Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 47
Jónas
Hljómsveitin Flowers hefur nú ver-
ið á kreiki í sex mánuði — og sífellt
auka blómálfarnir við vinsældir sín-
ar. Já, við skulum bara kalla þá
blómálfa, því að heiti hljómsveitar-
innar merkir jú blóm — og svo eru
þeir allir fjarskalega álfalegir í sínum
litríku og skrautlegu fötum.
Forsöngvari blómálfanna er Jónas
Jónsson — og hann er líka blaðafull-
trúi hljómsveitarinnar, eða svo segja
hinir álfarnir. Hreyfingar Jónasar, þar
sem hann stendur á skörinni, sýna
glögglega, að hann kann sitt fag —
enda hefur hann ákveðnar meiningar
um músikina og hvernig beri að flytja
hana. Skarpur strákur og kjörinn tals-
maður hljómsveitarinnar.
Og svo er það Karls Sighvatsson,
sem einnig tekur lagið við og við og
leikur á orgel — sannkallað undra-
barn. Hefur miklar mætur á Otis
Redding og söngvurum, sem syngja
svokallaða „soul“ músik. Karl er einn
af þessum fuglum, sem þekkir alla,
enda er hann hvarvetna mjög vinsæll.
Hann er hrókur alls fagnaðar 1 góðra
vina hóp, skemmtileg mixtúra af töff-
ara og sjentilmanni. Karl stundar nám
í Tónlistarskólanum, spilar þar klassisk
tónverk á píanó — og það er greini-
legt, hvert hugurinn stefnir hjá hon-
um.
Bróðir Karls, Sigurjón, er líka einn
af blómálfunum og leikur á bassa.
Karl kallar hann raunar aldrei annað
en „litla kút“, en Sigurjón spjarar sig
sannarlega, þótt róðurinn sé þungur í
Verzlunarskólanum, þar sem hann er
við nám. Nú fara vorpróf senn í hönd
þar í skóla, og má því búast við, að
blómálfarnir verði ekki eins mikið á
kreiki fyrir þær sakir.
Gunnar Jökull Hákonarson stendur
sannarlega fyrir sínu við trommurnar.
Hann er búinn að leika á trommur
frá því hann man eftir sér — hann
var 12 eða 13 ára, þegar hann kom
fyrst fram með Gosum, en síðar lék
hann með Tónum, og þar var hann
strax kjörinn hljómsveitarstjóri, þótt
hinir strákarnir í hljómsveitinni væru
allir miklu eldri, stærri og sterkari.
Gunnar hefur sannarlega víða farið
og víða lamið húðirnar, meðal annars
í samkvæmi Soffíu Lóren, þeirri heið-
urskonu, eins og við gátum um hér í
blaðinu á sínum tíma. Gunnar er stað-
ráðinn í að leggja músikina fyrir sig,
og hann er nú nemandi í Tónlistar-
skólanum. Ætlaði fyrst að læra á
trommur cn varð að gefast upp á því,
svo undarlegt sem það nú er, en hann
sneri sér í þess stað að píanónámi.
Síðast en ekki sízt er svo að geta
Arnars Sigurbjörnssonar, sem er gítar-
leikari blómálfanna. Lék áður með
Toxic og þykir með hugmyndaríkari
gítarleikurum. Hann stundar nám í
útvarpsvirkjun.
Þeir félagarnir hafa lagt mikla rækt
við æfingar allt frá því hljómsveitin
var stofnuð, enda er árangurinn eftir
því. Flowers eru áreiðanlega athyglis-
verðasta hljómsveit, sem fram hefur
komið í langan tíma, og ber þar margt
til: Músikin er afbragðs góð enda
greinilega þaulhugsuð og vel æfð.
Gaman er að fylgjast með því, hvern-
ig þeir skipta milli laga. Syrpurnar
eru fyrirfram hugsaðar og lögin í þeim
tengd saman með skemmtilegum stefj-
um. Verður þannig ekkert lát á músik-
inni þann tíma, sem syrpan stendur
yfir. Þetta er gert af miklu öryggi og
algerlega fumlaujt. Þá eru piltarnir
sjálfir einstaklega líflegir og skemmti-
legir á að horfa og þeir eru sannar-
lega með á nótunum hvað fatnaðinn
áhrærir. Þeir gera sér grein fyrir því,
að það sem augað sér, hefur gildi að
hálfu móts við það, sem eyrað nemur.
Þess má geta, svona í lokin, að
Flowers mun koma fram í kvikmynd,
sem Gísli Gestsson, kvikmyndatöku-
maður, er að gera um Reykjavík. Hef-
ur myndatakan þegar farið fram, en
mynd þessi er tekin í Cinemascope og
í litum. Hljóðupptökuna annaðist Jón
Þór Hannesson. Myndatakan fór fram
í Glaumbæ eitt þriðjudagskvöld i lok
febrúar, og var glatt á hjalla og mikið
fjör eins og vænta mátti.
Gunnar Jökull
13. tbi. VIKAN 47
Sigurjón
Karl
Hér cr sagt frá llljómum og Flow-
ers, tveimur vinsælum hljómsveit-
um, sem skennnta á vcttvangi unga
fólksins í Austurbæjarbíói 3. og 5.
apríl næstkomandi. — Af öðrum
skemmtikröftum, sem þar koma
fram, má nefna Óömenn og Flint-
stones, söngkonurnar Maríu Bald-
ursdóttur og Sigrúnu Harðardóttur
og skemmtiatriði, sem er nýtt af
nálinni hér: Hárgreiðslu-„show“.
Auk þess verður tízkusýning unga
fólksins, og munu þátttakendur
keppninnar um fulltrúa ungu kyn-
slóðarinnar 1967 sjá um hana. —
Kynnir verður Svavar Gests.
V______________________—J
Það er alltaf eitthvað spennandi að
gerast í kringum Hljómana. Við höfð-
um af því spurnir, að um miðjan
febrúar var þeim boðið 1 hljómleika-
ferð um England. Þeir áttu að koma
fram ásamt þekktustu hljómsveitum
og skemmtikröftum Breta. Daginn áð-
ur en þeir áttu að halda af stað var
þeim tilkynnt, að þeir hefðu ekki
fengið atvinnuleyfi þar í landi. Þannig
fór um sjóferð þá. Hver veit nema
Hljómar eigi eftir að fá tækifæri til
að hasla sér völl á erlendum vett-
vangi, hvort sem það verður í Eng-
iandi, Svíþjóð eða annars staðar. Það
er sitthvað í bígerð þessa dagana: Efst
á baugi um þessar mundir er fjögurra
laga plata, sem þeir gera fyrir SG-
hljómplötur. Þarna verða tvö ný lög
eftir Gunnar Þórðarson en hin tvö
eru erlend. Þeim, sem heyrt hafa þessi
lög ber saman um, að þarna hafi
Hljómar sett eina skrautfjöðrina enn
1 hattinn — og eru þær þó margar
fyrir!
Rúnar