Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 20
STEAMBOAT SPRINGS MT LINDSEY LITTLE '• tílfV' SAUDÁ. ÁLAMOSA COLORADO SPRINGS > 10 20 30 40 50 Ein merkilegasta sagan, sem dr. Edward U. Condon hefur heyrt síðan hann í samvinnu við bandaríska flugherinn hóf rannsóknir ó frósögnum af fljúgandi diskum, er óneitan- lega sú er fjallar um hestinn Snippy, sem kvað hafa orðið fórnardýr einhverra ófyrir- leitinna gesta utan úr geimnum. Condon þessi, sem stjórnar Joint Institute for Laboratory Astrophasics í Boulder í Colorado, Bandaríkjunum, heldur því fram að næsta litlar líkur séu til að verur frá öðrum hnöttum séu sekar um víg þessa þrevetra hests, sem burtkallaðist með svo dular- fullum hætti í eyðilegri dalskoru, sem kennd er við Heilangan Hlöðvé (San Louis) og er í suðurhluta Colorado. Enn innbyggjar dals þessa, sem er skammt utan við borgina Alamosa, eru honum hreinf ekki sammála. Til þess eru þeir of ríkir af fimm ára reynslu, sem styrkt hefur þá í trúnni á tilveru fljúgandi diska. Sú trú er of mikil til að henni hniki hið minnsta sú staðreynd, að Condon og menn hans hafi ekki fundið henni neina stoð í veruleikanum, þótt svo að þeir hafi rannsakað hundruð atvika. Nokkrar manneskjur halda því fram að hafa séð fljúgandi disk hvellspringa hátt uppi í fjögur þúsund og tvö hundruð metra háu fjalli, sem heitir Kristsblóð (Sangre de Cristo. Landssvæði þetta heyrði áður undir Spánverja og Mexíkana, eins og mörg örnefni vitna um). Aðrir fullyrða að fljúgandi diskar með blikkandi Ijósum hafi elt bílana þeirra. Hafi loftskip þessi haft útbúnað til að snögghverfa ef svo bar undir. Ibúar héraðsins eru hættir að sjá nokkuð skoplegt við þá dularfullu atburði, sem gerast þarna annað veifið, hvort sem þeir trúa á fljúgandi diska eður ei. Sá atburður- inn, sem erfiðast er að finna eðlilega skýringu á, er sá sem kenndur er við Snippy. Hestsins hafði verið saknað í þrjá daga, er hann fannst þann níunda september 1967. Hann lá þá á hliðinni úti á sléttu, sem þéttvaxin var chico-runnum, í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá hrörlegu íbúðarhúsi gamallar konu, Mrs. Agnesar King, sem er í mílu fjarlægð frá aðalveginum. Eigandi hestsins var Mrs. Berle Lewis, sem gift er byggingameistaranum í Alamosa. Þarna í fjöllunum eru oft óveður með þrumum og eldingum, sem ósjaldan verða búpeningi að fjörtjóni. Þegar Harry King, bróðir Berle, sagði henni frá láti hestsins, datt henni fyrst sá möguleiki í hug. En þegar hún hafði sjálf borið hestshræið augum nokkr- um dögum síðar, skipti hún algjörlega um skoðun. Húð og hold var af höfði og hálsi hestsins. Húðin hafði verið flegin af svo kúpan blasti við. Mikilvægustu líffærin voru horfin. Heilinn og mænan sömuleiðis. — Ekki var heldur eftir vottur af blóði hestsins. Ekkert benti til að rándýr hefðu grandað gæðingnum. Ekkert benti til að eldingu hefði slegið niður, og engin hjólspor voru þarna er gefið gætu til kynna að einhverjir níðingar hefðu banað hestinum með því að aka á 20 VIKAN 13- tbl- Kortið sýnir svæðið, þar sem fljúgandi diskar hafa verið hvað tíðséðastir. Krossinn tánkar stað- inn, þar sem hræ Snippys fannst. Frú Berle Lewis hjá jarðneskum leifum gangvara síns, Snippy hét hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.