Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 45
LÆKNINGAAÐFERÐIR MEÐ GULL- OG SILFURNÁLUM, SEM GERÐAR HAFA VERIÐ í KÍNA UM ÞÚSUNDIR ÁRA, HAFA NÚ AÐ SÍÐUSTU VERIÐ REYNDAR HÉR í EVRÓPU, EINKUM Á FRAKKLANDI Fyrir nokkrum mánuðum kom fimmtán ára gömul stúlka til viðtals við Eugenia Bassani líf- fræðing í móttökustofu hennar í Mílanó. Hún þjáðist af trufl- un á taugum, og gat hvergi sof- ið eðlilega né stundað nám sitt, og þó að hún væri ekki eldri en þetta, fannst henni hún vera orðin gömul, og henni þótti ekki gaman að neinu, hlakkaði ekki til neins. Hún svaraði öllum spurningum greiðlega sem fyrir hana voru lagðar, og læknirinn sá þegar í stað að þessi ungi sjúklingur var mjög vel gefinn, og að hvorki heimili né skóla var um að kenna hvernig kom- ið var fyrir henni. Hún (lækn- irinn) tók þá það til bragðs að fara með stúlkuna til kvenlækn- is, sem kunni hina kínversku nálstunguaðf erð (agopunctura), og biðja hana að reyna þetta við hana. Þetta tókst svo vel að ekki leið nema stuttur tími þangað til stúlkan virtist al- heilbrigð, allt eirðarleysi og ó- yndi hvarf henni, og hún tók til við nám sitt að nýju. Þetta er ekkert einstakt atvik, heldur eitt af mörgum: fólk sem þjáðst hefur af þunglyndi, á- hyggjum, þreytu, hefur fengið undursamlega bót meina sinna, með hjálp þeirra lækningaað- ferða með gull- og silfurnálum sem gerðar hafa verið í Kína um þúsundir ára, og nú að síð- ustu hafa verið reyndar hér í Evrópu, einkum í Frakklandi. Á Ítalíu eru þessar lækningaað- ferðir ekki viðurkenndar opin- berlega, og um þær mjög skipt- ar skoðanir, en samt hefur pró- fessor Ulrico di Aichelburg kveðið upp úr með það, að ár- angurinn af þessari aðferð sé oft næsta furðulegur. Enn sé þó öll rannsókn á þessu á tilrauna- stigi, og séu þeir, er hana stunda oft ekki á einu máli um gagn- semi hennar. Bassano læknir, sem hefur kynnt sér þetta með vísindalegri nákvæmni, hefur verið beðinn að segja frá rejmzlu sinni á fundi í félagi því í París, sem hefur þessa lækningaaðferð á stefnuskrá sinni, alþjóðlegt fé- lag, og sagðist henni svo frá, að nálstunguaðfetðin hafi „dugað vel við ýmsa þá sjúklinga, sem þjáðust af torlæknanlegum sjúk- dómum, sem engin önnur ráð hefðu dugað við, og fengið fulla bót meina sinna.“ „Hér er ekki um neina ímynd- un að ræða eða sjálfssefjun," segir hún, „nálstunguaðferðin þarfnast sérstakrar leikni og ná- kvæmni, og ætti enginn að gera tilraunir með hana nema hann hafi næga þekkingu í líkams- fræði, til þess að ekkert beri út af og nálunum sé stungið ná- kvæmlega rétt, þarf þó einkum að hafa fullkomna þekkingu á æðakerfinu. „Ekkert dularfullt er við þetta,“ segir frú Bassoni,“ „þessi aðferði hefur þau áhrif á miðtaugakerfið, að sjúklingur- inn hressist og fær aukinn þrótt, og ómeðvitaður ótti og áhyggjur hverfa. Eftir fáein skipti getur verið um fullkominn bata að ræða, ef rétt er farið að.“ Þessa læknis hafa vitjað marg- ir sjúklingar, sem ekki hafa þol- að ringulreið, ys og þys nú- tímalífsins, unna sér ekki hvíld- ar og næðis, eru á sífelldum þönum eftir metorðum og ábata, taka að sér verk sem eru þeim um megn. Allar tilraunir til að létta þessu fargi hafa reynzt ár- angurslausar. En nálstunguað- ferðin hefur dugað vel, einnig við þá sjúklinga sem orðnir voru vonlitlir um bata, líkamlegt á- stand þeirra jafnt sem andlegt hefur stórbatnað, orðið eðlilegt. Frú Bassano fullytrðir að hið sama gildi um kvensjúkdóma, um ýms þau óþægindi, sem fylgja tíðum og tíðabrigðum, að fæðingarþrautir verði langtum minni. „Námsmenn, sem hafa átt að gangast undir erfið próf, og hafa vantreyst sér og kviðið fyrir, hafa líka haft mikið gagn af þessu, þeim hefur horfið allur kvíði, en komið styrkur í stað- inn, forstjórar fyrirtækja, sem hafa ætlað að kikna undan fargi þeirrar ábyrgðar, sem þeir höfðu tekið á sig, fólk, sem hefur illa getað samlagað sig kröfum nú- tímans, unglingar, sem þ.fáðst hafa af minnimáttarkennd,“ seg- ir læknirinn, „allt þetta fólk, sem komið hefur til mín illa á sig komið á ýmsan hátt, hefur oft farið héðan út langtum hress- ara og vongott um bata sinn, fyrir tilverknað þessarar aðferð- ar.“ Meðal þeirra dæma sem hún tekur get ég tveggja, sem gerð- ust fyrir skömmu: tvær leikkon- ur komu til hennar, og var önn- ur orðin svo hrædd við að ganga fram á sviðið að henni fannst hún ekki geta það, en eftir að hafa fengið þessa meðferð í nokkur skipti, hvarf þessi hræðsla, og hún gat tekið upp starf sitt við leikhúsið. Hin var kvikmyndaleikkona, og kom hún til læknisins mjög illa á sig kom- in á taugum: hafði grátið og grátið, svo hrædd sem hún var við samkeppnina við hinar yngri leikkonur. Nokkrum dögum síð- ar var hún orðin eins og hún átti að sér, og gat óhindrað tek- ið upp starf sitt. 13. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.