginu frá
vegunum, sem liggja í hlykkjum
utan í fjallahlíðunum, séð snjó
á fjallatindum, þótt sumar sé,
baðað fæturna í ísköldum lækj-
um og skrifað aftan á kort heim,
fullir hrifningar:
„Nú erum við komin til Ítalíu,
ókum nýverið gegnum Brenner-
skarð. Guð hvað hér er fallegt!“
En þar með er ekki öll sag-
an sögð. Þetta svæði er ekkert
venjulegt ítalskt hérað; þetta er
Pl»kkur ítalskra lögrcgluhermanna, car-
hinieri, á cftirlitsgöngu. I»eir hafa þrá-
s*nnis gcrt sig scka um hrottaskap og
PVndingar á föngum.
Gömul, týrólsk kona, sem málað hcfur
k'UEIHEIT — frelsi — á hæjarþilið hjá
séf, til að undirstrika réttmætar kröfur
landa sinna.
Varðbyrgi ítalskra hermanna í Suður-Týr-
ól, sandpokum lilaðið um það til lilífðar
fyrir skotum skæruliða.
Suður-Týról, sem í nærri fimm
áratugi hefur verið pólitískur
brennipunktur, og þar hafa
hundruð manna á þeim tíma
orðið að þola fangelsisvist,
þjáningar og dauða fyrir það sem
þeir hafa trúað á. í blöðum úti
um heim er sáralítið á þetta
minnzt, því önnur stríð þykja
meira fréttaefni. Það eru slór-
veldin, sem ráða mestu um það
hverju hneykslast er á í heim-
inum, og ekkert þeirra telur sér
neinn hag í að styðja frelsis-
baráttu Suður-Týróla, nema síð-
ur sé.
En sannleikann verður að
segja, hvað sem því líður. Til
dæmis er ekki vanþörf á að
greina frá því sem kom fyrir
bræðurna Konrad og Paul Auer
einn haustdag í Pfalzjoch.
Þeir ætluðu á veiðar og höfðu
tekið sér gistingu í veitingahúsi.
Um nóttina komu carabinieri og
rifu þá upp úr fastasvefni og
fundu auðvitað byssurnar þeirra.
í þrjá daga voru þeir lokaðir
inni hvor í sínu „yfirheyrslu-
herbergi“, og Paul Auer heyrði
hvernig bróðir hans, sem var
aðeins nítján ára, veinaði af
sársauka þegar lögreglumenn-
irnir „yfirheyrðu“ hann. Að
lokum gerði hann sér ljóst að
jafngott væri að ljúga upp ein-
hverskonar játningu. Hann
sagðist vita af vopnageymslu
uppi í fjöllum og lofaði að vísa
ítölunum á hana. Fjallastígur-
inn var of mjór til að tveir menn
gætu gengið þar samhliða. Paul
benti niður í gljúfur.
— Þarna er það, sagði hann.
— En þið verðið að leysa af
mér handjárnin, annars kom-
umst við ekki þangað.
Carabinieri gerðu sem hann
bað, en ráku hann einnig
úr skónum. En Paul Auer var
vel á sig kominn. Á næsta and-
artaki var hann horfinn bak við
bergsnös og hljóp hálfboginn
undan skothríðinni upp eftir
hlíðinni. Þremur dögum síðar
gaf hann sig uppgefinn fram
á austurrískri landamærastöð.
Þá hafði hann hlaupið yfir fjór-
ar mílur um fjöllin í nístandi
haustkulda, berfættur.
Þessi atburður beindi athygli
manna að ákærum, sem lengi
höfðu verið bornar á ítölsku
lögregluna varðandi pyndingar
á föngum. „Þeir binda mann á
planka með höfuðið reigt aft-
ur á bak og hella vatni ofan í
hann unz útaf flóir. Þetta er
endurtekið hvað eftir annað. En
ítölskum yfirvöldum er lítt um
það hugað að refsa óþokkum í
sinni þjónustu. Fyrir nokkrum
árum var tíu lögreglumönnum
stefnt fyrir rétt í Mílanó og áttu
þeir að svara til saka fyrir glæpi
framda í Týról. Átta þeirra voru
sýknaðir alveg, tveir hlutu að
vísu refsidóm, en voru náðaðir
samstimdis.
Um hvað er þá barizt — og
Framhald á bls. 39.
f
48 VIKAN 13-tbl
13. tw. VIICAN 49