Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 24
ROBERT JACKSON. Konun María Beairici á arfila fraaitil í vændom Konunglegir útlagar eru stærilótir. Þeir halda sínum hirSsiSum og tignar- stöSum, og berjast viS aS halda venjulegu fólki í hæfilegri fjarlægS. En þaS eru til uppreisnarmenn, „konunglegir uppreisnarmenn", sem neita aS hlýSa hinum ströngu reglum, sem eldra fólkiS heimtar aS þau taki tillit til, vegna óstarinnar. 18. marz, 1967, heyrðist skotið af byssu í íbúð númer 60, við Avenida del Generalismo Fran- cos, í Madrid. Nokkrum sekúnd- um síðar kom móðursjúk stúlka hlaupandi út á götuna, og hróp- aði upp um það að húsmóðir hennar hefði skotið sig. Lögreglan brauzt inn í íbúðina, og fann þar dökkhærða stúlku liggjandi á gólfinu, með skotsár í brjósti. Þetta var hin 24 ára gamla Maria Beatrice, prinsessa af Savoy, dóttir Umbertos, fyrr- verandi konungs ftala. Þessi atburður vakti mikla at- hygli. Síðar, meðan hún hélt til á sjúkrahúsinu, sagði Maria Bea- trice að þetta hefði verið slys, skotið hafi óvænt riðið af, þegar hún var að hreinsa byssuna. En kjaftasögurnar gengu um alla borgina. Hafði ritari prinsessunn- ar, stúlkan, sem æddi út á göt- una, verið eina persónan sem var í íbúðinni, ásamt prinsessunni? Hafði prinsessan reynt að fremja sjálfsmorð? Fólkið talaði opin- skátt um ástarævintýri milli hennar og nautabanans Victori- ano Valencia, — ástarævintýri, sem hafði hlotið skjótan endi, þegar Valencia tilkynnti að hann ætlaði að kvænast 18 ára gamalli spænskri stúlku. Sár Mariu Beatrice greru fljótt og, að því er virtist, hiartasárið líka. Stuttu eftir að hún losnaði úr sjúkrahúsinu náði hún sér í nýjan vin. Alejandro Vallejio. En það stóð ekki lengi, eftirmaður hans varð Fernando Marques de Cubas, en eftirmenn hans urðu, aflur á móti, tveir ftalir; Giorgio Guglielmo og Gianni Tosetti. Svo kom Mauricio Arena fram á sjónarsviðið. Hann var sonur ítalsks blómasala, og var kunnari fyrir ástarævintýri sín í einkalíf- inu en þau á leiksviðinu. Arena hafði komið til Spánar til að leika í kvikmynd með Jack Palance og Elke Sommer. Hann Framhald á bls. 39. 24 VIKAN Z2- »»■ FflLl PRÚSSNE8KIIKEIS Ungur maður — beinn afkomandi Vilhjólms II. Þýzkalandskeisara, hefir bo'Öið erfðavenjunum byrginn, með því að kvænast stúlku af borgara- legum ættum . . . Hinn fimmtíu og níu ára gamli Louis Ferdinand, höfuð Ho- henzollern ættarinnar, lagði heyrnartól símans hægt á gaffal- inn, og strauk skjálfandi hendi um enni sér. Fréttirnar sem hann fékk í gegnum símann lömuðu hann gjörsamlega. Hann varð hreinlega veikur. Hann festi augun á dagatali, sem hékk á veggnum fyrir ofan símann. Þarna stóð dagsetningin, skýrum stöfum: 7. september, 1967. Þessi dagsetning yrði hon- um minnistæð, það sem eftir var ævinnar. Þennan dag hafði son- ur hans, Friedrich Wilhelm prins, tilvonandi höfuð ættarinnar, leyft sér að kvænast borgara- legri stúlku — Waltraut Freydag, dóttur venjulegs lögfræðings. Louis Ferdinand var staddur í Ker Argonid kastala í Bretagne þegar hann fékk þessar fréttir, sem komu rétt eftir að hann hafði fengið annað áfall. Nokkrum dögum áður hafði konan hans, Kira prinsessa, ver- ið flutt í dauðans ofboði á sjúkra- hús í St. Malo. Hún hafði fengið óbærilegan höfuðverk og flökur- leika. Tíu stundum eftir að hann fékk fréttirnar um giftingu sonar síns fékk Louis Ferdinand tilkynn- ingu um að konan hans hefði lát- ist af heilablæðingu, um morg- uninn þann 8. september. Hann féll bókstaflega saman. Það var strax talað um það, vítt og breitt, að fréttin um gift- ingu sonarins, hefði riðið henni að fullu. En Louis Ferdinand yf- irlýsti síðar, að hún hefði ekki verið búin að frétta af gift- ingunni. f augum Hohenzollern fjöl- skyldunnar var kvonfang Fried- eg&m ! í............. V" W!&$ík !'!■ ■■ ■- 7 ■ ó / '

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.