Vikan


Vikan - 08.08.1968, Side 15

Vikan - 08.08.1968, Side 15
— Mig langar samt að fara þangað, sagði Peter. — Ef þú vilt komast inn í húsið verður þú fyrst að koma við hérna og ná í lyklana.... Hitinn á þessu ágústsíðdegi sló Peter eins og blástur úr ofni, þegar hann kom út úr loftkældu mótelinu. Hann nam staðar ofur- litla stund og leit yfir á golf- brautina, sem var krökk af fólki, svo starfsmenn keppninnar áttu fullt í fangi með að halda fólkinu með köðlum utan brautanna. Ein- hversstaðar úti á vellinum hróp- aði æstur múgur. Einhver hafði púttað vel eða átt einkar gott högg. Peter vissi að beztu leikend- urnir höfðu fast fylgdarlið. Hóp- urinn, sem skálmaði á eftir Palm- er á brautinni myndi ganga undir nafninu, Her Arnie, í þessari mörg þúsund manna þvögu gat verið maðurinn, sem hann var að leita að, en fyrst varð hann að hafa einhver ráð með að komast að því hver það var. Þessi ákafa löngun til að fara aftur til húss Mary Landers var ekki reist á neinni sérstakri, rök- rænni hugsun hjá Peter. Hugsan- ir hans varðandi þessa illa förnu stúlku voru í ákaflega mikilli óreiðu. Hann hafði komið til Delafield fullur samúðar í garð konu, sem hafði orðið að þola of- beldi, sem hann skildi allt of vel. En þessi furðulegi ástarþríhyrn- ingur, sem hún var flækt í var allt annað en aðlaðandi. Morð mannanna tveggja og síðan árás- in á hana hafði fært Peter aftur á hennnr band Nú var hann illa haldinn af þeirri óþægilegu trú að Billy Powers hefði sagt sann- leikann. Skoðun hans á Mary Landers var eins og kamelljónið, sífellt að skipta um lit. Rannsókn á húsi hennar og persónulegum eignum gæti ef til vill hjálpað honum að skapa sér einhverja ákveðna og rökrétta mynd af henni. Lögreglumaðurinn í afgreiðsl- unni á lögreglustöðinni var með lykilinn handa honum. Klukkan var hálf fjögur, þegar hann beygði af þjóðveginum, upp á af- leggjarann að bílastæði Mary Landers. Hann var ekki einn þegar þangað kom. Þar stóð skærrauð- ur blæjubíll, opinn og hann þekkti hnakkasvipinn á Söndru Delafield. Hún sat grafkyrr undir stýri. Hún sneri sér við, næstum skömmustulega, þegar hún heyrði bíl ekið aftan að hennar. Peter lagði sínum bíl við hliðina á hennar og sté út. — Varstu að segja eitthvað við mig, Peter? spurði hún krakka- lega. — Það væri þá helzt, hvað þú værir að gera hér. - Eg er að reyna að safna kjarki til að fara út úr bílnum og svipast um, sagði hún. Hún opnaði hurðina og sté út, stóð fyrir framan hann og mændi á hann með ákafri bæn um skilning í dökkum augunum. — Heimurinn hefur hrunið saman fyrir mér, Peter. Veiztu hvar Howard hefur verið í dag? — f sjúkrahúsinu. Hún kinkaði kolli. — Það leyn- ir sér ekki að hann ætlar ekki að snúa sér að mér, hvað sem gerist. Jafnvel nú gæti ég sýnt honum samúð, en hann vill ekki þiggja hana frá mér. Hún leit í aðra átt, til að hann sæi ekki að það fór skjálfti um varir henn- ar. — Hversvegna þarf ég að vera háð manni, sem sennilega óskar þess að ég lægi þarna á sjúkrahúsinu í stað hennar? — Þú hefur enn ekki sagt mér hvað þú ert að gera hér, sagði Peter. Hún leit á hann með stöðugu augnaráði. — Auðvitað trúðirðu ekki Billy Powers. — Satt bezt að segja er ég ekki viss, sagði Peter. Það birti yfir henni. — Þá ertu í sömu aðstöðu og ég, að finna eitthvað til að sanna að hann segði sannleikann. Eg kom hon- um í þessi vandræði. Mér fannst ég ekki geta gert minna. Peter litaðist um á bílastæðinu og sá hvar nýleg slóð lá inn í kjarrið öðrum megin. Hann kom við nak- in, brúnan handlegg Söndru. Hann fór á undan inn i runn- ana. Þegar þau voru komin nokkra metra sáu þau þó nokk- uð stórt svæði með brotnum runnum og grasi. Au.gu hans minnkuðu þegar hann sá nokkra brúna flekki hér og þar. — Hér var hún barin, sagði hann og leit ekki á Söndru. Hann fann að neglurnar á hönd henn- ar stungust inn í handlegg hans. — Macklyn vísaði mér á þetta. Þessir brúnu blettir eru blóð, Sandra. Blóð Mary. Einhver hef- ur dregið hana hingað og barið hana. Hann var ekki laus við skjálfta, þegar hann lyfti lausu hendinni og benti með henni. — Þú getur séð hvernig hún hefur reynt að hlaupa til að bjarga líf- inu, hefur náðst og verið dregin aftur til baka. Hér hefur hún æpt á hjálp og enginn hefur heyrt til hennar. — í guðanna bænum komum héðan Peter. Þau gengu aftur út á bílastæð- ið. Sandra var náföl undir sól- brunanum. — Það eina, sem mig varðar svo nokkru nemi, sagði Peter með ískulda í röddinni, er að stöðva það fólk í þessum heimi, sem lifir á svona ofbeldi. Slík hegðun er ekki þolandi, Sandra. Eg veit ekki hvað Mary hefur gert þeim, sem reyndi að drepa hana - og þeim sem greinilega hefur haldið að hann hafi drepið hana. Það skiptir ekki máli. Við verðum að finna þann, sem stóð hér og eyðilagði aðra mannlega veru vitandi vits. Hann ætti ekki um frjálst höfuð að strjúka stundinni lengur. Andartak hallaði stúlkan sér upp að Peter og hann fann að hún nötraði frá hvirfli tii iija. — Jæja, sleppum nú við- kvæmninni, sagði hann. Eins og þú kom ég hingað til að leita að einhverju, án þess að vita ná- kvæmlega hvað það var. Annað- hvort var eða var ekki nauðgun. í hvoru tilfelli sem var hefur Mary Landers leikið aðalhlut- verkið. Síðan kom tvöfalt morð og Mary áreiðanlega í hlutverka- skránni. Síðan annað morð, að minnsta kosti eindregin morðtil- raun og þar lék hún sannarlega sorgarlegt hlutverk. Hún er í miðjunni á öllu því, sem gerzt hefur hér. Hver er hún, Sandra? Það getur ekki verið tilviljun að þetta kemur allt fyrir hana — bang — bang — bang. Eitthvað er í lífi hennar, eitthvað nátengt persónuleika hennar, eitthvað -— eitthvað. Það er það sem ég kom til að leita að Sandra — „það eitthvað" Eg er með iykilinn að húsinu. Viltu koma með mér? — Já. Þau gengu hægt upp stíginn, hlið við hlið. Lykillinn sem Peter var með að framdvrunum; hann opnaði þær og þau gengu bæði inn í stóru vinnustofuna. Peter tróð hægt í pípu sína, virti fyrir sér málverkin, sem stóðu í stöfl- um meðfram veggjunum, iátlaus húsgögnin og vinnuborðið hjá trönunum. Hann ieit á Söndru. Þetta hlaut að hafa alveg sér- staka meiningu fyrir hana. Þetta var húsið, herbergið, þar sem Howard hafði eytt svo miklum tíma með konunni, sem hann unni. Hún hlaut að leggja þessa spurningu fyrir sjálfa sig; — Hvaff var hér, sem ég hafffi ekki aff bjóffa? Peter gekk að einum málverka- staflanum, tók upp fyrsta mál- verkið, sem hann kom að og setti það á trönurnar. Þetta var kyrra- lífsmynd af blómauppröðun; stór blómavöndur með blómum af ýmsum, mismunandi gerðum í dökkbláum leirvasa, teikningin var nákvæm í hverju smáatriði, formið og jafnvægið fullkomið. Hið óvenjulega við þetta málverk var að þrátt fyrir nákvæmnina í teikningunni var iiturinn notað- ur ríkulega; í þykkurn lögum með dráttum. sem bentu til ákefðar og ofsa, litirnir voru fínlegir, bjartir, örvandi. Hún er mjög góð, sagði Sandra. — Mjög góð. Sterk og mjög lifandi, hugs- aði Peter. Listamaður, sem málaði svona, sacði hann við sjálfan sig myndi taka á móti lífi eða dauða með jafn miklu hugrekki. Sandra hafði reikað inn i ann- an hiuta hússins. Peter gekk eirðarlaus um herbergið og snerti eitt og annað, án tilgangs. Vinnu- stofan sasði honum ekkert nema söpuna af einbeitingu Mary að málaralistinni. Það var ofurlítið skrifborð í fía'ri enda herbereis- ins. Lögregian hafði vafalitið rannsakað innihaldið í þessari einu skúffu. sem þar var. en hann áleit rétt að skoða siálfur. Það var ofurlítið safn af nvlegum htishaldsreikninpum og mvnd í gömlum leðurramma. Þetta var stækkuð auenabliks- mynd, tekin um það bil fvrir tuttugu árum. Hún var. af B 17 spren<nuflupvél af þeirri tegund, sem áttundi flueherinn í Eng- landi notaði í síðasta stríði til árása á Þýzkaland. Átta manna áhöfn sprengjuflugvélarinnar stóð í hóp framan við hana, allir í flugbúningum. Það leit út fyrir að þeir væru nýkomnir aftur eft- ir vel heppnaða ferð. Allir voru brosandi og höfðu krækt hand- leggjum saman. Maður með ein- kenni fyrsta lautinants hélt fram hægri höndinni með hinu fræga Framhald á bls. 50. 31. tbi. vtiíAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.