Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 39
r UafltíÍarkaríi/' I N N I <j Tl BÍLSKLRS HLRÐIR Dnni- & Útikuriir H □. VILHJALMSSDN RÁNARDÖTU 1?. 5ÍMI 19669 Þriðja Alheimi. Hann var svo alúð- legur að bjóða stjórninni til sölu leyndarmál um himingeyminn — að vísu gegn ríflegri greiðslu í gulli. Jafnvel þessi gestur, sem greinilega var ekki vel heill á taugum, var yfirheyrður rækilega áður en hon- um væri vísað frá. — I þessari grein rannsókna veit maður aldrei hver lýgur og hver ekki, segir Condon. Stríö í Evrópu miðri Framhald a£ bls. 49 hvernig byrjuðu þessi ósköp? Ábyrgðin hvíhr hvað helzt á ítölskum málafærslumanni sem Orlando hét. Hann var íormað- ur ítölsku sendineíndarinnar, sem mætti í Versölum þegar samið var þar eítir fyrri heims- styrjöidina. Austurríld var þá meðal hinna sigi'uðu, svo að lítt var hikað við að breyta ianda- mærum þess. Orlando hafði með sér landabréf af Týról, hafði dregið línu, þar sem hann vildi að löndum skipti með ítölum og Austurríkismönnum og gefið öllum stöðum sunnan linu þess- arar ítölsk nöfn. Sumir hinna íulitrúanna höfðu óijósa hug- mynd um hverskonar fólk bjó þarna í Suður-Ölpunum, og var Wilson Bandaiíkjaforseti þeirra á meðal. Þessi purkunariausa fölsun ítalans tókst því framar öilum vonum hans. Italía fékk Týról að Brennerskarði. Þegar Wilson gerði sér ljóst hvernig á hann hafði verið leikið, varð honum að orði:: — Þessu bjarga Suður-Týról- ar sjálfir við. Þeir eru engir aumingjar. Síðan eru nú hðin fjörutíu og sjö ár. Á þeim tíma hefur Aust- urríki öðru sinni ient öfugu megin í stríði, og ítalir ríkja enn í Suður-TýróL Týrólunum er hi-einasta ráðgáta hversvegna Samemuðu þjóðnnar skipta sér ekkert af vandamáh þeura, og það er skiljanlegt þegar hlustað er á það, sem þeir hafa fram að færa. Reynt hefur verið að bera í bætiíláka fyrir ítah með því að benda á, að andstæðingar þeirra séu nákvæmlega eins vægðar- iausir og þeir sjálfir. Frelsis- hetjur Suður-Týróls eru harð- snúnir og kænir skæruliðar, sem sjaldan tekst að festa hendur á. Síðustu árin hafa þeir rofið há- spennuleiðslur svo hundruðum skiptir, framið skemmdarverk á nærri fimmtíu ítölskum verk- smiðjum og íbúðarhúsum og meira að segja oft gert skotárás- ir á lögreglumenn. Hversu marg- ir hafa fallið í ófriði þessum vita menn ekki með vissu, og tölur þær sem báðir aðilar gefa upp eru sagðar lognar. Að minnsta kosti nokkrir tugir manna hafa þegar látið lífið. í ítölskum fangelsum sitja nú hundruð Týróla, og hafa sumir þeirra hlotið dóm upp á allt að þrjá- tíu ára fangelsisvist. í upphafi þrætunnar náði hún til tvö hundruð og þrjátíu þús- und þýzkumælandi Týróla, en aðeins lítils hóps ítala. En ítal- ir hafa beitt öllum brögðum til að gera héraðið alítalskt og því hvatt sitt fólk til að flytjast þangað. Nú búa í Suður-Týról helmingi fleiri ítalir en Týrólar. Þeir síðarnefndu sjá hvert stefnt er með þessu. Þeir hafa því í ör- væntingu gripið til ofbeldisað- gerða og nú er deilan fjarri lausn en nokkru sinni áður. Vopnum og sprengiefni er smyglað til skemmdarverka- mannanna frú austurríska hluta Týról, enda erfitt að hafa eftirht með öllum krákustígmn þarna í fjöhunum, og í Austurríki er samúð manna vitaskuld alger- lega uppreisnarmanna megin. ítalir gæta allra landamæra- stöðva þarna mjög vel, svo að annað eins þekkist nú ekki annarsstaðar í álfunni vestan járntjalds. Sænskur blaðamaður, sem nýlega átti leið hér um, spurði landamæraverðina: — Að hverju leitið þið eigin- lega? — Það er miklu smyglað hér í gegn, var svarað. — Sígarett- um, smjörlíki — og sprengjum! Fimmtíu metra breitt einskis- mannsland er á milli stöðva ítala og Austurríkismanna. Blaðamaðurinn vildi ljósmynda báða aðila. Austm-ríkismenn leyfðu það góðfúslega fyrir sitt leyti, en ítalirnir voru miklu viðkvæmari fyrir þessháttar. Þegar Svíinn lyfti myndavél- inni, var hann gripinn og lok- aður inni. Klukkutími leið með yfirheyrslum og símtölum við Mílanó unz landamæraverðirnir áræddu að sleppa þessum voða- manni. í Suður-Týról er ítalska op- inbert mál, en tugþúsundir Suð- ur-Týróla skilja ekki orð í því. Þeir eru orðnir útlendingar í eigin landi. ítölsku lögreglu- mennirnir spyrja á ítölsku og fá svar á þýzku. Þeir fyrrnefndu leggja mikið kapp á að þvinga tungu sinni upp á landsmenn og heyrzt hefur um veitingamann, sem fangelsaður var fyrir að mála framan á gistihús sitt orð- ið „Gasthof“ í staðinn fyrir „Albergo“. Þessi ilhndi hafa auðvitað spillt mjög sambúð ítaliu og Auslurríkis og kynt undir kötl- um heldur hvimleiðrar þjóðern- isstefnu í báðum löndum, svo að manni verður hugsað til forn- vinanna Hitlers og Mussolinis. Hjá báðum aðilum hefur. brydd- að á ofstækisskoðunum og of- beldisaðgerðum. í Róm marsér- uðu nýlega sex þúsund manns góðan spöl undir nýfasiskum slagorðum og forustu fyrrver- andi sjóliðsforingja í flota Mussolinis; vildu þeir leggja áherzlu á að Suður-Týról væri ítalskt. í sömu borg var austur- rískur langferðavagn brenndur til ösku fyrir skömmu. í Innsbruck í Austurríki situr fyrh'liði frelsishreyfingar Suð- ur-Týróla, Befreiungsausschuss- ess Súdth'ol, skammstafað BAS. Norbert Bui'ger heitir hann og er lektor við háskóla. Hann þykir í málílutningi minna mjög a Adolf von Thadden, leiðtoga hins nýnasíska NPD-flokks í Vestur-Þýzkaiandi, og pening- arnh' sem notaðir eru til rekst- urs hreyfingarinnar koma að miklu ieyti frá því landi. BAS hefur orðið íyrh veru- legum áföllum endrum og eins, en alltaf rétt sig af. Flestir héldu daga samtakanna talda þegar ítalska lögreglan hremmdi tón- listarmann að nafxh Gúnther Andergassen, sem var einn for- ustumanna þeirra. Hann lét hræða sig til að gefa upp nöfn flestra hinna BAS-leiðtoganna, sem síðan voru handteknh. Um þrjátíu meim hlutu fangelsis- dóma, sumh allt að þrjátiu ár- um. En BAS þoldi þetta. Luis Amplatz hét maður, sem var einn snjallasti sprengill samtakanna. Ljósmyndari einn í Innsbruck, Christian Kerbler að nafni, sem var á mála hjá ítölum, vísaði leigumorðingjum þeirra á Amplatz, og myrtu þeir hann í sæng sinni á hóteh einu og særðu alvarlega einn félaga hans. Austurríki hefur aðeins sjö milljónh íbúa en ítalía fimmtíu og tvær, svo að maður skyldi ætla að síðarnefnda ríkið væri einfært um að gæta sameigin- legra landamæra þeirra. En þó er það svo að þrjár bataljónh austurrískra fjallahermanna, þrettán hundruð manns, eru nú á verði á landamærunum til að hindra landa sína í að fara yfh á ítalskt land með vopn og sprengiefni. Hafa ítalir hótað Austurríkismönnum öhu illu ef þeh létu þeim ekki í té þessa vernd. Norbert Burger hefur sagt af þessu tilefni: — Ég get ekki ímyndað mér að nokkur Austurríkismaður komi til með að skjóta á Aust- urríkismann! Við erum undh það búnir að deilan harðni. Úr því að alþjóðasamtök — og þá fyrst og fremst Sameinuðu þjóðhnar — vilja ekki hlusta á okkur, verður það ekki gert nema máhð komist á alvarlegra stig. Þetta þýðir að von er á fleiri sprengingum og skemmdarverk- um og trúlega einnig manndráp- um. ítölum er þessi landshluti verðmætur, því að þar er fram- leiddur nærri fjórðungur allra útfluttningsvína þehra og tólf prósent rafmagnsins. Austurrík- ismönnum rennur hinsvegar blóðið til skyldimnar, þegar þjóðbræður þeirra í Suður-Týról eru annarsvegar. MáUð er sam- vizkuspurning, lögð fyrh heim- inn. dþ. 13. tbl. VIKAN 39 W í l/^NÍ ! ■ SKARTGRIPIR =Z=1 - □ st. SIGMAR & PALMI \ Hverfisgötu 16A, sími 21355 Laugaveg 70, sími 24910

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.