Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 26
/
Lúxor, hin forna höfuðborg
Egyptalands, sem Grikkir kölluðu
Þebu; borgin með hundrað hlið. —
Loksins er komið það veðurlag, sem
búizt var við: glampandi sól á heið-
bláum himni.
Fyrir utan hótelið standa hest-
vagnar í röðum. Eklarnir dotta yfir
taumunum í morgunblíðunni. Skyldu
þeir hafa sofið þarna í nótt? Þeir
spretta á fætur um leið og sést til
mannaferða. Þeir mega muna sinn
fífil fegri. Venjulega er allt krökkt
af ferðafólki á þessum árstíma. Sex
daga stríðið hefur hins vegar gert
það að verkum, að nú er slegizt um
fáeina boðsgesti, sem eiga heima
einhvers staðar norður í hafi. Slík
heimkynni eru naumast raunveru-
leg á þessum stað.
Fyrir utan verzlanir standa kaup-
menn og reyna að draga athygli að
varningi sínum. Einn talar meira að
segja íslenzku:
— Mikki betra hér, segir hann og
bendir brosandi á búðina sína. —
Hann kveðst þekkja Norðurlanda-
búa vel, einkum Svía, en einnig fs-
lendinga og hafa lært nokkrar nauð-
synlegar setningar í tungumálum
þeirra.
Við höfum þegar séð margt, sem
festst hefur rækilega í minni, enda
þótt jafnan séu stundir hraðfleygar
á ferð um framandi lönd: Kairó og
pýramídana, Assúan-stífluna og
Karnak-hofið hér í Lúxor. Þó er okk-
ur sagt, að enn sé eftir það, sem
taki öllu þessu fram: Dalur kori-
unganna.
Þangað er ferðinni heitið á þess-
um bjarta og sólríka degi.
Við siglum yfir Nílarfljót á lít-
illi skemmtisnekkju; sitjum á opnu
dekki og hlustum á dökkleita Ar-
aba leika þjóðlög. Tónlistin er til-
breytingarlítil, en taktföst og seið-
andi. Fyrr en varir sprettur ungur
drengur fram. á gólfið, bindur klút
um mittið, teygir báðar hendur til
himins og tekur að stíga kynlegan
dans. Hann tyllir öðrum fæti á tá,
en dregur hinn á eftir; þannig fram
og aftur um gólfið. Þetta er falleg-
ur drengur, fínlega vaxinn með við-
kvæmnislegan þjáningarsvip á and-
litinu. Líklega kann hann illa hlut-
skipti sínu að þurfa að dansa sí-
sona; lífsgleði æskunnar fjötruð af
brauðstriti strax í bernsku.
Við fáum sykurreir að naga;
langar, rauðbrúnar stengur. Þær
hafna flestar að lokum hjá hljóm-
sveitarmönnunum, sem gera þeim
góð skil á augabragði: naga þær
eins og dýr.
SIIPMViailR Úll FEII IM
EGYPTALAHI 3. ILITI
TEXTÍ: GYLFf GRÖNDAL