Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 27
Allar verzlanir í Carnaby Street eru opnar út á
götu eins og á markaSi, og inngangurinn oftast
skreyttur litskrúðugu gervigróðri og fjöðrum. En
hér eru engir prangarar að ota vöru sinni að
fóikinu, allir ganga út og inn án nokkurrar
þvingunar, móta og skoða. I einni búðinni eru
nokkur smáborð innan um fatnaðinn og skart-
gripina og þar er hægt að fó alls konar veit-
ingar. Sætin eru aðeins fyrir grennstu tegund
mannfólks, en það hentar einmitt þeim Björk
og Önnu Siggu og þær smeygðu sér í stólana
við eitt borðið og fengu sér þjóðlegan enskan
rétt, steak and kidney pie, sem bragðaðist þeim
ógætlega við glymjandi hljómlistina, sem hér
mætir fólki úr hverju skoti. Síðan var bara að
standa upp og fara að gramsa í vörunum, sem
héngu og lágu þar á víð og dreif.
Þótt Carnaby Street sé einna þekktust erlendis
af öllum götum í London um þessar mundir,
veit hver sannur Lundúnabúi, að Kings Road er
miðstöð listamanna þar, nokkurs konar vinstri
bakki Signu. Reyndar hafa þeir hér eins og þar
orðið að hörfa nokkuð frá Kings Road vegna
ásóknar ferðamanna og staðurinn einkennist nú
mikið af hippies og flækingum í ýmsum gervum.
En mannlífið er margbreytilegt, og ógleyman-
legt er að hafa verið síðdegis á laugardegi á
Kings Road. Þar er líka mergð lítilla og frum-
legra fatabúða, butiques, og það hýrnar yfir ís-
lenzku stúlkunum við þá sjón. Hér eru þær að
skoða í glugga einnar búðar þar, sem ber hið
frjálslega nafn „Just looking" — sem sagt allir
velkomnir inn að skoða, þótt pyngjan sé kannski
tóm þá stundina.
Anna Sigga er nú ekki viss um hvað mamma
hennar myndi segja, ef hún kæmi heim með
einn svona síð- og hrokkinhærðan eftir sumar-
dvölina. Hins vegar finnst henni gaman að
horfa á hann eins og fleira hér í Carnaby Street.
Hér úir og grúir af undarlegum uppátækium,
bæði í fatnaði og hegðun. (Neðst t.v.).
Ekkert má bera svip góðborgarans í Carnaby
Street. Hér er stór og glæsilegur bill alþakinn
rósamálningu — og því ekki það?
Anna Sigga hefur aldrei komið til útlanda, en í þetta skipti var
ástæða til að gera sér dagamun, því að hún var að Ijúka kennaraprófi
í vor. Hún hefur þó ekki kvatt alla skólagöngu, því að næsta vetur
ætlar hún að bæta við sig einu ári og taka stúdentspróf. Björk hefur
útþrána í blóðinu og notar árin meðan hún er ung og óbundin til þess
að sjá sig um ( heiminum. Um leið og farfuglarnir koma á vorin, fer
hún að ókyrrast í vetrarstarfinu á skrifstofunni, og brátt er hún aftur á
leið út í lönd. Þótt hún hafi ferðast víða, hefur hún aldrei komið til
London. Þær eiga því viðburðarríka ferð fyrir höndum, og fá lesendur
VIKUNNAR að fylgjast með þeim fyrsta dag ferðarinnar.
Það er lagt snemma af stað og það gefur ferðinni sérstakan blæ,
einhver eftirvænting liggur í loftinu. Ævintýrið byrjar eiginlega strax
og komið er [ Boeingþotu Flugfélags Islands, því að varla er hægt að
hugsa sér skemmtilegri og þægilegri farartæki. Það er eins og að
sitja heima hjá sér í stofunni, nema hvað þar hafa fæstir þjónustufólk
til að stjana við sig allan tímann. I flugvélinni eru allar óskir fólks
uppfylltar hvað mat og alla þjónustu snertir, rúmt er um farþegana og
vélin er björt og loftið þægilega svalt og tært allan tímann.
Þegar k<imið er til London fara þær Björk og Anna Sigga strax að
skoða borglna og byrja auðvitað á því sama og annað ungt fólk hvað-
anæva að i»r heiminum — á Carnaby Street. Frá þeirri uppsprettu má
rekja marg' í klæðaburði unglinga út um allan heim, meðal annars til
íslands. Síðan er London fortíðar og nútíðar skoðuð, hallir, minnismerki,
garðar, torg og skemmtistaðir, og býður VIKAN ykkur með þeim í
þann leiðangur — í máli og myndum hér á síðunum.
i
Tvær vinkonur, þær Anna Sigríður Einarsdóttir og Björk Þórðardóttir
eru að leggja af stað í ferðalag með Flugfélagi íslands. Ákvörðunar-
staðurinn er Kaupmannahöfn, þar sem þær ætla að vinna fyrir sér (
sumar. En þar sem það tekur ekki nema tvo og hálfan klukkutíma að
gera lykkju á leið sína til London, breytir það ekki miklu, þótt þær
stanzi ( nokkra daga og haldi svo áfram til Kaupmannahafnar. Breytir
það ekki miklu? Jú, það er víst óhætt að slá því föstu, að það breytir
töluvert miklu ( augum beggja þessara stúlkna, að fá þarna tækifæri
til að skoða eina stærstu og glæsilegustu borg í heimi, borg, sem býður
upp á næstum allt, sem nokkur getur látið sér detta í hug eða langað
til að sjá. í London og nágrenni eru margar af stærstu, fegurstu og
sögufrægustu byggingum hins vestræna heims, skemmtigarðar, torg og
umhverfi borgarinnar er yndislegt og stórbrotið, mannmergðin óskapleg
og svo fjölbreytt — og mislit — að það mætti eyða mörgum dögum
aðeins við að horfa á fólkið. Þarna er fólk af öllum kynstofnum, enda-
laus straumur hvítra, svartra, gulra og brúnna manna, óendanleg til-
breytni í klæðaburði, skikkjuklæddir svertingjar, indverskir karlmenn
með vefjarhött og konur þeirra í litríkum sharong og rauðan blett á
enni og þannig mætti lengi telja — en gleyma þó ekki einu furðulegasta
fyrirbærinu, nútíma ungu fólki, sem hvergi er meira af en ( London og
setur svip sinn á götulífið, a.m.k. í mörgum hverfum borgarinnar.
Þessi stóð þarna og spilaði á gítar í miSju Carnaby Street, og það hefur þurft mikla hug-
vitssemi til að finna aðra eins larfa og hann hefur hengt utan á sig. Hér leyfist öllum
allt og lífsgleðin finnur sér marga undarlega vegi.
Verzlunarfólkið hér, einkum karlarnir við söluvagnana, tala ensku alls ólíka því, sem skóla-
stúlkur læra á Islandi, og þeir tala hratt og m'kið, kannski til að ferðamaSurinn fái ekki
lima til aS átta sig á skiptimyntinni. Hér eru aurarnir taldir með peningum og hjá almenn-
ingi í stórum löndum, þar sem lífsbaráttan er hörð, er hver græddur eyrir betri en ekkert.