Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 41
r SÍDAN SÍÐAST v__________________________/ Litlir grænir menn úti í geimnum Síðastliðið sumar urðu stjörnu- fræðingar við Mullard-stjörnu- rannsóknastöðina í Cambridge í Bretlandi varir við reglubundin hljóðmerki utan úr geimnum. Það er fyrst núna upplýst að menn héldu að þessi hljóð kæmu frá einhverju öðru mannfélagi en jarðarbúum. Það var 24 ára gamall kven- stúdent, sem fyrst varð vör við þessi merki. Hún heitir Joselyn Bell. Það sem fræðimennirnir voru mest undrandi yfir, var hve merkin voru reglubundin. Mót- tökutækin náðu merkjunum á 1,337 sekúndum. Þessi merki voru ekkert lík þeim merkjum sem áður höfðu heyrzt utan úr geimnum. Hópur af rannsókna- fólki, undir forustu dr. Anthony Hewich fann það út að merkin kæmu frá einhverjum stað, sem væri að minnsta kosti í 200 ljós- ára fjarlægð. f fyrstu voru vísindamennim- ir fullvissir um það að þeir hefðu gert „mestu uppgötvun aldarinnar“, og að þessi merki væru send af „greindum ver- um“, sem væru að reyna að ná sambandi við jörðina. En ekkert var gert í að halda þessari skoð- un á lofti, svo þessi merki voru kölluð LGM (Little Green Men) í gamni. Með mestu leynd var svo hald- ið áfram við rannsóknir á þessu fyrirbæri, í hálft ár. En svo komu fram þrenns konar svipuð hljóð utan úr geimnum, og þá var álit- ið að þetta gæti ekki verið frá neinni annarri plánetu. Eftir sjö mánaða rannsóknir á merkjunum, var því haldið fram í vísindatímaritinu Nature, að hljóðin kæmu frá „neutrónu- stjörnum", hinum megin við sól- ina, en þetta er langt frá því fullsannað. Þegar Ameríkanar heyrðu um þetta fyrirbrigði, beindu þeir strax hinum tröllaukna sljörnu- kíki í Puerto Rico í áttina sem hljóðið kom frá, og heyrðu strax merkin, helmingi skýrari en Bretamir. Og nú vita stjörnu- fræðingarnir hreint ekki hvað þeir eiga að halda.... Verölaun fyrir að ala ekki börn Víða um heim eru konur verð- launaðar fyrir það að fæða börn. f New York fylki í Bandaríkj- mm ig||s|ÍK W -fc.- , með vír Philip il! Morfis 'YJKJE.. L I unum er nú verið að stinga upp á því gagnstæða, að verðlauna konur fyrir að eignast ekki börn. Það á að kalla það „bonus“, til kvenna í barnmörgum og fá- lækum fjölskyldum, sem eignast ekki barn það árið. Það er frú ein í Manhattan, sem kom með þessa tillögu, og á þá við konur í fátækrahverfunum. „Öreiga- fjölskylda“ er miðuð við hjón með 4 börn, sem hefur aðeins 3.300 dollara í árslaun. Það er erfiðast að ná lil þess- ara öreiga, þegar talað er um takmörkun barneigna. Félags- máladeild New York ríkis hafði nýlega opinberar yfirheyrslur þessu viðvíkjandi. Venjulegt fólk kemur þá til viðlals, ber fram vandræði sín og kemur með tillögur. Það rak alla í rogastanz, þegar frú Gustave Taubert, sem býr á 308 East 79 Street kom með tillögu sina. Hún sagði: — „Bonus“ upp á 500 dollara myndi fá margar konur til að afla sér getnaðarvarnalyfja. — Peningarnir gætu líka orðið til þess að fjölskyldan lifði við betri kjör. Frú Taubert hefur unnið við að útbreiða upplýsingar um getnaðarvarnir í New York í þrjú ár. Hún þekkir bezt ástand- ið í fátækrahverfum borgarinn- ar, og veit að það er að mestu vegna sljóleika að konurnar verða sér ekki úti um pillur, gorma, eða önnur ráð til að fyrir- byggja ótímabærar barneignir. ☆ Við lokum, eftir tvær mínútui', svo það er ekki hægt að bera fram egg, sem á að sjóða í fjórar mínútur! 22. tbi. vjkan 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.