Vikan


Vikan - 08.08.1968, Page 13

Vikan - 08.08.1968, Page 13
'3. WMÍ iaM, |! Hún vildi vera heillandi, hættuleg, fögur, svo aö hann veitti henni verulega athygli. En hún var ekkert í þá áttina. Hún var bara þessi sama, venjulega, vonlausa hún. með sér, að Jiann væri módelkjóll. — Hvað get ég gert fyrir yðurP — Ja — mig langaði að fá kjól — ballkjól......... Kinnar stúlkunnar voru barnslega rjóðar. Án þess að líta á stúlkuna benti konan óákveðið með handsveiflu í áttina að kjólum, sem héngu á herðatrjám meðfram öðrum langveggnum. — Sam- kvæmiskjólarnir eru þarna. Gerið svo vel. í uppliafi, þegar hún var nýbyrjuð að reka þessa búð, hafði hún fundið til nokkurrar samúðar með þeim viðskiptavinum, sem voru feimnir, óöruggir og óákveðnir. Hún hafði sinnt þeim, haft lifandi áhuga fyrir hverjum einum og ekki einu sinni orðið gröm, þegar þeir oftast yfii-gáfu búðina án þess að hafa komizt að niður- stöðu. Nú leit hún á svona fólk sem óhjákvæmilega plágu og sá þeg- ar í stað, að stúlkan var af þeirra hópi. Meðan hún hugsaði þetta, koniu hörkudrættir um munninn og hún renndi annarri hendinni upp eftir hálsinum að aftan til að laga þar nokkur ósýnileg hár í flóknum hnakkahnútunum. Svo settist hún aftur. Hún horfði kæruleysislega á stúlkuna þukla á kjólunum, varlega eins og þeir væru úr silkipappír. Þegar hún lagði pappakassann frá sér á gólfið, datt hann á hliðina og úr honum valt bréf af reyktri síld, nokkrar niðursuðudósir og tvær rúllur af klósettpappír. Stúlk- an roðnaði enn meira og beygði sig til að tína þetta í flýti upp í kassann aftur. Konan í stólnum var í þann veginn að reka upp hlátur, en gætti 31. tbl. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.