Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 14
'Nú varð allt hljótt. Löng,
hræðileg þögn. Hún hélt niðri
í sér andanum en heyrði ekki
eitt einasta hljóð.
— Hrópaðu aftur!
Nú varð hljóðið miklu nær og
hjarta hennar kipptist við af
gleði. Hún gleymdi að þetta var
rödd Ricks Frasers, mannsins
sem hataði hana og hún var
hrædd við. Þetta var manns-
rödd, önnur mannvera.
Og loks kom hann til henn-
ar og hún hallaði höfðinu að
bringu hans og brast í grát og
hann þrýsti henni fast upp að
sér og muldraði blíðum hugg-
unarorðum ofan í kollinn á
henni.
— Svona nú elskan mín. Ekki
gráta — nú er það búið, elskan
— nú er því lokið. Og þegar
fæturnir sviku hana og hún gat
ekki lengur staðið í þá lyfti hann
henni upp í fangið og þá fyrst
skildi hún það óskiljanlega að
það var Rick — Rick sem hafði
komið til hennar.
En þetta stóð alls ekki heima.
Þetta rímaði ekki — hann gat
alls ekki meint það. Og ör-
yggisleysið helltist yfir hana
aftur ........
Hún neyddi sig til að gleypa
nokkra sopa úr fleygnum sem
hann hélt að vörum hennar. Það
brenndi hana í hálsinn og rann
eins og eldur ofan í hana, en
eftir nokkrar mínútur hættu
tennur hennar að glamra og hún
gat aftur staðað á fótunum.
— Líður þér betur nú? Hann
hélt ennþá utan um hana. Get-
urðu gengið? Það er veiðikofi
ekki langt héðan. Það bezta
væri að við gætum komizt þang-
að.
Hann kveikti á vasaljósi en
slökkti á því eftir örstutta stund.
— Þetta stoðar ekkert. Haltu
í hendina á mér og þá skal ég
vita hvort ég get fundið hann.
Hann var með sveran lurk og
reyndi fyrir sér með honum áður
en þau færðu hvorn fótinn fram
fyrir hinn, gegnum myrkrið og
þokuna.
En hann talaði ekki við hana
og þegar hún þoldi ekki þögn-
ina lengur sagði hún:
— Mér þykir leiðinlegt að
hafa verið til svona mikilla
óþæginda. Að þú skulir hafa
orðið að hætta lífinu mín vegna.
— Ég hef ekki hætt lífinu —
ég er vanur mýrinni.
Kofinn var ekki mikið annað
en skýli, en hann hafði veggi og
þak og hurð úr grófum, höggn-
um fjölum, sem Rick lokaði í
flýti á eftir þeim. Hann kveikti
á vasaljósinu og hengdi það á
nagla og það eitt að sjá handa
sinna skil eftir allan þennan
tíma í algerri einangrun og
ósýnilegu umhverfi, var ólýs-
anlegur léttir. Við einn vegg-
inn var bálkur og hún lét fall-
ast niður á hann. Hún nötraði
ennþá af kulda og æsingi og
14 VIKAN 22-tbl-
' "'Sv
EFTIR CHRISTINE RANDEL
hann fór úr skinnjakkanum og
vafði honum um hana og
hneppti honum alveg upp að
höku, síðan tók hann af henni
skóna og neri ískalda fætur
hennar.
— Nei, vertu ekki að þessu,
ég er svo óhrein, mótmælti hún
feimnislega, en hann hló bara
lítið eitt og hélt áfram. —
Hvernig komstu að því að ég
var úti í mýrinni?
— Læknirinn hringdi og
spurði hvort þú hefðir komizt
heim.
— En amma?
— Hún heldur að þú sért í
nótt hjá Catherine. Hann sett-
ist við hlið hennar á bálkinn og
tók utan um hana. — En þú
varst næstum búinn að hræða
tóruna úr mér, sagði hann. —
Hvernig gaztu hagað þér svona
kjánalega? Að leggja svona út
á mýrina, þegar komið er kvöld.
Ég var að missa vonina, þegar
ég heyrði þig loksins svara.
— En þú hefur stöðugt viljað
losna við mig, sagði hún óviss.
— Þú heldur að ég sé stórlygari
og aðeins á hnotskóg eftir ger-
semum Lady Macfarlane.
— Ég veit ekki lengur hvað
ég á að halda, sagði hann. —
Það eina sem hefur þýðingu
fyrir mig er að þú situr hér við
hlið mér lifandi. Ég hef víst
bitið ærlega á. Ég er undrandi
yfir sjálfum mér því að á þessu
átti ég sízt von að ég yrði ást-
fanginn af stúlku sem ég treysti
ekki. En svona er það.
Hún sat grafkyrr. Það var
eins og öll hennar hugarstarf-
semi næmi staðar, en svo fór
hún á stað aftur með ótrúlegum
hraða.
Hann tók undir höku henn-
ar og horfði lengi í augu henn-
ar, síðan hallaði hann sér fram
og kyssti hana. Fyrst í stað var
hún enn svolítið feimin og hélt
aftur af tilfinningum sínum....
Hún vissi það eitt að allt sem
hún hafði orðið að þola, öll þau
tár sem hún hafði fellt hans
vegna, öll tortryggni hennar —
allt þetta hvarf eins og dögg fyr-
ir sólu í botnlausri hamingju.
Þegar hann sleppti henni sagði
hún með ofurlítið skjálfrödd-
uðum hlátri:
— Ég skil þetta varla. Þú sem
hefur verið svo andstyggilegur
við mig.
— Það er ekkert á móti því
sem ég kem til með að vera, ef
þú skrökvar nokkurn tímann að
mér framar.
Hann sagði þetta í léttum tón,
en hún fann að honum var al-
vara og hamingjutilfinningin
hvarf eins og þegar vindi er
hleypt úr blöðru.
— Nú vil ég fá að vita sann-
leikann, elskan mín. Engin und-
anbrögð og ósannindL
Andartak sannleikans, nú
vissi hún hvað það þýddi. Það
var örlagastundin, þegar maður
annaðhvort deyr hið innra með
sér eða.., Ef hún sæi andlit
hans harðna og verða kalt á ný
— hún myndi ekki þola það,
hjarta hennar myndi springa af
örvæntingu.
— Af hverju titrarðu svona?
spurði hann þýðum rómi. —
Þú ert varla hrædd lengur. Þess
þarftu ekki.
— En þú ferð kannske að hata
mig þá.
Hann dró hana nær sér og
lágur hlátur hans varð blíðlegur
og róandi, en hann vissi ekki
að ....
Hún dró andann djúpt.
— Rick, ég er Lísa Macfarlane,
jú, það er satt. Ég er ekki að
skrökva að þér. En mér var
aldrei rænt. Ég hef verið hjá
móður minni og stjúpföður all-
an tímann.
— Mömmu þinni! en hún er
dáin! Ég las sjálfur dánartil-
kynninguna, sagði hann vantrú-
aður.
— Nei, ég veit ekki af hverju
pabbi auglýsti lát hennar, ég
vissi ekki einu sinni að hann
hefði gert það fyrr en ég kom
hingað. Hann lét meira að segja
ömmu halda að hún væri dáin,
en hún gifti sig aftur eftir skiln-
aðinn og þegar pabbi féllst ekki
á að láta mig frá sér — ja, þá
tók hún málið í sínar eigin
hendur. Hún gat ekki hugsað sér
að láta mig eftir og ég óskaði
einskis fremur en að komast til
hennar. Pabbi — stjúpfaðir
minn — er Nýsjálendingur —
fjárframleiðandi í stórum stíl.
Hann er dásamlegur maður og
ég hef verið mjög hamingjusöm
hjá þeim. Nú hlýturðu að skilja
að ég varð að segja ósatt til að
vernda þau?
— Jú, ég skil það, sagði hann
hægt. — En ég skil þau ekki.
Þetta var mjög illa gert. Það fór
alveg með ömmu þína og hún
hefur aldrei náð sér síðan.
Nei, ég veit það, sagði hún
lágt, en þú verður að minnast
þess að hún var öðruvísi þá. Ég
var alltaf hrædd við hana þá —
hún var svo ströng og alvarleg
— alls ekki jafn mild og hún
er nú, og hún var aldrei góð við
mömmu. Hvernig gátu þau vitað
að hún myndi taka þessu svona
illa? Og hvað pabba snerti
skeytti hann aldrei um mig.
Hann hugsaði aðeins um það eitt
að hefna sín á mömmu.
— Og hvernig var það —
ránið á ég við?
— Það var ekki erfitt. Ég var
vön að leika mér í garðinum og
var iðulega niðri við hliðið.
Mér fannst gaman að horfa á
bílana sem fóru framhjá. Svo
gerðist það dag nokkurn að bíll
nam staðar og ókunnugur mað-
ur kallaði á mig. Hann sagði að