Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 40
faldur
sigurvegari l erfidustu
bifreidakeppni veraldar
THE EAST AFRICAN SAFARI
HAFRAFELL HF.
En móttökurnar þar voru engu
betri. Prinsessan öskraði í bræði:
— Er þá enginn staður þar sem
við getum fengið vígslu, án þess
að gera eitthvert veður út af því?
Það gæti verið í einhverju smá-
þorpi í Frakklandi?
Það var reyndar í smáþorpi í
Frakklandi, sem eldri systir Bea-
trice, Maria Gabriella, ætlaði að
giftast iðjuhöldinum Robert Zel-
ingen de Balkany, þrátt fyrir
blátt bann frá hinum konunglega
föður sínum. Balkany var skil-
inn við konu sína og beið nú eftir
endanlegu leyfi frá Vatikaninu
til að kvænast á ný.
Beatrice og Arena yfirgáfu
Madrid í mesta flýti, og settust
að í einbýlishúsi leikarans í Róm.
Nokkru eftir komu þeirra til
Róm, kom frændi Beatrixe í
heimsókn. Hann sagði prinsess-
unni að móðir hans hefði áríðandi
skilaboð frá föður hennar. Henni
var sagt að faðir hennar hefði
gert ráðstafanir til að svifta hana
konunglega titlinum og lífeyrin-
um, sem var 200 sterlingspund á
viku, ef hún giftist.
Þessi hótun frá föður hennar
jók á fáleikana, sem nú þegar
voru farnir að gera vart við sig
milli þeirra skötuhjúanna, prins-
essunnar og Arena. Sannleikur-
inn var sá að sambúðin milli
þeirra var farin að verða nokkuð
stórvirðrasöm; Beatrice drakk
orðið mjög mikið, og allar til-
raunir Arenas til að bjarga henni
frá drykkjuskapnum, runnu út í
sandinn. Einu sinni, þegar þau
voru í samkvæmi, vandaði hann
um við hana fyrir framferðið,
þá sló hún hann utan undir, að
samkvæmisgeslum ásjáandi, og
öskraði:
— Verkamannssonur, þú kannt
ekki mannasiði, þú berð ekki
virðingu fyrir prinsessu! Van-
þakkláti óþokki! Ég skal drepa
þig! Ég ætla að yfirgefa þig!
Seinna um kvöldið, þegar hún
var orðin ennþá drukknari, grét
hún beiskum tárum af sjálfsmeð-
aumkun, og barmaði sér yfir
eymd sinni. Hún vældi eins og
óþekkur krakki, við hvern sem
vildi hlusta á hana. Svo settist
hún oft að píanóinu og söng,
alltaf sama lagið: „Lili Marlene“,
og gestirnir skemmtu sér að sjá
hana verða sér til skammar.
Arena varð oft að bera hana í
rúmið.
Eftir því sem ráðskona Aren-
as, Maria Rinaldi segir, átti prins-
essan ekki nema fötin sem hún
stóð í, þegar hún kom til Róm.
Arena keypti handa henni allan
þann fatnað sem hún þarfnaðist.
En þar sem hann átti litla pen-
inga og fékk ekki neina vinnu,
varð hann fljótlega öreigi.
Það getur verið að vandræði
Arenas séu aðeins að byrja. í
desember síðastl. kom frægur
ur kvensjúkdómalæknir í heim-
sókn til prinsessunnar. Ef Maria
Beatrice á von á barni, kemur
það vinum Arenas ekkert á óvart,
hann á fyrir að minnsta kosti
eitt óskilgetið barn. Prinsessan
hrakti barnsmóður hans úr húsi
Arenas, ásamt þriggja mánaða
gamalli dóttur hennar.
Einn af vinum Mariu Beatrice,
Mastracchi Manes, heldur því
fram að prinsessan sé beinlínis
fangi í einbýlishúsi Arenas.
Ef það verður sannað, þá á
leikarinn von á fimm til fimmtán
ára fangelsisdómi.
Þótt Beatrice hafi sagt þeim
sem spyrja, að þetta sé mesti
þvættingur, hún sé ekki neinn
fangi, þá hefur hún skrifað blaða-
konu frá Chile, Carmen Garde-
weg að nafni. Þar segir hún:
— Þau eru að reyna að fá mig
til að giftast. Get ég treyst því
að þú hjálpir mér, ef á þarf að
halda? Guð hjálpi mér!
Þegar Arena var sýnt þetta,
kenndi hann um allt of miklu
hugmyndaflugi prinsessunnar.
Það hefur líka verið orðrómur
um að prinsessan gangi til sál-
fræðings, þó hefir það ekki feng-
izt staðfest.
Það er aftur á móti rétt að það
hefir mikið borið á geðveilu í
fjölskyldu hennar, — og notar
faðir hennar þá staðreynd til
þess að leysa upp samband henn-
ar við Arena, á þeim forsendum
að henni sé ekki sjálfrátt.
En meðan á þessu stendur,
fylgjast ítalarnir með þessum
málum, og eru ekki allir á einu
máli.
Annars vegar eru þeir, sem
finnst að það sé gert of mikið
veður út af þessu, og að það sé
ekki hægt að banna prinsessunni,
jafnvel þótt hún sé erfingi mik-
illa fjármuna, að fylgja hjarta
sínu í vali á eiginmanni, og gift-
ast hverjum sem hún vill.
En svo eru aðrir, og það er
stór hópur, sem leggur mikla
áherzlu á að þetta sanni og sýni
að ekki hafi verið seinna vænna
að losna við Umberto konung og
fjölskyldu hans árið 1946, það
hefði verið eitt af því bezta sem
gat komið fyrir ítali.
Faldi ástmey....
Framhald af bls. 5.
í líkingu við það, sem hann er
sakaður um, segir eiginkonan
Elvira. Ég viðurkenni, að það
er ótrúlegt, að Maria Grazia
skyldi vera heima hjá okkur í
tæpan mánuð, án þess að ég yrði
vör við það. En þegar Sergio
sagðist vera að fela Mafíuforingj-
ann Cicco Mazzarra, þá trúði ég
honum. Ég fór aldrei ein inn í
gestaherbergið. Ég hef alltaf ver-
ið dauðhrædd við þá, sem eru í
Mafíunni.
Það var ekki fyrr en 29. nóv-
ember, sem mig fór að gruna,
að ekki væri allt með felldu. Ég
kíkti í gegnum skráargatið og sá
þá hvíta kvensokka.
★
40 VTKAN 22-tbl-