Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 21
heyrðu hau vindinn íylla íylln seglin uppi yíir þeim og gátu fundið skipið bærast. Og þegar dögunin kom fundu konurnar aðeins enn einu sinni til vonbrigða. Það var jafnvel kaldara en daginn áður og þessi straumur sogaði þær með sér. Vatnsskammturinn bar keim af rotnandi viði, því nú voru þau að drekka dreggjarnar úr tunnunum. Enginn vogaði sér að mæla orð af vörum, þegar Le Gall kom inn í hibýli þeirra með ánægjusvip á andlitinu, heldur horfðu allar á hann eins og hann hefði nú gengið af vitinu. —- Það eru góðar fréttir, sagði hann, — og ég er korninn til að hressa upp á ykkur, konur góðar. Mér heppnaðist að mæla stöðu skipsins, þótt það væri mjög erfitt, því það sést varla til sólar. En ég get samt sannfært ykkur um að við höfum breytt um stefnu og héðan í frá stefnum við til suðurs. — Suðurs? En það er kaldara en í gær! — Það er vegna þess að síðustu tvo daga höfum við verið í hlýjum straumi, golfstraumnum, sem hlifir okkur við öllum kulda, hinsvegar er ég reiðubúinn til að leggja fé að veði fyrir því að það er hinn kaldi Hudsonflóastraumur sem við erum í nú. — Hvilíkur staður, muldraði gamli presturinn, sem gat nú ekki lengur á sér setið. — Fólk getur ekki einu sinni sagt um hvenær er heitt og hvernær kalt. Ég er íarin að hugsa um það i fullri aivöru hvort það færi ekki betur um okkur í tukthúsum kommgsins, en á þessum skaðvænlega stað, þar sem menn og náttúran standa á öðrum endanum. — Pabbi, sagði Abigail ásakandi. Séra Beaucaire hristi hvítan kollinn. Þetta var ekki endirinn, öðru nær. Það sem mestu máli skipti var ekki það hvort siglt væri úr hlýjum straumi inn í kaldan, hugsaði hann, heldur öllu fremur hvort þeim tækist að koma i veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Hann hafði ekki nokkurt vald á söfnuði sínum og hann vissi ekki lengur hvað hann átti að segja við hann, og hvað hina snerti, sem alls enga trú höfðu, hvaða áhrif gat rödd gamals prests haft á þá eða bænir um réttlæti og miskunnsemi? — Ég var aldrei sammála þessum óforbetranlega, gamla ævintýra- manni, séra Rochefort, sem alltaf var að hvetja okkur til að sigla yfir hafið. Það er mikið gott sem hlýzt af Því. Þarna sjáið þið hver árangurinn verður.... Rödd hans drukknaði i regni af spurningum seim Le Gall reyndi að svara eftir beztu getu. — Förum við í land núna? — Hvar, ef ég má spyrja? — Hvað segja E'ricson og Kanadamaðurinn? — Ekkert! Það er ekki hægt að toga orð upp úr þessum fýlulega bangsa, né þessum bölvuðum dvergi. Þeir eru jafn þöglir og ostrur í skel. En að mér heilum og lifandi, þessi Ericson er úrvals sjórnandi. Hann hlýtur að hafa notið þess í gær að koma þangað sem þessir tveir straumar mættust, til þess að komast út úr einum og inn i hinn. Það var sannarlega afrek í þesari hnausþykku þoku. Nú veit ég hvað hann er, sagði Mercelot, drjúgur með sig. Hann er Hollendingur. Ég hélt að hann væri Skoti vegna sverðsins, þessa tvieggjaða Hálandssverðs, en það eru engir nema Hollendingar sem hafa tilfinningu fyrir hafstraumum. Þeir sjá það á vatninu og Þeir þekkja lyktina. Þegar hann sagði þetta sá Angelique hann fyrir sér þar sem hann sat við skrifborð sitt heima í La Rochelle og skrifaði annál mótmæl- enda með sinni fögru rithönd; gæsafjaðrapenninn rann yfir valið bók- fellið. Nú voru hvítir bendlarnir á fötum hans orðnir að tætlum, svarti lafafrakkinn rifinn á saumum og yfir axlirnar og þrátt fyrir kuldann var hann berfættur. Meðan á uppreisninni stóð hlaut hann að hafa klifrað upp í kaðlana, jafnvel alla leið upp í útsýnistunnuna. — Ég er þyrstur, sagði hann. — Er ekkert að drekka. — Má bjóða þér lítið glas af Charente-koníaki, elskan mln? sagði konan hans með gleðisnauðum hlátri. Þessi minning um fyrri þægindi þeirra og heimalandið, kom hugs- unum þeirra á hreyfingu. Þau sáu öll fyrir sér rauðbrúnt koníak og þroskuð vinber undir veggjum Cognac. Saltur eimurinn af hafinu sveið þeim I hálsi og hörund Þeirra var stamt eins og roð á reyktri sild. — Við tökurn land mjög fijótlega, sagði Le Gall. — Og þar finnum við lindir með fersku vatni. Þau andvörpuðu öll. Angelique stóð til hliðar. Þau létu öll sem þau sæu hana ekki núna. Meðan allt gekk vel talaði enginn við hana, en um leið og eitthvað gekk úrskeiðis var hún ævinlega beðin um að gripa fram í. Hún var íarin að venjast þessari hegðun og hún yppti öxlum. 34. KAFLI Um nónbil, að því er Angelique helzt gat ímyndað sér eftir birtunni, heyrði hún ákafar umræður uppi á þilfarinu og brá sér þangað til að vita hvað væri á seyði. Manigault og Nicholas Perrot stóðu við skipsbátinn i áköfiun deilum. — Við verðum að sjósetja bátinn og kanna ströndina, sagði Perrot. — Hverjir erum við? — Þú getur sagt þér það eins og ég! En ég get sagt Þér að við erum nærri landi. Það værd brjálæði að fara lengra án þess að rann- saka hvernig hægt er að koma skipinu í lægi. Það hlýtur að vera hérna einhver flói eða vík, þar sem skipið getur lagzt, en okkur langar ekki að brjóta Það á leiðinni inn. Hlustið bara! Hann tók ofan loðfrolluna og setti holan lófann við eyrað, hallaði höfðinu til hliðar eins og hann væri að reyna að greina fjarlægt hljóð sem enginn annar gæti heyrt. — Hlustaðu.... — Hvað er þetta? — Rif! Þessi öskrandi hávaði er frá rifi sem við verðum að fara yfir. Viðmælendur hans heyrði ekkert annað en gjálfrið í öldunum. — Við heyrum ekkert. — Jæja, ég heyri, svaraði Perrot. — Það er rriér nóg. Hann hnusaði út í þokuna sem var svo Þykk að hún var eins og veggur. — Það er land ekki langt undan. Ég finn það. Nú gátu hinir fundið það líka. 1 þessum hvíta mekki brá fyrir margri þeirri lykt, sem sannaði svo ekki væri um villzt að land var í nánd. Það hlaut að vera strönd þarna, sandur, klettar, ef til vill líka gras og tré..... — Þið megið ekki eyða löngum tima í að ákveða ykkur, sagði Perrot snakillur. — Því á þessum slóðum er sjávarfallamunurinn hundrað og tuttugu fet á þremur klukkustundum. — Hundrað og tuttugu fet! Þú þarft ekki að segja okkur svona þvælu. Það er óhugsandi! — Ég get ekki sagt ykkur að trúa mér, en takið eftir því sem ég ætla að segja: — Við höfum einfaldlega ekki efni á að missa af þessu tækifæri til að komast í gegn, þegar færið gefst. Á hinn bóginn ráðlegg ég ykkur að stökkva fyrir borð ef kjölurinn rekst í botn og brotnar. Það er sagt að þetta sé grýttasta strönd í heimi, en hvað vitið þið um það. Þið hafið ekki þekkt neitt annað en litlu, gömlu La Rochelle, þar sem sjáv- arfallamunurinn er ekki nema tólf fet! Hann pirði augun aftur og glórði á þá. Þau heyrðu að akkerum var varpað frammi í stafni. — Ég hef aldrei gefið skipanir um þetta, öskraði Manigault. — Það var ekki um annað að ræða, svaraði Le Gall. — Við vitum vel að við erum nærri landi, en það er annað mál hve mikið dýpi er hér og það er erfitt að mæla það í allri þessari þoku. Maður kom til þeirra og sagði þeim að akkerið væri komið i botn á fjörutíu feta dýpi. — Það var þá eins gott að við vörpuðum akkerum hér. — Það er rétt sagði Le Gall. — Við verðum að gera eins og Þeir segja. Og hann benti með hökunni i áttina aö Nicholasi Perrot og mönn- um Rescators, sem voru önnum kafnir að ganga frá skipsbátnum. Þeir notuðu sér sérstaklega háa öldu til að sjósetja bátinn og klöngr- uðust síðan ofan í hann sjálfir. Manigault og Berne horfðu hikandi hvor á annan, enn einu sinni óttuðust þeir brellu af einhverju tagi. —• Bíðið, sagði Manigault. — Ég verð að tala við Rescator. Augu Perrots voru hörð sem tinna og hann lagði hendina þungt á herðar Manigaults. — Þú er að hlaupa á þig, kæri vinur. Þú gleymir því, að þau litlu skotfæri sem Við höfum niðri i lestinni er geymd sérstaklega handa ykkur á sama hátt og þið hafið markað ykkar olckur. Þið vilduð stríð og þið fenguð það. En minnist Þess að við gefum engin grið .......... ef þið tapið einhverntíma yfirhöndinni. Hann steig upp á borðstokkinn og renndi sér ofan eftir köðlunum, niður í skipsbátinn, sem skoppaði upp og ofan á hvítbryddum öldunum. Síðan lögðust mennirnir á árar og þeir lögðu af stað; hurfu næstum þegar í stað. En kaðallinn, sem bundinn var i bátinn, rann út eins og þráður Aríönu og hélt sambandi þeirra við skipið. Ericson var eftir um borð. Hann lét sig sem fyrr engu varða þessa mótmælendur sem voru í kringum hann, þessa fyrirlitlegu farþega, þessa ferskvatnssjómenn, sem höfðu tekið höndum saman við spánsk- an óþjóðalýðinn og svipt hann yfirráðum á þilfari. Hann blés harka- lega í blísturna sina og sparkaði í kringum sig í allar áttir um leið og hann setti tíu menn við vinduna. Kaðallinn rann hratt út og síðan tógið sem hann var hnýttur í, tógið af vindunni sem var svert eins og karlmannshandleggur. Það var næstum allt farið út af vindunni, en þá hætti það allt í einu að renna en hlykkjaðist eins og snákur í þessari þykku þoku. Skipsbáturinn hlaut að hafa tekið land einhversstaðar. Það var allt i einu kippt í tógið. — Þeir eru að festa Það við klett, svo við getum spilað okkur inn fyrir rifið, muldraði Le Gall. — Það er ógerningur. Það er að fjara út. — Hvernig vitum við það? Þessir menn hljóta að vita hvað þeir eru að gera og hvenær er háflæði hér? Þau biðu æst við þá tilhugsun að hremmingar þeirra væru nærri á enda. Ericson rak upp hátt öskur og mennirnir við vinduna beittu öllum kröftum við að snúa henni. Nokkrum andartökum áður hafði hann skipað fyrir um að akkerið skyldi upp dregið og Gouldsboro tók að fikrast áfram eins og ósýnileg hönd togaði það áfram. Mennirnir við vinduna másuðu og svitinn bogaði af þeim þrátt fyrir ákafann kuldann og tógið var svo þanið að það leit út fyrir að það myndi bresta. Le Gali benti þegjandi á eitthvað til hliðar við skipið. Manigault leit þangað sem hann benti. Þau voru svo nærri að þau greindu, þrátt fyrir þokuna svarta og gnæfandi kletta, sem risu rétt upp yfir sjáv- arborðið, allt í kringum þá, og hafið hvítfyssaði á þeim. En skipið hélt áfram án nokkurrar hindrunar, fikraði sig eins og kraftaverk í gegnum djúpt, þröngt sund. Mótmælendurnir áttu stöð- ugt von á að heyra skell og síðan malandi brothljóð og hrópið „strand“, sem var svo alvanalegt fyrir þeim mönnum sem vanir voru að sigla um sundin umhverfis La Rochelle. En ekkert gerðist og Goulds- boro hélt áfram að færast í gegnum þokuna sem var sifellt þykkari og þykkari. Það var varla að þau sæu handa sinna skil uppi á þilfari. Þegar þau stóðu í þessari umlykjandi hvítu slæðu fannst henni eins og þeim væri lyft upp. Og nokkur þeirra fundu eins og örlítinn skjálfta í skip- inu um leið og það hallaðist snögglega lítið eitt fram á við. Rétt í svip hallaðist skipið yfir á stjórnborð, síðan rétti það sig aftur og tók að vagga ljúflega á lágum leikandi öldum. — Við erum komin yfir rifið, sagði Lé Gall. Og öll sem eitt, vinir og óvinir, drógu andann léttar. Hást hróp Ericsons hljómaði einhversstaðar utan úr móðunni og það heyrðist glamra í keðjum. Gouldsboro lá við akkeri einu sinni enn og hélt áíram að vagga mjúklega eins og það væri að hvíla sig. Allir um borð biðu nokkra hrið og sperrtu eyrun til að heyra áraglamið, þegar skipsbáturinn kæmi aftur. Eh ekkert gerðist og Le Gall stóð við gjallarhornið og kallaði 1 það, síðan lét hann hringja þokubjöllunni. Allt í einu fiaug Manigault nokkuð i hug og hann þaut í áttina að vindunni. Hann kippti í tógið sem dróst fyrirstöðulaust inn af hand- afli hans einu saman. Framhald á bls. 43. 22.tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.