Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 25
Megum við kynna Sim One, heimsins heilsuversta mann! Hann er jafnframt eftirlæti læknanna. Nefnið bara sjúkdóminn og Sim One verður haldinn honum undir eins! — Það er honum að þakka, að nám lækna í Bandaríkjunum styttist um tvö ár. Og bróðir Sims, Sim Two, verður ennþá verri! .u im —aanimmw.«iii i ■■wm—aiMHimMW h’ann er ekki beinlínis meðfærilegur, þessi eftirlætissjúklingur. Hann hvílir á flóknu kerfi raf- eindatækja, og það verður því fyrirferðarmeira, sem sérfræðingunum tekst að koma fleiri krank- leikum upp á Mr. Sim One. Enn sem komið er, hafa þelr þó ekki hugsað sér að setja í hann tal svo hann geti stunið, æjað, formælt eða jesúað sig. Það er ekki eins auðvelt og leikmaður skyldi ætla, að vera svæf- ingarlæknir og eiga að búa sjúkling undir uppskurð. Það er margs að gæta og margt að gera, kannski gefa sprautu, ef til vill að færa pípu ofan í barkann — og samtímis að fylgjast nákvæmlega með æðaslætti og öndun. Nú sem stendur tekur það átta ár í Bandaríkjunum, að nema fræði svæfingarlæknis til fulls. En prófessorar tveir við Suður- Kaliforníuháskóla, — Stephen Abrahamsson og J. S. Denson, hafa búið til merkilegan gervisjúkling, sem þeir vonast til að geri nem- um kleift að ljúka náminu á sex árum. Sjúklingur þessi hefur hlot- ið nafnið Sim One, og hann hagar sér rétt eins og venjulegur sjúk- lingur í flestu tilliti — þó sezt hann aldrei upp á skurðarborðið og segir æ! Sim One hefur plast-hörund og það er tölva, sem segir til um viðbrögð hans og iíðan. Hann hefur hjarta, sem slær, hann andar, hann reynir að hósta pipunni upp úr barkanum og hann getur meira að segja kokað! Hann hefur þegar verið tekinn í notkun á sjúkra- húsi einu í Los Angeles, þar sem hann skipar s.töðu „ódrepandi til- raunasjúklings". Enn sem komið er, mun Sim One vera eina barn sinna feðra, en þegar framleiðsla á honum er komin í gang og sjúkrahúsin hafa fengið nægilega marga Sim One-a, er reiknað með að hægt verði að stytta menntun svæfingarlækna um tvö ár. Sim hefur ótrúlega eðlileg augu, og það er ekki aðeins að hann opni þau og loki eins og bezt gerist hjá alvörufólki, heldur víkka og þrengjast sjáöldrin mjög svo eðlilega. Víkkandi sjáöldur eru hættumerki fyrir svæfingarlækninn, sem þá verður að breyta um hlutföll í inngjöfinni. Þetta gefur Sim sjálfur til kynna, en kennar- ar í faginu geta fylgzt með viðbrögðum bæði Sims og nemans á þar til gerðu mælaborði. Undir skurðarborði Sims er krökkt af rafeindatækjum. Þau eru í rauninni líffæri Sims; þar eru þau tæki, sem stjórna hverju einu í líkamsstarfsemi hans. Með aðstoð þessara tækja getur kennarinn látið Sim fá alls konar tilfelli sem til greina geta komið við upp- skurð á lifandi manni, til dæmis getur hann látið Simma fá hósta- kast eða krampakippi. Hann getur líka stöðvað allt þegar honum sýnist, rætt málið við nemann og haldið svo áfram. Og Simma er sama, þótt hann leggist undir vandasama aðgerð hvað eftir annað, jafnvel mörgum sinnum á dag, en slíkt er af augljósum ástæðum ekki hægt, þegar lifandi sjúklingar eru annars vegar. Annars á bróðir Sim One — Sim Two — að verða enn fullkomn- ari. Honum á að geta blætt, hann á að svitna, slefa, og verða blár í framan af súrefnisskorti. ★ i3. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.