Vikan


Vikan - 08.08.1968, Page 10

Vikan - 08.08.1968, Page 10
Riddarastyttan af Pétri mikla, sem trónar á klöpp á Dekcmbristatorgi, cr einskonar tákn- mynd Leníngraö. Á myndinni þar fyrir neðan er dómkirkja heiiags ísaks, sem byggð var 10 VIKAN *•tbl- hangir í lognkyrru loftinu langa hríð. Austurhiminninn yfir Kronstadt er þegar glóðrauður af sól næsta dags, sjá roðann í austri hann brýtur sér braut, fram bræður það dagar nú senn. AS nokkrum klukkutímum liðnum er lóðsinn um borð og á heitum skínandi morgni er siglt inn til Leníngrað, Pétursborgar keisaranna og fæðingarstaðar öreigabyltingarinnar. Það er siglt framhjá Kronstadt, sem er aðalbækistöð sovézka flotans við Eystrasalt og stendur eins og menn vita á eyju úti í flóanum. Þarna ber hæst köpul kirkju, eða fyrrverandi kirkju, en annars fer mest fyrir vígdrekum rauða flotans, stórum og smáum, og amboðum stór- kostlegum sem ætluð eru honum til fermingar, viðgerðar og viðhalds. Þegar við förum framhjá hafnarmynninu skríður útúr því kafbátur, djúpsigldur og lymskulegur, helblár og uggvænn eins og eitruð sæslanga. Fróðlegt gæti verið að vita hvert ferð hans er heitið; hver veit nema áhöfn hans eigi eftir að sjá Öræfajökul rísa uppfyrir hafsbrún fyrr en piltarnir á Dettifossi. Á báðar hendur grillir í lágar strendur, Kirjálu (Karelíu) í norðri og Ingríu (Ingermannland) í suðri. Þessi lönd bæði munu nú mestan part byggð á fyrri hluta nítjándu aldar, arkitekt A. A. Monferrand. Hún er talin veglcgust kirkna í Leningrað, en er nú notuð fyrir safn. Neðst til vinstri á síðunni er stytta af Lenín fyrir framan járnbrautarstöð þá, cr kennd er við Finnland. Skip hafa yfir sér mystískari sjarma en nokkur farartæki önnur; eru þess ærin vitni í þjóðsögum og þjóðvísum flestra landa sem að sjó liggja og snjallir höfundar eins og Joseph Conrad hafa tekið efnivið úr. Hversu vænt sem mönnum þykir um bílinn sinn verður hann eiganda sínum og farþega aldrei annað en auðsveipt og þægilegt áhald, þessutan bara vél, maskína. En ófáir munu þeir sjómenn sem trúa því næstum að skipið þeirra hafi sál, skynja það sem lifandi veru eða allt að því, jafnvel sem konu. f ensku sjómannamáli eru skip kvenkyns, þótt svo að málfræðilega séð eigi að brúka við þau hvorugkyn. Maður þarf ekki að vera lengi á sjó til að skynja þessa dulúð og skilja hana, og aldrei tekst það betur en að næturlagi, þegar í hálfsvefni er hlustað á vægðarlausa hrynjandi stimpilhögganna frá vélarrúminu, sem minna á hjartaslög risavaxinnar skepnu. Og háttbundnar hreyfingar skips- ins í faðmlögum þess við sjóinn; endrum og eins fer titringur um þennan volduga líkama úr málmi og tré, hingað og þangað að berast óútskýrð hljóð, sem eyra landkrabbans skilgreinir trauðla; brak í viðum kannski, eða mannaferðir, jafnvel skipsdraugur. Eftir að hafa vanizt þessum hljóðum vaknar maður skyndiiega þegar alger þögn verður; skipið hefur numið staðar. Það er verið að bíða eftir rússneska lóðsinum- Skammt afturundan ber eitt af herskipum heima- manna við vesturhimininn, hrikalegan gráan dreka sem áreiðanlega gæti breytt Dettifossi í flísar á engri stund ef svo fjandsamlega bæri undir. Þarna eru líka á ferð torpedóbátar, smáir og snarir í snúningum eins og rakkar, hann snati litli, segja sjómennirnir þegar einhver þeirra kemur nærri. Einn þeirra sem um hríð hefur legið skammt til hliðar við okkur tekur skyndilega af stað og spýr um leið feiknamiklum mekki svörtum, sem TEXTI: DAGUR Þ0RLEIFSS0N BI3NI3. K

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.