Vikan - 08.08.1968, Page 9
SvfþfóO paradls ðrlö 2000
f Bandaríkjunum er það orðin
mikil atvinna að spá í framtíð-
ina; hver „hugmyndaverksmiðj-
an“ af annarri er sett á stofn.
Hefur gífurlegt fjármagn verið
lagt í þessa starfsemi.
Til dæmis hefur General Elec-
tric stofnað fyrirtæki að nafni
TEMPO (Technical Management
Planning Organization) í Santa
Barbara í Kaliforníu, þar sem tvö
hundruð vísindamenn, félags-
fræðingar og verkfræðingar í-
grunda nú framtíðina og hafa til
þess fjárstyrki sem nemur þrjú
hundruð og fimmtíu milljónum
króna á ári. Annað fyrirtæki
svipað eðlis og enn þekktara er
Hudson Institute, sem Rand Cor-
poration rekur. Yfirmaður þess,
Herman Kahn, er sagður vera
heimsins snjallasti framtíðar-
rannsóknari. Fyrir nokkrum ár-
um gaf hann út bók, sem hét
„Hugleiðingar um það sem er ó-
hugsandi“, og fjallaði um kjarn-
orkustríð nú á dögum. Nú hef-
ur hann ásamt einum starfsbróð-
ur sínum gefið út aðra bók sem
heitir „Árið 2000“.
Kahn heldur að í öllum ríkj-
um heims hafi menn það betra
árið 2000 en nú, en lífskjaramun-
ur þróaðra landa og vanþróaðra
hafi þá enn aukizt. 1965 var
brúttóþjóðarframleiðslan á mann
tólf sinnu hærri í fyijrnefndu
ríkjunum, en 2000 verður hún
orðin átján sinnum hærri. Ástæð-
an er fyrst og fremst hin óhemju-
lega fólksfjölgun vanþróuðu ríkj-
anna. íbúafjöldi þeirra er nú tvö
þúsund og þrjú hundruð milljón-
ir, en verður kominn upp í fjög-
ur þúsund og átta hundruð millj-
ónir árið 2000. Fjölgunin í þró-
uðu löndunum verður miklu hóf-
legri.
Japan er land framtíðarinnar
númer eitt, álítur Herman Kahn.
Þenslan er hra(ðari þah en í
nokkru öðru landi; það leynir sér
ekki nú þegar. Japan, Bandarík-
in, Kanada og Svíþjóð verða „úr-
valsríki" heimsins eftir rúm þrjá-
tíu ár. Svíþjóð fær mjög góða
spádóma. 2000 verður það eitt
af efnahagslegum stórveldum
heimsins, „sannkölluð paradís“,
segir Kahn. 'Ymsum öðrum iðn-
veldum gengur miður; þau staðna
eða lenda jafnvel í afturför.
Þannig á Vestur-Þýzkaland fyrir
höndum að verða annars flokks
iðnveldi, og í þeim flokki eru og
verða Sovétríkin.
Kahn: Árið 2000 verða Japan, Bandaríkin, Svíþjóð og Kanada
fjögur aðaliðnveldi heimsins.
S|áiO GniKkland og elsKIO
Herforingjastjórnin gríska hef-
ur verkað á túrista sem slæm
fuglahræða, efnahag landsins til
mikils skaða. En nú hafa herfor-
ingjarnir fundið upp á mótleik.
Auglýsingamenn hennar eru
farnir að nota kvensemi landa
sinna sem beitu fyrir ferðakonur.
„Grikkland er eitt þeirra landa,
þar sem ástin er í mestum há-
vegum höfð,“ stóð nýlega í Limd-
únablaði einu, er grískir aðilar
standa að. „Ungir Grikkir eru
þekktir sem góðir elskhugar og
það er opinbert leyndarmál að
sumar norðurevrópskar fegurðar-
dísir fara til Venusar eigin lands
til að kanna það mál.“
Þessu til áherzlu hefur útgáfu-
fyrirtæki eitt í Aþenu gefið út
bók með þýðingum á nauðsyn-
legustu ástarorðum af grísku á
ensku, þýzku, frönsku og vita-
skuld sænsku.
w
IUNDIRFATATIZKUNNI
undirkjólar meö áföstum
brióstanöldum komnir á
ÍSLENZKAN MARKAÐ
GÆÐAMERKIÐ/q-feW/
frá Marks & Spencer
tryggir yöur vANDAÐA
vöru a HÓFLEGU veröi
IÐUNN
^tSTRÆTl
31. tbi. VIKAN 9