Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 43
^itgelique
5jorœning;iim
Framhald af bls. 21.
— Tógið er slitið, sagði hann.
— Eða einhver hefur höggvið á hað!
Einn af Húgenottunum frá Saint Maurice, sem hafði hjálpað til að
snúa vindunni gekk til þeirra.
— Það slaknaði á tóginu um leið og við runnum innfyrir rifið, menn-
irnir á skipsbátnum hljóta að hafa höggvið á það, þeir urðu að gera
það, annars hefðum við átt á hættu að kastast á klettana. Þetta var fyr-
irmyndarsjómennska og nú er ok'kur borgið.
Þeir undu upp það sem eftir var af tóginu, sem eins og þeir höfðu
getið sér til hafði verið höggvið með öxi.
— Þá er ekki mikið eftir, þetta var dýrðleg sjómennska, ég segi
ekki annað, sagði sjómaðurinn fullur af aðdáun.
Angelique heyrði einhvern muldra: — Já, dável gekk hjá þeim sem
eru að lenda á óþekktri strönd. Allt i einu stökk Manigault á fætur:
— En hver var við stýrið, þegar við fórum yfir rifið? Ericson var
hér, hér við hliðina á okkur.
Þau flýttu sér öll upp á stjórnpall og Angelique með. Hún vildi helzt
vera alís staðar í einu svo hún gæti afstýrt einhverju af þeim
hættum, sem hún fann að vofðu yfir þeim. Höfuðskepnurnar ógnuðu
þeim ekki lengur, en samt var henni ekki rótt. Mennirnir voru ekki
iengur sameinaðir til að sigrast á úthafinu. Loka og úrslitaþáttur
var hafinn í orrustunni milli mótmælendanna og Joffrey de Peyracs.
Þegar .þau korau að stýrinu sáu þau að það hafði verið bundið
fast og þar rákust þau á lík eins Spánverjans, mesta ónytjungsins af
þeim öllum. Líf hans hafði nú verið á enda bundið með hnitmiðaðri
rýtingsstungu, í bakið.
— Hafði Ericson skilið þennan eftir við stýrið?
— Hann gat ekki hafa gert það. Nema hann hafi þegar ákveðið að
einhver annar ætti að koma í staðinn fyrir hann. Þau litu hvert á
annað en skorti orð, gátu engar skýringar gefið né hughreyst hvert
annað. i 1 ibHÓÍíB
Manigault sneri sér að Angelique sem stóð við hliðina á honum.
— Dame Angelique sagð; hann að lokum. — Hann var við stýrið,
þegar við fórum yfir rifið?
— Hvernig á ég að vita það? Var ég hjá honum niðri i lestinni?
Auðvitað ekki. Eg hef verið með ykkur og ekki, það verð ég að und-
irstrika, vegna þess að ég sé ánægð með gerðir ykkar, heldur vegna
þess að ég hef enn ekki sleppt voninni um að við getum öll bjargast.
Þeir litu niður og sögðu ekkert, þvi þeim fannst nú ólíklegt að
þetta gæti haft hamingjusaman endi. Þeir minntust orða Perrots: —
Það verða engin grið gefin.
— Eg vona að mennirnir sem ég setti á vörð við lúgurnar geri skyldu
sina.
— Ég vona það lika, en það er engin leið að geta sér til um hvers-
konar gildrur við getum fallið í, i niðaþoku eins og nú er.
Manigault andvarpaði þungt.
— Ég er hræddur um að i samanburði við þá séum við litlir
stríðsmenn og sjómenn . Jæja, við höfum nú reitt upp sængur
okkar og við verðum að leggjast á þær eins og þær eru. Bræður
mínir, við verðum að vera vel á verði og undír það búnir að berjast
þar til yfir lýkur, ef við verðum. Og hver veit nema örlögin verði
okkur hliðstæð. Við erum vel vopnum búnir, þegar þokunni léttir
sjáum við hvar við erum; það getur ekki verið langt frá ströndinni.
Hún cr hérna megin, það heyrir maður af bergmálinu. Við hljót-
um að hafa varpað akkerinu á góðu lagi. Jafnvel þótt skipsbáturinn
/komi ekki aftur getum við alltaf komizt í land á jullunni, við er-
um fjölmennir og vopnaðir. Jafnvel kanónurnar eru í okkar höndum.
Við getum kannað ströndina, komið aftur með drykkjarvatn, sem
við hljótum að finna, flutt Rescator og menn hans I land undir vopnuðu
eftirliti og siðan getum við búið okkur undir að sigla til Vestur-India.
Þeim létti ekki mikið við orð hans.
— Ég heyrði í keðju, sagði Mercelot.
— Það er bergmál.
— Frá hverju þá?
— Kannske frá öðru skipi eða hvað? stakk Le Gall upp á.
— Þetta minnir nú meira á hljóðið í keðjunni í La Rochelle, sem
lá milli skipalægisins og hafnarinnar, þvert fyrir St.Nicholasturninn.
— Það hlýtur að vera ímyndun.
— Ég heyri það líka, sagði annar.
Þau hlustuðu öll.
— Þessi árans þoka.
— Ef þetta væri nú venjuleg þoka eins og við höfum heima. Ég
hef aldrei, aldrei verið með hausinn í svona dúnpoka fyrr.
— Það hlýtur að stafa af því að tveir straumar, heitur og kaldur, mæt-
ast á þessum stað.
ELDVORN
Þessar frabæru
eldvarnarhurðir
eru smíðáðar. eftir
sænskri fyrirmynd
og eru eins vand-
aðar að efni og .
tæknilegri gerð og
þekking framast
leýfir. Eldvarnar-
húrðirnar eru sjálf-
sagðar fyrir ,mið-
stöðvarkléfá,: ■.
skjalaskápa, her-
bérgi ■ sem .geymd
erú í verðmæti og
skjöl, riiiíli ganga *
í stórhýsum,
sjúkrahúsum og
samkomuhúsum,
þar sem björgun
mkririslifa getúr
oltið á slíkri vörn
gegn útbreiðslu
elds. '
Eldvarnarhurðir
GLÓFAXA eru
viðurkenndar af
Eldvarnareftirliti
ríkisins. •
Ármúla 24,
Sími 34236.
VELJUM ISLENZKT
ISLENZKAN IÐNAÐ
22. tbi. VIKAN 43