Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 25
 ■ý./S ■V -ii »11r ' ' •*.* »*»*■•"*.« ■ ■ ,*■«*<...-«e*\- 1 .'■/ .■ - ■■■■■• • /• »;•• glegip uppreisnarmenn A8AIETTAR1NNAR rich Wilhelms miklu alvarlegri atburður en dauðsfall Kiru prins- essu, því að með því að kvænast borgaralegri stúlku, missti hann erfðaréttindi eftir föður sinn. Og þar sem Michael bróðir hans var líka kvæntur borgaralega, var loku skotið fyTÍr erfðaréttindi th krúnunnar, sem sagt, Hohensoll- ern ættin var úr sögunni. Það var enginn í beinan karllegg frá Louis Ferdinand til að taka við af honum. Atburðirnir, sem nú eru orsök þess að prússnezka keisaraættin líður undir lok, áttu upptök sín fyrir tíu árum, árið 1958, og leit í fyrstu út sem ósköp saklaust ástarævintýri. Friedrich Wil- helm, sem þá var nítján ára, var í skóla í smáborginni Plon í Schleswig-Holstein, og bekkjar- systir hans þar var lagleg, dökk- hærð stúlka, Waltraud að nafni, dóttir dr. Alois Freydag. Wal- traud var ósköp venjuleg stúlka, en Friedrich Wilhelm fannst hún vera í sérflokki. Ári síðar, á lokadansleik skólans, kvisaðist það að dóttir lögfræðingsins og prinsinn væru ástfangin hvort af öðru. í fyrstu tóku foreldrar hans þetta ekkert alvarlega. Og þar sem þau voru svo viss um að hann myndi örugglega gleyma fljótt þessu ævintýri, þá var hann sendur í annan skóla, — í Frei- burg, eins langt í burtu frá Plon eins og mögulegt var. En þessi þvingunaraðferð treysti aðeins böndin milli Wal- traud og Friedrich Wilhelms; prinsinn lagði á sig hina löngu ferð til Plon, nokkrum sinnum í mánuði. Tveim árum síðar innritaðist Friedrich Wilhelm í háskólann í Berlin. Waltraud var þar líka, hún las lyfjafræði. Á móti vilja sinna göfugu foreldra hitti Fried- rich Wilhelm stúlkuna sína dag- lega. Á næstu mánuðum varð samkomulagið milli prinsins og foreldra hans æ erfiðari. Friedrich Wilhelm innritaðist fyrst í lagadeild háskólans, en Framhald á bls. 33. Hin bp i iriunri höfi í mörg ór Hefir franska prinsessan Anna haldiS sig geta flúiS frá ástar- hörmum sínum og þvermóðsku foreldra sinna. En svo sneri hún blaðinu við, og barðist fyrir hamingju sinni . . . Henni hafði verið tilkynnt að hún mætti aldrei framar líta þann mann sem hún elskaði augum. Hún gekk hægt upp stigann, að herbergi sínu og lok- aði á eftir sér. Síðan dró hún tjöldin fyrir gluggana, svo her- bergið var dimmt og skugga- legt. Svo fleygði hún sér í rúm- ið og grét beizklega, eins og hjarta hennar væri að springa. Nafn hennar var Anna, prinsessa af Frakklandi. Hún var þriðja dóttir greifans af París. En þessa stundina hefði hún viljað gefa konunglegan titil sinn fyrir það að fá að heyra eitt orð af vörum mannsins sem hún elskaði, Simeons, fyrr- verandi konungs Búlgara. Simeon var konungur, án konungsríkis, — og peningalaus með öllu. — Mér er alveg sama um það, sagði Anna við móður sína. — Hvað varðar mig um auðævi og kórónu. Eina ósk mín er það að fá að vera með Simeon, því að ég elska hann. En fyrir greifafrúna af París voru það alvarlegri ástæður en peningaleysi Simeons, sem komu í veg fyrir hjónaband þeirra. Erfðavenjur mæltu svo fyrir að hinar konunglegu prinsessur Frakklands yrðu að giftast manni, sem tilheyrði rómversk- kaþólsku kirkjunni, en Simeon tilheyrði þeirri grísk-kaþólsku. Samband milli þessara tveggja ætta var því algerlega útilokað. Simeon og Anna hittust í fyrsta sinn á heimili greifans af París í Portúgal. Flestir kon- unglegir flóttamenn í Evrópu höfðu verið boðnir þangað í til- efni af brúðkaupi Diönu, systur Önnu, og Karls af Wurtenburg. Áður en hátíðahöldunum lauk sagði Anna foreldrum sínum, sem urðu þrumu lostin, að hún ætlaði að opinbera trúlofun sína. Greifafrúin var strax ákveðin í að binda endi á þetta samband, sem í hennar augum var hreint og beint ómögulegt, sem allra fjrrst. En hin tvítuga Anna sýndi foreldrum sínum alveg ótrúlega þrjózku. Foreldrar hennar hót- uðu og báðu, en það var árang- urslaust. Anna sagði þeim að ef á þyrfti að herða, væri hún reiðu- búin til að ganga fyrir páfann og biðja hann ásjár. Isabella systir hennar sagði við kunningja sína: — Ég hefði aldrei trúað að Anna væri svona hörð af sér! Þótt Simeon elskaði önnu af öllu hjarta, gat hann ekki feng- ið blessun foreldra sinna eða þegna, þótt margir þeirra væru honurn trúir ennþá. Meðan á þessu stóð var Anna, að eigin vilja, lokuð inni í herbergi sínu, Framhald á bls. 36. **• «• VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.