Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 20
j5)ortcnmgmn FRAMHALDSSAGAN 25. HLUTI ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★**★★, ÞAÐ VAR NÆSTUM ALLT FARIÐ ÚT AF VINDUNNI, EN ÞÁ HÆTTI ÞAÐ ALLT I EINU AÐ RENNA EN HLYKKJAÐIST EINS OG SNAKUR ( ÞESSARI ÞYKKU ÞOKU. SKIPSBÁTURINN HLAUT AÐ HAFA TEKID LAND EINHVERSSTAÐAR. ÞAÐ VAR ALLT ( EINU KIPPT f TÚGIÐ. Hár Angelique var þungt af raka, en hún gat ekki fremur en félagar hennar fengið sig til að leita skjóls. Þau biðu öll eftir þvi að Ericson tæki sér stöðu við stýrið. Á Gouldsboro var stýrishjólið i beinu sambandi við stýrið sjálft, þannig að sá sem við stýrið var, gat þegar þannig bar undir, stýrt skipinu beint eftir þvi sem hann sjálfur sá. Þessi litli, harðeygði maður, lét aldrei sem hann vissi af byssunum, sem miðað var á hann. Hann lét sér nægja að halda stýrinu kyrru; það leit út sem hann dreymdí dagdrauma eða væri jafnvel sofandi með augun opin. Nokkur skref frá honum stóð Perrot og japlaði á pípu sinni. Kallari Jasons kapteins var honum við hlið. Eftir nokkrar klukkustundir voru taugar farþeganna og nýju áhafn- arinnar orðnar æði spenntar aftur. Mennirnir í útsýnistunnunni staðfestu að skipið stefndi enn beint norður, jafnvel af meiri hraða en áður, því þegar Ericson tók sér stöðu við stýrið hafði hann skipað þeim að hagræða seglunum þannig að þau næðu sem mestum vindi, til að koma þeim í þá stefnu. Þau tók öll að gruna að hinn svívirðilegi Rescator hefði aðeins sent þeim þennan stjórnanda í þeim tilgangi að þau mættu dómi sínum enn fyrr en ella. — Heldurðu í raun og veru að hann hafi getað hugsað þannig? hvíslaði Abigail að Angelique. — Heldurðu að hann gæti hagað sér þannig? Angelique hristi höfuðið ákaft, en raunar voru teknar að renna á hana tvær grimur líka. Ennþá ætluðust mótmælendurnir til að hún bæri ábyrgð á innstu hugsunum mannsins, sem hún unni, og hún varð að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hún vissi ekki hverjar þær voru. Hún þráði af öllu hjarta að treysta manninum sem hann hafði verið, mann- inum sem hún hafði elskað og þó, hve mikið hafði hún vitað um þennan mann á árum áður. Lífið hafði ekki veitt henni nægan tíma til að kynnast til fulls huga eiginmanns sins, allri hans auðgi og breytileik, né hafði það á hinn bóginn gefið henni tíma til að losna við draum- sýnimar og læra á öllum þeim árum sem þau hefðu átt að eyða saman, að hversu náið samband sem kann að vera milli manns og konu er árangurslaust fyrir þau að reyna að kynnast hvort öðru til fulls, að hver tilraun til að reyna það er eins og þröngva sér gegnum dimmt djúp hafsins, að fullkomin sameining er ekki annað en hilling, nokkuð sem ekki er til í þessum heimi.... — Hver ert þú maður sem geymir hamingju mína í augum þér? Og er ég jafn óskiljanleg gáta í augum þínum? Ef satt væri að Joffrey væri líka að velta henni fyrir sér, að hann líka kallaði til hennar, innst inni í sinni seigu, hörðu skel, ef svo var hafði ekkert glatast. Þau kölluðu hvort á annað og réttu fram armana i gegnum þykka þokuna, sem aðskildi þau, þokuna sem ekki enn myndi létta. Nema þá að þau fjarlægðust hvort annað með ótrúlegum hraða eins og straumurinn sem bar þau, án þess að þau gerðu sér það beinlínis ljóst, langt, langt i burtu og vissu ekki hvert. — Nei, hann elskar mig ekki. Ég á engar rætur í hjarta hans. Gagnvart mér finnur hann ekkert annað en yfirborðsþrána, sem ég eitt sinn vakti með honum. Hann varðar of litlu um mig til að taka mark á bænum mínum eða hlusta á mig. Það er hræðilegt að vera 20 VIKAN 2Z-tbL svona vanmáttug og tómhent. Hann er einn... Og Þó var ég einu sinni konan hans. Hitt fólkið starði á hana, þegar varir hennar bærðust og hún muldr- aði við sjálfa sig og hristi ljósan makkann, án þess að vita af þvi. Hún las bæn í augum þeirra allra. — Og af hverju biðjið þið ekki tii guðs! sagði hún óþolinmóð. — Þið ættuð að liggja á bæn núna og ekki vona að vanmáttug konu- skepna eins og ég geti gert kraftaverk fyrir ykkur! Nóttin féld á og í kjölfar hennar kom ekkert annað en þungir skellir báranna og þyturinn í vindinum, en á mínútu fresti glumdi þoku- klukkan við. Martial eða Tómas, skipsdrengirnir hringdu henni og þeir skulfu af örmögnun. Að lokum varð hljómur klukkunnar eins og kvartandi. — Þessir menn eru svo barnalegir, þrátt fyrir hermannsyfirbragðið. Það var einhver tilgangur í að hringja þokuklukkunni úti fyrir La Rochelle eða úti fyrir ströndum Britaníu og Hollands. Á þeim slóðum þjónaði hún þeim tUgangi að vara önnur skip við eða gefa merki í land, þar sem hægt var að kveikja á vitum þeim til leiðbeiningar, en hér á þessu einmanalega einskismannslandi hringir klukkan aðeins til að halda við kjarkinum og gefa þá hugmynd að við séum raunverulega ekki ein í heiminum...... Hljómurinn var eins og náhringing. En Honorine hélt eins fast um Angelique og hún gat og starði á hana með galopnum, dökkum augum og Angelique minntist næturinnar, þegar hún bar hana, örlitið barn, gegnum frosinn skóginn, fullan aí ráfandi úlfum og hermönnum. Hún reis á fætur. — Ég ætla að fara niður aftur .... já, ég ætla að fara niður aftur .... við verðum að fá að vita hvað er á seyði.... ég ætla að tala við hann. Á sömu stundu glumdi rödd Nicholasar Perrot í gegnum myrkrið og þegar þau litu upp sáu þau seglin hanga máttlaus í köðlunum. Það brakaði i skipinu og það valt óreglulega. Skipanirnar glumdu við hver eftir aðra og sjómennimir komu hlaupandi úr öllum áttum. Jafnvel Spánverjarnir þutu um með óvenjulegri hlýðni. Menn Rescators sem fram að þessu höfðu setið við skipsbátinn stóðu nú allt i einu upp. Þeir fygdust af ákefð með meðan seglunum var hagrætt. Þeir hlutu að hafa verið sendir upp til að hjálpa við einhvert sérstaklega vandasamt starf, en þegar þeir sáu að allt gekk vel gripu þeir ekki fram í. Andartaki síðar settust þeir aftur og kinkuðu kolli, íbyggnir hver til annars. Binn þeirra kveikti á lukt og tók að raula, en annar dró tóbaksögn up úr pússi sínu og stakk upp í sig. — Eg býst við að strákarnir okkar geti orðið sæmilegir sjómenn, sagði Madame Manigault sem hafði fylgzt vandlega með öllu. Ég sé ekki betur en að þessir náungar þarna séu ánægðir með Þá. Engu að síð.ur hefði ég viljað að fangarnir þínir hefðu aftur farið upp í kaðl- ana Monsieur Carrére, þvi ég hefði haft gaman af að sjá þig reyna að ná þeim niður aftur, því þótt þú talir fagurlega um að stjórna skipi, hefurðu enn ekki snert segl með þínum litlafingri. Lögfræðingurinn sem hafði blundað milli framhlaðningsins síns og pístólunnar kipptist við og allir ráku upp hlátur. Vonin hafði fæðzt á ný og með henni kom skvaldrið. Eitthvað hafði gerzt. Einu sinni enn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.