Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 5
LÖGFRffiDlNGURINN BG HIPPASTELPAN. PETER SELLERS SÉST NÚ ÖLLUM STUNDUM MEÐ UNGRI OG FALLEGRI STÚLKU, LEE TAYLOR YOUNG. HÚN LEIKUR MEÐ HONUM í NÝJUSTU KVIKMYND HANS. Síðustu mánuði hefur Peter Sellers sézt öllum stundum með ungri og fallegri stúlku, Lee Taylor Young. Hins vegar hefur hann ekki sézt í fylgd með hinni sænsku konu sinni, Britt Eklund í langan tíma. Hann hefur meira að segja heimsótt Lee Taylor Young á kvöldin undir því yfirskini, að hann væri að kenna henni leiklist. Hún leikur á móti honum í kvikmyndinni „Ég elska þig, Alice B. Toklas“. Gárungarnir í Hollywood hafa skírt myndina upp á nýtt og kalla hana „Ég elska þig, Éee Taylor Young“. Orðrómurinn um ástarsamband þeirra hefur gengið fjöllunum hærra. Britt Eklund hefur hins vegar reynt að kveða orðróminn niður eftir beztu getu. Hún seg- ir, að enginn skilnaður sé í uppsiglingu. Þvert á móti séu þau hjónin nú hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Þessu til staðfestingar hélt hún gríðarmikið samkvæmi nýlega. Hún bauð þangað hverjum sem koma vildi og sjá hversu hamingjusöm hún og Peter Sellers væru. Hún sagði um Lee Taylor Young: Hún er gift og er nýbúin að eignast barn. Maðurinn hennar er leikarinn Ryan O'Neal, og þau lifa í hamingjusömu hjónabandi. Sögusagnirnar hafa ekki við nein rök að styðjast. Lee Taylor Young er ekki ósvipuð Britt Eklund í útliti. Hún er ljóshærð og gædd miklum kynþokka. Fyrir þremur árum vakti hún athygli fyrir leik sinn í sjónvarpsleikriti, sem byggt var á hinni frægu skáldsögu „Payton Place“. í kvikmyndinni „Ég elska þig, Alice B. Toklas" leikur Peter Sellers lögfræðing, sem ákveð- ur að gerast hippi. Hann tekur að klæðast skrautlegum fötum með blómamynstri og lætur sér vaxa hár niður á herðar. Hann kynnist ungri og fallegri hippastelpu með tattóverað fiðr- ildi á lærinu og verður afskaplega ástfangin af henni. ★ FALDI ÁSTMEY SÍNA HEIMA HJÁ KONUNNI í 28 DAGA ÁHEYRENDUR, DÖMARAR OG LÖGFRÆÐINGAR Á SIKILEY SKEMMTA SÉR KONUNGLEGA YFIR ÞESSU SPAUGILEGA MÁLI, SEM LÍKT ER VIÐ „DEKAMERON“ EFTIR BOCCACCIO paugilegt mál kom fyrir rétt i Sikiley ekki alls fyrir löngu. Nýgiftur maður, Sergio Sacco að nafni, faldi ást- mey sína, Maríu Grazia Amari, í 28 daga í lokrekkju í gesta- herberginu heima hjá sér. Kon- an hans, Elvira, hélt að Mafíu- foringinn Ciccio Mazzara væri í lokrekkjunni, þar til hún sá hvíta sokka í gestaherberginu. Réttarhöldin hafa verið fjöl- menn og líkari gamanleik en raunveruleika. Bæði áheyrend- ur, dómarar og lögfræðingar Ástmærin Maria Grazia Amari tók með sér son sinn og Sergios og hélt á honum við réttarhöld- in. Barnið fæddist í kvennafang- elsi fyrir sex mánuðum. Sitj- andi er eiginkonan Elvira og til hægri er sjálfur höfuðpaurinn, Sergio Sacco. hafa skemmt sér yfir þessu máli. Því hefur verið líkt við „Deka- merón“ eftir Boccaccio. — Ég var 16 ára, þegar ég kynntist Sergio Sacco í verk- smiðju föður hans, segir ástmær- in Maria Grazia AmarL Hans vegna varð ég ósátt við föður minn. Ég var lokuð inni á heim- ili mínu og mér var misþyrmt. Samt tókst mér að hitta Sergio á laun á hinum ólíklegustu stöð- um. Einu sinni gistum við á móteli. Þá datt umslag upp úr jakkavasanum hans. í því var hjúskaparvottorð. Sergio spann upp ótrúlega lygasögu. Hann sagðist hafa verið neyddur til að kvænast Elviru af því að hann hefði átt barn með henni. Hins vegar sagðist hann elska mig og enga aðra. Þegar Elvira og Sergio giftu sig 15. desember 1966 fylltist ég vonleysi og örvæntingu og reyndi að svipta mig lífi. Ég tók inn eitur. í viku lá ég á sjúkra- húsi og Sergio heimsótti mig á hverjum degi. — Þú átt ekki að deyja, sagði hann við mig. — Ekki þú. Nokkru seinna smyglaði hann mér inn á heimili sitt. Hann Faldi mig í lokrekkju í gesta- herberginu í 28 daga. Einn dag- inn fékk hann mér skammbyssu og kenndi mér að handleika hana. Hann útskýrði fyrir mér, að enda þótt ég skyti konuna hans, þá yrði ég ekki dæmd, því að ég væri ekki enn komin á lögaldur. Mér mistókst í fyrslu tilraim, en að kvöldi 1. desem- ber, þegar Sergio, Elvira og son- ur þeirra Roberto komu af skemmtigöngu, skaut ég hana í bakið. Sergio kyssti mig og reyndi að hughreysta mig. Síð- an fór hann með Elviru á sjúkra- hús. — Ég hef aldrei elskað neina aðra en konuna mína, sagði Ser- gio fyrir réttinum. Mér fannst Maria Grazia að visu aðlaðandi °g eggjandi, en það var aðeins um líkmlega ást að ræða okkar á milli. Ég bar engar aðrar til- finningar í brjósti til hennar. — Það er satt, að ég faldi hana heima hjá mér og sagði konunni minni, að ég væri að fela Ciccio til þess að hann lenti ekki í klónum á lögreglunni. En ég kvæntist Elviru af því að ég elskaði hana. Ég gerði það meira að segja í óþökk föður míns. Ég er góður eiginmaður og faðir, en Maria Grazia lét mig aldrei í friði. Hún er afbrýðisöm og vill hefna sín. — Sergio gæti aldrei gert neitt Framhald á bls. 40. 22. tbi. YIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.