Vikan


Vikan - 08.08.1968, Page 3

Vikan - 08.08.1968, Page 3
r K VIKU BROS . -*ty 7>ys IÞESSARIVIKII ORKULINDIN í KLADANJ PÓSTURINN ...... BÍSNIS, KAMMRAT? IILÁTURINN ..... EFTIR EYRANU.... BLÓÐBAÐ í BÍÖFRU TÓLF BÖRN — ÖLL MEÐ KEISARASKURÐI LANDVARNIR KOSTA MILLJÓNIR ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN . VELKOMIN í HÁBORG POPSINS . VIKAN OG HEIMILIÐ ......... BIs. Bls. Bls. 10 Bls. 14 BIs. 10 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 21 BIs. 22 Bls. 24 Bls. 46 VÍSUR VIKUNNAR: Hve margur oft í lífsins fari fann að foringjanna máttar lítils gæti og þjóðin hefur þegar valið mann í þjóðhöfðingjans mikla tignarsæti. Um Álftanesið löngum ljómi var er loðna og þorskur gengu þar með ströndum og Gunnar vildi heldur hokra þar „en horfinn vera af fósturjarðar löndurn". En margan leikur múgsins veldi grátt sem mjög á háum stóli vildi tróna og lukkan einum dillar næsta dátt en dæmir öðrum sess við öskustóna. SPURNINGIN ER? Hvernig er þetta með ljóðskáldin og ættjörðina? Er ættjörðin svo leirborin, að ekki sé hægt að yrkja um hana annað en leir? A FORSÍÐAN: í þessu blaði förum við með lesendurna í ferðalag til London ásamt tveimur reykvískum stúlkum. Fljótlegasta aðferðin til að komast þangað er með Gullfaxa Flugfélags íslands, og það er hann, sem við sjáum á forsíðunni ásamt flugfreyjunni, Ingi- björgu Norðfjörð. VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- rnaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. r NÆSTIf Af öllum fjölbreyttu tölublöð- um Vikunnar er næsta blað líklega með þeim fjölbreytt- ustu. Þar kveðjum við meðal annars gömlu laugarnar í Reykjavík og heilsum þeim nýju; sá samanburður er að vísu óréttlátur því gömlu laug- arnar voru komnar mjög til ára sinna og var lítt haldið við eftir að hilla tók undir þær nýju han^an við götuna. En margir < 1 góðar minn- ingar úr gömlu laugunum og aðsóknin al nýju laugunum hefur verið mjög mikil í sum- ar; margir hafa lagt leið sína þangað til þess allt eins að lauga sig í sól og vatni, enda er aðstaða til sólbaðs þar með ágætum -—■ ef sólin á annað borð lætur sjá sig. Helgi Sæmundsson skrifar að þessu sinni um knatt- spyrnuvöllinn og hugleiðir ýmsar hliðar mannlífsins á þeim vettvangi. Hann segir meðal annars: „Eg hygg, að drykkjuskapurinn væri drjúg- um meiri í Reykjavík, ef í- þróttirnar vantaði. Nútíma- maðurinn verður einhvern veginn að sleppa öðru hvoru aftur til náttúrunnar og fá að fara sínu fram um skoðanir og athæfi án þess að vera ábyrgur að lögum.“ Þá er niðurlag sögunnar um Angelique og sjóræningjann og þá hvílum við okkur á Angelique um sinn. Skýrt er frá byltingarkenndri niður- stöðu brezks vísindamanns um að konan sem heima situr sé verð hærri launa en fyrirvinn- an, viðtal við stúlkuna, sem leikur Fleur í Forsytesögunni, sem sjónvarpið er að byrja með, og margt fleira er í blað- inu, að ógleymdum hinum vinsæla þætti Vikan og heim- ilið. 31. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.