Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 30
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
E V A L E T
Stærstu framieiðendur í Noregi ó kælitækjum.
Polyurethan-einangrun ó öllum tækjum.
KÆUSKÁPAR, 175, 250 og 310 lítra.
Stílhreinir. Allar hillur útdregnar og færanlegar. Segullæsing.
Eru á hjólum.
EVALET kæliskópar hafa fengið gæðamerkið „Varefakta", hæstu
viðurkenningu fyrir góða kælinýtingu.
FRYSTISKÁPAR, 225 lítra og 275 lítra.
FRYSTIKISTUR, 300, 400 og 500 lítra.
Roll Bond frystikerfið tryggir yður fullkomna frystingu. Hrað-
frysting fyrir ný matvæli. Segullæsing. Eru á hjólum. Ótrúlega
fyrirferðalitlir. — Hagstætt verð.
Domus Medica — Egilsgötu 3
Sími 18022.
K[ó!linn
Framhald af bls. 13
sin í tíma. Þess í stað virti hún
stúlkuna fyrir sér. Hún lítur
svo sem þokkalega út, hugsaði
hún. Auðvitað of þybbin og ætti
að gera eitthvað fyrir hárið á
sér og læra að mála sig almenni-
lega Hún sneri sér til hálfs
að stóra gullrammaða speglinum
á veggnum og sá sér til ánægju,
að þessi látlausi gullblær, sem
hún hafði á hárinu þennan mán-
uðinn, fór henni prýðilega.
— Má ég máta þessa? spurði
stúlkan og hélt upp þremur
kjólum, og þegar konan vísaði
henni inn í mátunarklefann,
flúði hún þakklát þangað.
Klefinn var lítill og þröngur,
og forhengið svo nízkulega snið-
ið, að það varð óhulin rönd
meðfram því öðrum megin.
Stúlkan lagði frá sér kassann og
tók að fækka fötum, reyndi að
vera eins vel upp í lokaða
horninu og láta eins lítið fyrir
sér fara og hún gat, ef einhver
skyldi gægjast inn um rifuna.
Hún braut fötin sín vandlega
saman og lagði þau á stólkornið,
sem þarna var.
Hún renndi fyrsta kjólnum ofan
vfir höfuð sér og hneppti hann
vahdvirknisiega. Hve nornarleg,
sem konan þarna frammi var,
ætlaði hún ekki.að flýta sér um
of. Kióllinn varð að vera full-
kominn. Hann varð að láta hana
líta út fyrir að vera granna.
faera og bokkafulla. Ó, hvað
hún hafði hatað siálfa sig. síðast
þegar þau voru úti saman. Hann
hafði farið með hana eins oe
hún væri litla systir hans, og
hún vildi ekki vera svo hættu-
laus lengur. Vildi, að honum
þætti hún spennandi, helzt of-
boðlitið hættuleg. Kjóllinn varð
nð gera hana að konu. ekki bara
veníulegri stúiku. En hún sá
þevar. að þessi kjóll var ekki
sá rét.ti. Hann var alltof krakka-
Jpour. Hún hengdi hann var-
lega upp aftur.
Velgre’ddi gullkollurinn kom
í rifuna: — Hvernig gengur?
.Stúlkan snerist á hæl og bar
fvrir sig kiól, svo konan sæi ekki
/
hve gömul undirfötin hennar
voru orðir, og sniáð. -— Vel, takk,
hvíslaði hún. — Ég er ekki al-
veg búin ennþá.
Konan yppti öxlum og gekk
aftur að stólnum sínum.
Stúlkan fór í annan kjólinn.
Hann var heldur ekki góður.
Hún starði örvæntingarfull á
spegilmynd sína og það var sem
hún sæi þar hugsanir sínar. Af
hverju hafði hann ekki beðið
hana að koma með? í fyrstu
hafði allt verið öðruvísi og hann
hafði haft gaman af feimni henn-
ar. Hann hafði farið með hana
á næturklúbba, veitingahús,
heim til vina sinna, alls staðar
sýndi hann hana og hún hafði
ekki betur séð en að hann væri
stoltur yfir því. Sennilega bara
af því að hún var öðruvísi, hugs-
aði hún. í hópi þess fólks, sem
hann umgekkst, var feimin
stúlka fágæt.
Kjóllinn, sem hún var nú í,
var rósrnuður. Það fór hrollur
um hana. Hún hafði alltaf hald-
ið, að sá litur færi henni bezt,
þar til að hann hafði sagt henni,
að rósrautt gerði hana ennþá
barnslegri. Hún flýtti sér úr
kjólnum.
Fyrir framan sat konan og
fágaði neglur sínar, meðan hún
hugsaði um stúlkuna þarna inni.
Það höfðu ekki komið nema
tveir viðskiptavinir í búðina
þetta síðdegi, og hún gat ekki
hætt að hugsa um stúlkuna
þarna inni. Öryggisleysi hennar
var næstum viðkvæmnislegt.
Hún var sennilega af því tagi
stúlkna, sem lagðist með manni
bara af því að hún hélt, að allar
hinar gerðu það. Og svo, þegar
hún sæi að það skipti ekki máli
hvað aðrar gerðu, væri það of
seint.
Konan hætti að strjúka á sér
nevlurnar og leit upp. Hún
reyndi að hætta að hugsa um
stúlkuna. Hún veigraði sér við
að viðurkenna, að það var vegna
þess, að hún var einu sinni svona
síálf, að hún átti svona auðvelt.
með að skilgreina þessa stúlku.
Hún gat lesið hveria hugsun í
höfði hennar. vesrna þess að fyr-
ir tíu, fimmtán árum höfðu sömu
hugsanir þyrlazt um hennar
eigin koll.
— Fyrirgefið ... Lág rödd-
in innan úr klefanum ergði hana
ósegj anlega.
— Já?
— Enginn þessara kjóla er
beinlínis eins og ég hafði hugs-
að mér. . . .
— Þér völduð þá siálf.
Stúlkan varð kafrióð. — Ég
veit,. en ég hafði látið mér detta
í hug. að kannski væruð þér
svo vön, að þér sæuð betur hvað
hentar mér Hún stóð
barna bjargarlaus og stjörf með
kjólana f fanginu.
— Látið mig hafa þessa og
svo skal ég sjá til.
Hún gekk að klefanum og rétti
fram hendina. Stúlkan rétti
henni kjólana, snyrtilega hengda
á herðatrén, og allt í einu gat
konan séð fyrir sér herbergið
hennar: Lítið og dimmt og næst-
um andstyggilega vel hirt.
Inni í klefanum lagði stúlkan
lófana að heitum kinnunum og
þrýsti á. Hún hefði aldrei átt að
koma inn í þessa búð. Konan
hagaði sér gagnvart henni, eins
og hún gæti ekki borgað. En
það gat hún. í meira en mánuð
hafði hún sparað. Hún hafði
haldið í matinn við sig og gengið
til og frá vinnu, og það hafði
verið svo undarlega auðvelt af
því að svo mikið var í húfi.
Fyrir nokkrum vikum hafði
hún rekizt á klausu í blaði, sem
átti svo einkar vel við hennar
eigin aðstöðu. „Þegar karlmað-
urinn sér konuna aftur, eftir að
hafa verið burtu um hríð, er
eins og hann sjái hana í fyrsta
sinn. Hann sér allt það, sem
heillaði hann f upphafi, og það
ásamt með því, sem hann hefur
síðan fræðzt um hana, færir
honum oft heim sanninn um, að
hann hefur elskað hana lengi
án þess að gera sér það ljóst.“
Og elskaði hann hana? Hann
hlaut að gera það.
— Prófið þessa tvo hérna.
Konan dró tjaldið til hliðar og
muldraði þakklæti fálmaði
stúlkan eftir eftir kiólunum.
Konan gekk hægt aftur að
stólnum. Ég vildi, að hún færi
að fara. Hún fer óskaplega í
taugarnar á mér. Heldur hún í
alvöru, að einn kióll geti öllu
breytt? Hún brosti kaldhæðnis-
lega með sjálfri sér. Það leyndi
sér ekki, að allt, kvenfólk var
jafn vitlaust, þegar karlmenn
voru annars vegar. Hugsaði eins,
var haldið sömu óraskanlegu
sannfæringunni. Til dæmis
þeirri, að einn kjóll gæti öllu
breytt ......
Allt í einu minntist hún nokk-
urs, og gazt ekki að því. Hún
mundi eftir bláum chiffonkjól
..... Hún gat ennbá séð hann
fyrir sér, léttan eins og ský.
þröngan í mittið og vít.t. svifandi
pils. Þennan kiól hafði hún
þráð af líkama og sál. Og hver
vissi, nemá hann hefði raunveru-
lega getað breyll öllu? Kannski
— en hún hafði aldrei fengið
tækifæri til að prófa það.
Hún strauk sér þreytulega um
augun. Þessi stúlka þarna var
svo viðurstyggilega reiðubúin að
gera siálfa sig að engu. Það hafði
hún aldrei verið sjálf. Hún hafði
lært, að maður varð að berjast
til að komst áfram, berjast og
vera harður og rísa upp aftur
eftir hvern ósigur. Rétt eins og
hún hafði barizt til að fá þessa
búð til að bera sig og var nú í
þann veginn að klóra í bakk-
ann. Með því móti að leggja all-
an ágóða beint í verzlunina aft-
ur, gera allt sjálf, og voga að
kaupa kjóla eins og þann svarta
þarna.
Hún leit á hann þar sem hann
hékk í glugganum og kinkaði
kolli. Já, einmitt þessi kjóll var
30 VIKAN 31-tbl-