Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 36
IDEAL STANDARD heimilistæki í miklu úrvali. Höfum einnig fyrirliggjandi allt efni til: HITA-, VATNS- og SKOLLAGNA. Ísleífop Jónsson bf. BYGGINGAVÖRUVERZLUN — BOLHOLTI 4 SÍMAR: 3 69 20 — 3 69 21 Wintber bríbíól fást í þrem stærSum. Einnig reiShjól í öllum stærSum. En skaðinn var skeður. Helene Kirby heyrði þessar fréttir, og neitaði hreinlega að hafa nokk- uð saman við þann mann að sælda, sem grunur lék á að væri með bólusótt, hvort sem hann væri prins eða ekki. Þar með urðu áform Hohen- zollaranna að engu, að minnsta kosti um stundarsakir, en það veitti Friedich Wilhelm og Waltraud þann frest sem þau þurftu. 18. ágúst, árið 1967, ákváðu þau að binda endi á þetta vandræðaástand, og þrem vikum síðar voru þau gift. Þegar Louis Ferdinand heyrði fréttirnar, voru ungu hjónin á leið til Kanada í brúðkaupsferð. Nokkru síðar sló skugga á ham- ingju þeirra, þegar þau fréttu um lát Kiru prinsessu. Friedrich Wilhelm tók næstu vél til Frakk- lands. Mánudaginn 11. september, stóð prinsinn við hlið föður síns við gröf móður sinnar. Tveir kvistir af ættartré Hohenzoll- ern — og afturganga. Aftur- ganga prússnesku keisaraættar- innar ...... Hún er í öruggum höndum Framhald af bls. 25. í húsi föður hennar. Hún neitaði að borða. Að lokum samþykkti faðir hennar, í örvæntingu sinni, að samþykkja ráðahaginn, ef leyfi til þess fengist frá páfan- um Jóhannesi XXIII. Anna og Simeon biðu í ofvæni eftir svarinu, en þegar það kom, bruztu vonir þeirra, því að hin páfalega tilkynning hljóðaði þannig: „Vatíkanið tilkynnir yður, að hans heilagleiki Jóhannes XXIII. páfi, trúir ekki á það að samband franskrar prinsessu og manns af annarri trú, sé ákjós- anlegt.“ Þar með var öll von úti. Önnu og Simeon var hreinlega bann- að að hittast framar. Þegar mestu ósköpin voru um garð gengin, varð Anna furðu róleg. Það var eitthvað háskalegt við þetta háttarlag hennar; það var eins og örlögin hefðu skipað henni sess, sem síðasta fórnardýri gamalla æv- intýra og hefðar, og að hún hefði ákveðið að bera harm sinn í hljóði, og lifa hamingjulausu lífi. Enda var ekki úr háum söðli að detta, líf hennar fram að þessu, hafði ekki verið svo við- burðaríkt eða skemmtilegt. Hún var fædd 4. desember, ár- ið 1938, í útlegð. Foreldrar hennar bjuggu í Manor of Anjou, rétt fyrir utan Briissel. Óveð- ursský stríðsins voru lögzt yfir Evrópu, svo greifinn af París flýði með fjölskyldu sína til Brazilíu. Fyrstu orðin sem Anna lærði voru á portúgölsku. Nokkru eftir að stríðinu lauk tók fjölskyldan sig upp aftur, og í þetta sinn fluttu þau til Marokkó. Þar bætti Anna ara- bisku við tungumálaforða sinn. Svo fóru þau til Spánar og síð- an til Portúgal, þar sem prinsess- ann lærði ensku og þýzku. Hún var fimmtán ára þegar hún leit Frakkland augum í fyrsta sinn. Eftir margra ára útlegð fluttist greifinn heim til Frakklands, með fjölskyldu sinni, og kom þeim fyrir á setr- inu Manor de Coeur-Volant, i Louveciennes. Þessi ár í fram- andi löndum höfðu veitt Önnu víðari sjóndeildarhring, og komið inn hjá henni ævintýra- þrá. Þótt hún væri fljótfær og ærslafull, gat Anna verið ró- leg og virðuleg, ef á þurfti að halda. Hún var frjálsleg, en hafði jafnframt erfðavenjurnar í heiðri, jafnvel eftir að þær höfðu lokað dyrum hamingju hennar. Anna virtist alveg ákveðin i því að gleyma hinu glataða ástarævintýri sínu. Árið 1961 var hún í stöðugum ferðalög- um; hún þaut, eins og hvirfil- vindur, úr einni veizlunni til annarrar, og sótti hátíðahöld um alla Evrópu, en á einhvern hátt var hún eins og í fjarlægð frá glaðværð og kátínu. Sumir sögðu að hún væri köld og broddborgaraleg. En það var eins og Anna væri á flótta frá einhverju, — frá minningunum um ljóshærðan mann, sem hét Simeon, og þessar minningar voru sárar ........ Svo var það í maí 1962, að heimur Önnu fór á hvolf. Það skeði í Aþenu, við brúðkaup Sophiu grikkjaprinsessu og Juan Carlos prins, sem álitið var að Franco ætlaði sér að setja í há- sæti Spánar. Anna, sem var brúðarmey, hitti fjöldan allan af stúlkum og piltum af göfugu ætterni, af- komendum fyrrverandi og nú- verandi þjóðhöfðingja, en í aug- um hennar var það einn mað- ur, sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra. Nafn hans var Carlos de Bourbon-Deux-Siciles, og hann heyrði til spænsku kon- ungsættinni. Carlos og Anna dönsuðu saman til klukkan fjög- ur um morguninn, þótt flestir gestanna væru fyrir löngu komnir í rúmið. Þegar dagur rann voru þau farin að kalla hvort annað „Anita“ og „Carl- itos“. Meðan á hátíðahöldunum stóð, voru þau Anna og Carlos stöð- ugt saman. Svo fóru þau bæði til Spánar, og voru í nokkrar vikur á heimili Carlosar, í kastala, rétt hjá Toledo. Eftir því sem tíminn leið urðu þau æ vissari um að þau væru innilega ástfangin hvort af öðru. 36 VIKAN 22-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.