Vikan


Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 04.04.1968, Blaðsíða 30
„Næst skulum við fara í dýra- garðinn," sagði hann. „Ég hef heyrt sagt, að þar séu kentárar og gammar og alls konar skepn- ur.“ „Ó, það verður gaman! Ég hef ekki séð gamma síðan ég var fimm ára gömul. Og kentára al- drei!“ Næsta kvöld hittust þau af til- viljun, eða svo virtist þeim báð- um. Það var í anddyri gistihúss- ins. McGrath var eitthvað óstyrk- ur og eftir nokkur venjuleg kurt- eisisorð, bað hann hana að hafa sig afsakaðan og fór. Þegar hann hafði gengið fáein skref frá henni kallaði frú Beauvais á eftir hon- um. Hann stanzaði, hún gekk til hans og leiddi hann til sætis í sófa. „Það er eitthvað að,“ sagði hún. „segið mér hvað það er!“ „Ó, kæra frú,“ mótmælti Mc- Grath og gerði sér upp reiði. „Yður er óhætt að segja mér það. Hvað er það, sem amar að yður?“ „Er það augljóst mál, að eitt- hvað sé að mér?“ „Já, yður tekst ekki að leyna þvi.“ „Jæja, ég skal þá segja yður það, fyrst þér endilega viljið: Hvað er það sem veldur fólki oftast áhyggjum? Jú, auðvitað peningar, það er að segja skort- ur á þeim. Þeir voru að hóta að fleygja mér út af hótelinu, ef ég greiddi ekki reikninginn upp í topp á stundinni. Þetta er að vísu ekki há upphæð, en það vill svo illa til, að ég hef ekki nægi- legt fé handbært í svipinn.“ Frú Beauvais skildi þetta allt- of vel. Hvað í ósköpunum var hægt að gera í málinu? „Hve há er skuldin Ian?“ spurði hún. Svipur hans mildaðist andar- tak„ eins og hún hefði klappað honum á kinnina. Hún hafði nefnt hann með fomafni, og það var sannarlega góðs viti. „Eitt hundrað áttatíu og fjórir dollarar,“ tautaði hann. Henni þótti þetta svimandi upp- hæð, en lét ekki á neinu bera. Þvert á móti hló hún og sagði: „Er það allt og sumt? Mað- ui hefði getað haldið að þetta væru þúsundir dala eftir svipn- um á þér að dæma.“ Hann glotti kindarlega og svar- aði: „Tímamir eru erfiðir." Þetta var í sjálfu sér engin skýring, en samt skildi hún hvemig í pottinn var búið á þess- ari stundu. Hún hallaði sér að honum og hvíslaði: „Ég á meira en nóga peninga og get hjálpað þér. Þeir eru uppi á herbergi. Ég ætla að fara og sækja þá. Bíddu á meðan.“ „Nei, það kemur ekki til mála,“ sagði hann og kreppti hnefann. „Ég get ekki þegið hjálp frá þér í þessum efnum. Mér er það ó- mögulegt." „Láttu ekki svona,“ sagði hún og rauk af stað. Jerry virtist alltaf skjóta upp kollinum, þegar hún þurfti á hon- um að halda. Nú mætti hún hon- um í lyftunni. Hann vildi ekki segja hvert hann væri að fara; sagði, að það væri leyndarmál. Hún var forvitin að vita um ferð- ir hans, en sagði ekkert. Hún velti því fyrir sér, hversu und- arlegt það væri, hve sumt fólk fyndi hjá sér sterka þörf til að stjórna lífi annars fólks, hjálpa því og vernda það sýknt og heil- agt. Jerry gat valdið henni erfið- leikum, ef hann héldi áfram að elta hann svona á röndum. En hvað sem því leið, þá gat hann orðið henni að liði núna. „Jerry, þegar þú hefur tíma, vildi ég gjaman ...“ „Ég hef góðan tíma einmitt núna.“ Hann fór úr lyftunni ásamt henni á þriðju hæð. Hún leit eftir ganginum til þess að full- vissa sig um, að enginn væri ná- lægur. Síðan hvislaði hún alð honum: „Sennilega hefur þú rétt fyrir þér hvað þessum hr. McGrath viðkemur. En ég verð að játa, að mér finnst gaman að vera með honum. Gætir þú komizt að því fyrir mig, hvort hann er heiðarlegur eða ekki?“ „Hann er ekki heiðarlegur," fullyrti Jerry. „Yður er alveg óhætt að trúa mér, frú. Ég þekki svona náunga eins og hann.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, Jerry, að maður sem gengur í vel burstuðum skóm og vel pressuðum buxum og borgar alla sína reikninga, sé strang- heiðarlegur maður. Nú, skór hr. McGrath eru alltaf gljáandi, þannig að maður getur speglað sig í þeim, og buxurnar hans eru svo vel pressaðar, að maður er hræddur um að skera sig á þeim. En mér þætti gaman að vita hvort hann borgar reikningana sína. Gætir þú — á laun auðvitað — komizt að því, hvort hann skuld- ar nokkuð hérna á hótel inu?“ „Já, það get ég með góðu móti. Ég læt yður vita rétt strax. Það tekur ekki nemar fáeinar mín- útur fyrir mig, að komast að þessu.“ „Ég verð í herberginu mínu. Hringdu þangað.“ Jerry hringdi fáeinum mínút- um síðar. „Já, halló?“ sagði frú Beau- vais. „Það er ég.“ „Ertu búinn að þessu?“ „Já. Hann skuldar ekki svo mikið sem grænan eyri. Hann heíur verið hér í þrjá mánuði og hefur alltaf borgað reglulega. Frú Beauvais brosti og kinkaði kolli. Við Jerry sagði hún: „Hvað sagði ég? Ég vissi alltaf að hann er strangheiðarlegur maður. En þakka þér samt fyrir hjálpina. Það er þungu fargi af mér létt. En, meðal annarra orða. á hvaða herbergi býr herra Mc- Grath?“ „701.“ Frú Beauvais lagði tólið á. Jæja, svo að hann skuldaði ekk- ert en kvaðst þurfa peninga til að borga hótelreikninginn! Þorp- arinn sá arna! Hún lagaði á sér hárið í snatri og fór út úr her- berginu. Eins og hún hafði búizt við var McGrath ekki í anddyrinu, þeg- ar hún kom niður, en Jerry var þar hins vegar. Hann gekk til hennar um leið og hann sá hana og sagði: „Það eru skilaboð til yðar. Frá HONUM. Hr. McGrath. Ég sá hann tala við þá í afgreiðslunni.“ „Og hver eru skilaboðin?“ „Af óviðráðanlegum orsökum varð hr. McGrath að skreppa frá. tn hann kemur aftur eftir hálf- tíma, í mesta lagi klukkutima. Hann vill, að þér bíðið eftir hon- um hér.“ Þegar Jerry var farinn, gerði frú Beauvais nákvæma hernað- aráætlun. Enn hafði allt gerzt nákvæmlega eins og hún bjóst við, eins og alltaf áður í lífi henn- ar, með smávægilegum undan- tekningum þó. McGrath kvaðst hafa þurft að skreppa frá. Það var trúlegt eða hitt þó heldur! Og hún átti að bíða hérna eftir honum í klukkutíma. Hann vildi, að hún væri sem lengst frá þeim stað. sem hún hafði nýlega trú- að honum fyrir, að hún geymdi meira en nóg af peningum. O, refurinn! Sennilega hefur hann verið einhvers staðar í felum og fylgzt með ferðum hennar. Hann hefur séð, þegar hún kom í and- dyrið og fékk skilaboðin, og skot- izt þá upp í herbergið hennar. En hún hafði tíma til að leika svolítið á hann. Fimm mínútum síðar stóð hún fyrir framan dvrn- ar á herbergi númer 701. Hún bankaði. Enginn svaraði, eins og hún hafði búizt við. Til öryggis bankaði hún aftur og enn hærra í þetta sinn. Ekkert svar. Hún fálmaði í handtösku sinni og var á kafi að leita í henni, þegar þjónustustúlka kom út úr tómu herbergi. ,.Ó,“ kallaði hún upp yfir sig. ,.Nú hefur það komið fyrir aftur! Ég hef gleymt að taka lykiinn í afgreiðslunni. Jæja, það er víst ekkert við því að gera, býst ég við, nema arka aftur alla leið niður og sækja hann. Ef höfuðið gleymir einhverju, bitnar það á fótunum!“ Að svo mæltu bjó hún sig und- ir að leggja a'f stað í áttina að lyftunni, en þá vék þjónustu- Hárgreiðslustofa Dísu AUGLÝSIR Fermingargreiðslur teknar á sunnudögum yfir fermingartímann. * Munið að við höfum opið á fimmtudögum til kl. 10. * Brúðargreiðslur eftir pöntunum. * Kaffiveitingar. * Sér kunnátta í meðferð á háralitun og hártoppum. * PANTIÐ T TÍMA. Hárgreiðslustofan GRENSÁSVEGI 3 - SÍMI 8 33 66 v____________________________________/ 30 VIKAN 13- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.