Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 41
— Kannske . . . ef þú vílt. En gæli hann ekki komið seinna, svo að hann heyrði það ekki allt saman? Mér þætti það betra. — Viltu fara strax? — Eftir smástund. Viltu biðja herra Breckenridge að hitta okk- ur þar um . . . hádegið. Og segja sériffnum að koma ekki fyrr en hálf eitt. Hann hringdi til Brekenridge á mótelið. Meðan síminn hringdi horfði hann á Jezzie. Hún hafði fjarrænt augnaráð. Hann virti hana fyrir sér, meðan hann tal- aði við Breckenridge. Hann fann, að hún heyrði ekki það sem hann sagði: — Því er öllu lokið, Bart. Hún vill fá að tala út um það. Hún vill fá að segja mér og þér frá því. Þar sem hún faldi peningana. Við tjörnina, bak við húsið mitt, í Beetle Creek. Hittu okkur þar um hádegið. — Það er hálftíma akstur. Farðu upp þjóðbraut númer tuttugu og níu, gegnum Garner. Þegar þú ert komin gegnum Garner, sérðu vegvísi til vinstri, það er bara slóði. Beygðu inn á hann. Walmo kemur líka. — Gekk hún bara inn og sagði þér frá því? — Einmitt, Bart. — Ég er feginn, að það var svona auðvelt. — Það er ekki orðið, sem ég mundi nota, sagði hann. Hann lagði á og starði á Jezzie: — þau gerðu þér ekkert. — Ó, þetta kom mér ekki persónulega við, herra Skip! Það komust ekki allir pening- arnir fyrir á felustaðnum. Svo . . . ég vildi ekki að það liti þannig út, að ég væri að stela. Ég faldi þá inni í íbúðinni þinni. Ég get sýnt þér það. Ég efast um, að þú finnir þá einn. Hann vissi að þetta yrði allt saman trúlegra, þegar hann héldi á einhverju af peningunum í höndum sér. Þá gætj hann ef til vill trúað því, hvað það var ægi- legt og fráleitt. LAUGAVEGI 59 SlMI 18478 — Komdu og sýndu mér, sagði hann. Þau gengu í gegnum fremri skrifstofuna. Hún tók méð sér veskið sitt af borðinu um leið og þau fóru hjá. — Inni í baðherberginu, sagði hún. Þau fóru inn í stóra baðher- bergið. Hann kveikti á glamp- andi, hvítum flúrosentljósunum og sagði: — Það er hvergi hægt að fela peninga hér, stúlka mín. — Jú, sagði hún. Hún benti á vegginn yfir vaskinum. — Bak við klæðninguna þarna uppi. — Klæðninguna, sagði hann og starði upp. Hún sté snögglega aftur á bak og slengdi veskinu utanvert á höfuð hans. Öðrum megin í veskinu var blýlóð, sem hún hafði losað úr köfunarbelt- inu. Hún hafði gert sér ferð nið- ur á bílastæðið og náð í lóðið, sem hún geymdi í skottinu á bílnum sínum. Skip riðaði við og féll á fjóra fætur. Hún sló aftur af meira afli og nákvæmni og hann lyppaðist niður á gólf- ið. Hún lagði frá sér veskið, gekk framhjá Skip og opnaði fyrir báða kranana yfir baðkerinu. Meðan baðkerið var að fyllast, tók hún iykla Skips úr vasa hans og stakk þeim í veskið sitt. Hún hafði óbragð í munnjnum af hneykslun. Vatnið bunaði í kerið. Þegar nóg vatn var komið í baðkerið, bretti hún uppfyrir oln- boga, skrúfaði fyrir vatnið, rétti úr Skip Kimberton, lyfti honum upp og álaði honum yfir lága brúnina og ofan í volgt vatnið með andlitið niður. Hún tók um sinaberan háls hans aftan frá og þrýsti höfðinu niður. Loftbólur iiðu upp framhjá fingrun henn- ar. Allt í einu tók hann að berj- ast um, og hún þurfti að taka á öllu sínu afli til að halda hon- um. Loks hætti hann að brjót- ast um og hún varð gagntekin af þessari heilu, blindandi til- finningu, sem gerði hana veika og skjálfandi, þegar hún leið hjá. Hún stóð upp og þurrkaði sér um hendur og handleggi. Vatnið var orðið kyrrt í baðkerinu, hann var eins og hann væri greyptur í kristal. Hún sá sekúnduvísinn á armbandsúrinu, hann hreyfðist enn ofan í vatninu. Hún bretti niður ermarnar, tók upp töskuna sína, fór fram í setu- stofuna og opnaði dyrnar. Frú Nimitz var þar fyrir framan. Hún sneri sér við í dyrunum og kall- aði innfyrir, áður en hún lokaði: Ég skal segja henni það, herra Skip. Hún sneri sér að frú Nimitz. Honum líður ekki vel og hann ætlar að reyna að sofna. Hann vill ekki verða trufiaður. Hann bað mig að fara út að sumarhús- inu og ná í skjöl, sem hann skildi eftir þar, en langar til að þú verðir hér frammi og sjáir um, að hann verði ekki truflað- ur. Ég fer á bilnum hans. Framhald í næsta blaði. DANISII GOLF Nýr stór! gócfur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.D ANISH GOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK 13. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.