Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 49
SÍBAN SÍBAST NAPALM Napalm er það orð, sem flestum verður ríkast í hug þegar hryll- ingur Víetnamstríðsins berst í tal. Á hverjum mánuði hendir bandaríski flugherinn eitthvað fimmtán hundruð til tvö þúsund tonnum af þess konar sprengjum yfir Suður-Víetnam. Gerð vopns þessa er einkar einföld: blanda af bensíni og efni sem nefnist Petroleumgelé, er hefur þann eiginleika að brenna hægt. Sprengjur af þessu tagi voru fyrst framleiddar með- an síðari heimsstyrjöldin stóð yf- ir. Síðan hefur naumast verið farið svo í stríð að ekki hafi ver- ið gripið til Napalms; meira að segja kváðu Portúgalar ósínkir á að ausa því yfir skæruliða þá, er berjast gegn þeim í Angólu. Bandarískir flugmenn hafa sagt í viðtali við New York Times: — Þetta er ógnarvopn. Hryllilegt. Napalmsprengjum er daglega SÍÐAN í GÆRKVÖLDI Gott kvöld, Nú sitjið þið og lát- ið fara vel um ykkur fyrir fram- an sjónvarpstækið og kvöldkaff- ið er komið á borðið. Hvað hefur svo gerzt í heiminum síðan í gærkvöldi? Jú, heimurinn hefur stækkað og það ekki lítið. Á þessu eina dægri hafa fæðzt þrjú hundruð tuttugu og fjögur þúsund börn, eða rúmlega þriðjungi fleiri en. allir fslendingar eru. Á sama tíma hafa tíu þúsund manns dá- ið úr hungri eða vannæringu. Jafnframt hafa hundrað tutt- ugu og þrjú þúsund manns dáið af öðrum orsökum. Þá eru eftir hundrað og nítján þúsund'7 varpað á þorp á valdi andstæð- ingsins, staði þar skæruliðar eru grunaði um að hafa bólfestu og jafnvel borgir. Þær hafa þann kost að engar sprengibylgjur stíga frá þeim uppá við, flugvél- unum sem varpa þeim til óþæg- inda, svo að hægt er að kasta þeim úr allt niður í fimmtán metra æhð án þess að flugvélinni sé nokkur verulegur háski bú- inn. Napalm gefst ágætlega til að vinna á rammgerðum virkjum og birgjum, sem illa gengur að splundra með venjuegum sprengjum. Það kviknar í því við sprenginguna og síðan renn- ur það sem hvert annað fljót- andi hlaup inn um hverja holu og brennir upp allt sem brunnið getur, þar á meðal fólk. Hitinn af því er rúmlega fimm hundr- uð gráður, en þó er fullyrt að Víetkongmenn hafi stundum komizt lifandi úr slíku báli. •&- manns, sem bætast við íbúatölu heimsins. Veröldin þarf því ekki tvo heila sólarhringa til að bæta við sig sem nemur íbúatölu ís- lands. Ef fjölgunin heldur áfram með þessum hraða, hefur verið reikn- að út að um næstu áramót nemi fólksfjöldi jarðarinnar hálfum fjórða milljarði. Og eftir þrjá- tíu og tvö ár, eða árið 2000, hef- ur sú tala tvöfaldazt. Fjölgunin er hægust í þeim löndum sem lengst eru á veg komin tæknilega og efnahags- lega. En hún er þeim mun meiri í vanþróuðu löndunum. ROTTURNAR FÁ GETNAÐARVARNARPILLUR í New York, sem er sú borg 1 Bandaríkjunum, þar sem rott- urnar vaða einna mest uppi, er nú verið að reyna nýja aðferð í baráttunni við rotturnár. Yfir- völdin hafa nú eitrað fyrir rott- unum með getnaðarvarnapillum, til að fyrirbyggja hina geysilegu frjósemi rottanna. í Bandaríkjunum eru um það bil 100 milljónir af rottum, og tjónið sem þær orsaka á mat- vælum og öðrum vörum er laus- lega áætlað um 50 rrúlljarðar króna á ári. Ástandið er verst í New York, þar sem rotturnar eru taldar 8 milljónir, sem sagt ein rotta á hvern íbúa. í fátækra- hverfunum, eins og í negra- hverfinu Harlem, eru rotturnar hrein plága. Mæður verða oft að: vaka yfir börnum sínum á nótt- unni, til að fyrirbyggja að þau verði bitin af rottum, þegar þau sofa. Á hverju ári eru milli 500—600 manns bitið af rottum, •og eru það mest þeldökka fólkið. Þrátt fyrir víðtækar herferðir :gegn þessum ófögnuði, hefir ekki ennþá tekizt að vinna á rottun- um. Hingað til hefir verið bar- izt gegn þeim með rottueitri, en nú á að reyna sérstaka tegund af getnaðarvarnalyfjum. Þessu lyfi er komið fyrir á þá staði, þar sem rotturnar helzt eru í matar- leit. Þær rottur sem éta þetta lyf eiga að vera ófrjóar í nokkra mánuði. Þau afkvæmi, sem þær ■eignast, áður en pillurnar hafa :náð áhrifum á þeim, eiga að vera ófrjó ævilangt. -fc 26-5.1968 í hægri umferð er enn auðveldara að kom- ast í verzlunina hjá okkur. Þið sem akið niður Hverfisgötu getið nú beygt inn á Rauðarárstíg og frá Laugavegi og niður á Skúlagötu. Athugið aksturskortin og sjáið hve vel verzlunin liggur við allri umferð hvaðan sem er úr bæn- um. Strætisvagnar á leiðunum 3 - 4 - 5 - 7 - 14 - 15 - 16 - 17 - 21 - 23 og 26, stanza rétt hjá verzluninni. Tollalækkunin í vetur lækkaði stórlega allar vörur. Dönsku kjólarnir vinsælu. Dönsku Terylene regnkápurnar. Dönsku sumarkápurnar og dragtirnar eru ódýrari en nokkru sinni fyrr. Kaupið ekki kvenfatnað erlendis, það borg- ar sig að verzla við okkur. TÍZKUVERZLUNIN Guðrún RauOarárstío 1 SIMI 15077 _y 22. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.