Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 22
1966
LAURENT TERZIEFF
FYRSTI EIGINMAÐURINN,
ROGER VADIM,
GERÐI NAFN HENNAR ÞEKKT.
1967
EIGINMAÐURINN GUNTHER SACHS
Hvert mannsbarn í heiminum
þekkir Brigittu Bardot, litlu
elskulegu stúlkuna, sem „upp-
götvaðist" fyrir fimmtán árum
á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Það
bar að með þeim hætti, að Ijós-
myndari frá París Match var að
ræða við einn kvikmyndaleikstiór-
ann og sagði: „Hverja getum við
uppgötvað í ár"? Og leikstjórinn
svaraði eftir stutta umhugsun:
„Hvernig væri að gefa henni Bardot
litlu tækifæri? Hana langar svo til
þess."
Þá var hún 18 ára. Nú er hún
33 ára. Einhver komst svo að orði
um hana nýlega, að hún væri ekki
lengur litli, sæti ketlingurinn, sem
mann langaði að setja undir vang-
ann. Nú væri hún orðin risaketta,
sem mann langaði að reyna krafta
við.
Loks sló þeim saman, hinum „yfir-
sexaða" (að dómi sálfræðinga)
James Bond — eða persónugervingi
hans, Sean Connery, og Brigitte
Bardot, ókrýndri kyndrottningu
heimsins. Þau léku saman í kvik-
myndinni „Shalka" og sjónarvott-
um ber saman um, að heitari ástar-
senur hafi aldrei sézt leiknar. — BB
er iðulega nakin í þessari mynd sem
og mörgum öðrum. Aðspurð, hvers
vegna hún sé svo oft strípuð í
kvikmyndum, svarar hún: Þegar
manni er jafn mikið gefið og mér,
á maður ekki að fela það fyrir
heiminum.
1963
1963
SAMMY FREY
1964
BOB ZAGURY
1959
EIGINMAÐURINN JACQUES
CARRIER
22 VIKAN 22-tbl-