Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 11
4
En svo einn morguninn kom Hús-
bóndinn ( íbúðinni fyrir neðan mig
og bað mig um að haetta þessu,
því bæði hann og konan hrykkju
venjulega upp við dynkina. Ég varð
vel við og lofaði þessu. En næst,
þegar ég kom slompaður heim,
gleymdi ég loforðinu, tók af mér
annan skóinn og tókst sérlega vel
upp með að kýla honum ( gólfið.
En um leið mundi ég eftir krana-
stjóranum á hæðinni fyrir neðan og
konunni hans, og í staðinn fyrir að
lóta hinn skóinn fylgja, lagði ég
hann lúsvarlega á gólfið. Svo fór
ég að sofa.
Ég var ekki nema rétt búinn að
festa blundinn, þegar ég hrökk upp
við stöðugan són ( dyrabjöllunni og
ákafa barsmíð á hurðina. Mér varð
ekki um sel, og kjarkurinn ekki
meiri en það, að ég þorði ekki að
opna, heldur kallaði fram: „Hvað
gengur á?" Og þá buldi við æva-
reið þrumuraust frammi á gangi:
„Flýttu þér að grýta hinum skón-
um, mannfjandi, svo maður geti
farið að sofa afturl""
„Auðunn Austan" sendir þessa
sögu: „Ég og konan mín komum í
bæinn í október í haust og heim-
sóttum systurdóttur konunnar minn-
ar, sem er nýgift og býr í blokk í
Reykjavík. Eldhúsið f (búðinni ligg-
ur upp að borðkróknum í fbúðinni
við hliðina, og áður en langt um
leið spurði konan mfn: Hvaða ein-
kennilega naghljóð er þetta í veggn-
um? Það eru þó ekki rottur í svona
nýbyggðu húsi?
Nei, svaraði frænka hennar. Það
er bara fólkið f íbúðinni við hlið-
ina. Það á sumarbústað með garði,
og í allt haust hefur það haft gul-
rætur í alla mata."
Fleiri sögur um hljóðbærar blokk-
©
ir verða að bíða betri tíma, og
kannski verður þá komið meira (
safnið. [ staðinn skulum við taka
fyrir nokkrar barnasögur. Við get-
um byrjað á sögunni um strákana
tvo, sem voru að grobba af feðr-
um sfnum. Þeir voru komnir svollt-
ið af stað í landafræði í skólanum,
og þv( sagði annar: Veiztu, af
hverju pabbi minn er alltaf með
alpahúfu? Það er af þv( að hann
byggði Alpana. Með þetta þóttist
hann heldur góður; hafa ærlega
stungið upp í hinn. Sá þagði um
hríð og spurði svo: — Ertu búinn að
læra um Dauðahafið?
Já.
— Það var pabbi minn sem drap
þaðl
Önnur saga segir frá föður, sem
var að lesa fyrir konu s(na f vfs-
indalegu tímariti. Hann segir: — Nú
eru þeir búnir að finna upp sjón-
auka, sem fylgir lögun hnattarins.
Þá gellur við Óli, 9 ára, og seg-
ir: — En sniðugt, þá getur maður
kikt aftan á sjálfan sig!
„Vala" sendi okkur þessa sögu:
„Sex ára frændi minn, Snorri að
nafni, fæddur og uppalinn ( Reykja-
vík og einbirni, fékk að koma hing-
að norður til okkar ( fyrrasumar og
vera um tíma. Ég á sjálf stelpu, jafn
gamla honum, sem heitir Magga,
og tvo yngri stráka. Ég baða oft
börnin mín öll ( einu og það þykir
engum hér athugavert, svo mér
fannst ekkert sjálfsagðara en bæta
litla frænda m(num f baðhópinn.
Þegar þau voru háttuð, tók ég eft-
ir því útundan mér — án þess að
veita því sérstaka athygli — að
Snorri litli starði á Möggu. En það
rann upp fyrir mér Ijós, þegar hann
sagði allt f einu með fyrirlitningu:
„Þessar stelpur! Allt þurfa þær að
eyðileggjal""
„Móðir" f Reykjavfk segir frá
syni sínum, sem var að leika póst-
inn. Hann bankaði og spurði eftir
pabba sínum með nafni, það væri
bréf til hans. „Jú," svaraði ég (segir
„Móðir"), og til að gera leikinn
sennilegri, bætti ég við: „Er þetta
nýr póstur? Gömlu póstarnir vita
allir, að NN á heima hér. Ég hef
heldur ekki séð þennan póst áður."
þá kemur litli karlinn minn alveg
til mín og segir: „Jú, mamma mín,
þú hefur víst séð mig áður. Manstu
ekki, að þú hnepptir upp um mig
áðan?"
Og við skulum klykkja út með
barnasögur á einni stuttri: —
Mamma, mamma, hrópaði Sigga
litla á afmælinu sínu og kom þjót-
andi fram f eldhús. — Hún amma
gaf mér voða f(na bók með fallegri
mynd á skorpunni!
Næst eru nokkrar sögur úr við-
skiptaKfinu. Þessi er tæpast fslenzk:
Konan kom með kjölturakkann sinn
inn f búðina og hann fór að sleikja
eplin, sem stillt var út í gluggann.
Kaupmaðurinn benti henni kurteis-
lega á athæfi hundsins, en hún hljóp
til jesúandi sig og sagði: Fídó, Fídó,
Fídó þó! Eplin eru óhreinsuð!
Maður nokkur kom inn ( hatta-
verzlun og bað um hatt. — Hvaða
stærð? spurði afgreiðslustúlkan. —
Ég veit það ekki, svaraði maðurinn,
— en ég tók höfuðið með til vonar
og vara. Annar var á ferð f Eng-
landi og átti að kaupa brjóstahald-
ara á frúna. — Hvaða stærð, spurði
afgreiðslustúlkan. Maðurinn hugsaði
sig um, því hafði hann alveg
gleymt. Svo rétti hann fram holan
lófa, horfði á hann gagnrýnisaug-
um og sagði: Svo sem sirka svona.
Sá þriðji átti að kaupa skó á frúna
f Þýzkalandi og mundi heldur ekki
númerið. Hann benti á afgreiðslu-
stúlkurnar í röð og sagði: — Ekki
eins breiðar lappir og þessi, ekki
eins langar og þessi, ekki eins sver-
ar og þessi og pfnuKtið lengri stóru-
tær en þessi.
Ljúkum svo þættinum að þessu
sinni með rakarasögum. Maður sat
á rakarastól með þykkt sápulöður
framan f sér. Allt ( einu kemur æst-
ur maður í dyrnar og æpir: Jón, Jón,
komdu eins og skot, konan þ(n datt
út um ganggluggann á fjórðu hæð
ofan á gangstéttina! Maðurinn með
sápulöðrið þeyttist upp úr stólnum
og spanaði út á götu. Þar snar-
stanzaði hann og sagði: — Andskot-
inn sjálfur, ég heiti alls ekki Jón!
Siggi rakari, sem margir þekkja,
var um tíma f Danmörku og vann á
rakarastofu þar. Einu sinni var hann
sem oftar að ganga frá kúnna, þeg-
ar hann tók eftir heldur ófrýnileg-
um hárvexti á eyrum mannsins: —
Skal jeg klippe af örene ogsá?
spurði hann hann lágt og í trúnaði.
Maðurinn tók mikið viðbragð, en
svaraði svo með drynjandi bassa-
röddu: — Næh, ellers tak, dem vil
jeg gjerna beholde pá!
Skopsögusöfnunin er f fullum
gangi. Við tökum öllu með þökkum,
en áskiljum okkur rétt til að velja
og hafna. Utanáskriftin er: Með bros
á vör, Vikan, pósthólf 533, Reykja-
vfk.
ís.tbi. vikan 11