Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 10
MED BROS A VIR Nú hækkar sólin sinn gang og senn verður hægt að fara I sólbað. Ég heyrði einu sinni mann bolla- leggja um orðið sólbað, hann vildi útleggja það á sama hótt og til dæmis orðið f|árbað. Þá er um það að ræða að baða fé. Hann hélt þvi fram, að orðið sólbað væri mynd- að á svipaðan hátt: Dregið af því að baða sólina. Hann vildi samt ekki segja, hvernig ætti að fara að þvi, en tautaði eitthvað um það, að það hefði einkum verið gert ( Af- 1 ríku hér í eina tíð og það væri þess vegna, sem meginþorri íbúa þeirrar álfu væru ennþá sótugir. Annars má taka fleiri dæmi um orðmyndanir, sem brjóta í bága hver við aðra. í læknahöllinni — Domus Medica — eru margar verzl- anir. Þar er til dæmis blómabúðin Eden — þar fást blóm. Svo er hun- angsbúðin — þar fæst hunang. Svo er Mæðrabúðin, — hvað fæst þar? Um allan bæ eru matarbúðir, kjóla- búðir, hattabúðir, skóbúðir, og það gefur auga leið, hvað þær verzla með. En Herrabúðin — hún skyldi þó ekki vera fyrir einmana konur? Lengi var verzlunarnafnið S(ld og Fiskur til umræðu, en það hefur líklega endað með þvf, að stldin hefur' fengið sérstöðu sína meðal sjávardýra staðfesta. Framleitt er síldarmjöl og grasmjöl, annað úr síld og hitt úr grasi, úr hverju er hænsnamjöl og barnamjöl framleitt? Þetta er annars úrelt gamon, nær að snúa sér að innlendu skopsög- unum. Tekjan á því sviði hefur ver- ið með allra fjörugasta móti upp á síðkastið. Lesendur hafa brugðizt vel við og sent okkur töluvert úr- val. Það er kannski ekki óhætt að sverja, að þær séu allar innlendar, 10 VIKAN 13‘tbl en það sýnir þjóðernisvitund á góðu stigi að staðfæra þær. Eins og þessa sögu, sem átti að hafa gerzt í einni af verzlunum Sláturfélagsins: Gamall starfsmaður fyrirtækisins var allur og jarðarförin hafði verið ákveðin. Um hádegi á útfarardag- inn sneri einn starfsmannanna sér að verzlunarstjóranum og spurði: — Ætlar þú ekki að fylgja hon- um Munda gamla? — Ég að fylgja honum? Óekki! Ekki fylgir hann mérl Við höfum fengið nokkuð marg- ar kirkjugarða- og útfararsögur. — Það átti til dæmis að hafa gerzt á sóknarnefndarfundi í einni af ná- grannasóknum Reykjavíkur, að til umræðu var ný girðing umhverfis kirkjugarðinn. Þá stóð upp einn sóknarnefndarmannanna, Davíð að nafni, og sagði hátt og snjallt: — Ég sé enga ástæðu til að hafa rammgerða girðingu utan um garð- inn yfirleitt. Þeir, sem eru fyrir inn- an, hafa enga möguleika á að kom- ast út; þeir, sem eru fyrir utan, hafa enga löngun til að fara inn fyrir. Og loks er síðasta kirkjugarðs- sagan: Reikningsséní þorpsins lenti við jarðarför við hliðina á elzta manni þorpsins. Þegar þeir gengu frá gröfinni, spurði séníið: — Hvað ertu nú annars orðinn gamall, Þorvaldur minn? — Ég er níutíu og fjögurra ára, sagði Þorvaldur. — Jæja, vinurinn, sagði séníið. — Það er tæpast það taki því fyrir þig að vera að fara heim. Allir hafa heyrt söguna af þvf, þegar Stefán íslandi kynnti sig fyr- ir manninum forðum norður á Hvammstanga, en þeim norðlenzka þótti nafn Stefáns bera keim af gorgeir og svaraði um hæl: — Og TEXTI: SIGURÐUR HREIÐAR ég er Magnúsó Hvammstangi. Onn- ur svipuð saga varð til hér í fyrra- sumar, þegar tveir málkunningjar mættust á Lækjartorgi. Annar sagði: — Hvaða fjandi ertu útitekinn — hvert fórstu í sumarfriinu? — Ég, svaraði hinn og hófst all- ur á loft — ég fór til Parí (með áherzlu á í-inu)! Þú hefðir átt að vera með, maður, þar eru nú píur, sem segja SEX! Oh, la, la, mademoj- sell! — Hvert fórst þú í sumarfriinu? — Ví, ví! tísti hinn. — Ú la la! Ég fór upp á Akrane! Vinkona mín býr ( blokk inni í Heimum, á fjórðu hæð. Á hæðinni fyrir neðan býr ekkja, sem á báðar íbúðirnar á þeirri hæð, versta nöld- urskjóða að sögn og smámunasöm. í fyrravor var hún að leigja út aðra íbúðina, því fólkið, sem þar hafði verið, flúði undan smámunaseminni. Vinkona mín heyrði, þegar kerling- in var að yfirheyra parið, sem fyrst kom að kalsa leiguna. Það var eitt- hvað á þessa leið: — Eigið þið börn? — Nei. — Eruð þið þá með kött? — Nei. — Þið eruð þó vonandi ekki með hund? — Nei, nei. — Jæja, þá eruð þið með páfa- gauk eða eitthvað þessháttar? — Nei. — Eruð þið partýfólk, sem hefur hávaða fram á allar nætur? - Nei. — Spilið þið þá á eitthvað and- styggðar hljóðfæri, sem skefur inn- an á manni hlustirnar? — Nei. — En grammófón með ærandi bitlagargi? — Nei. — Eruð þið þá eins og þetta unga fólk nú til dags, sem hamast á glamrandi ritvél allan daginn og fram á miðnætti? — Nei. — Þá látið þið kannski útvarpið ganga á fullu frá því eldsnemma á morgnana? — Nei, svaraði unga frúin þreytu- lega, — en það fer stundum að suða 3 í kaffikönnunni okkar, ef það gleymist að taka hana af hellunni, svo við skulum koma og leita okk- ur að íbúð annars staðar, Nonni minn. Margar af sögunum, sem okkur hafa borizt, segja frá kímilegum at- vikum í sambandi við fjölbýli. Það virðist svo sem lifið í blokk sé ær- ið skoplegt, ekki hvað sízt ef — eins og oftast virðist vera, — að blokk- irnar séu ótrúlega hljóðbærar. Pip- arsveinn á Austurbrún sendi okkur þessa sögu svo dæmi sé tekið: „Ég hafði lengi vel þann ávana, að þegar ég kom heim síðla nætur eða snemma morguns eftir ölteiti, settist ég á rúmstokkinn hjá mér, fór úr öðrum skónum og slengdi honum af alefli í gólfið, fór svo úr hinum og afgreiddi hann á sama hátt. Mér datt aldrei í hug, að þetta kynni að valda einum eða neinum óþægindum, nema kannski skónum mínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.