Vikan - 08.08.1968, Page 36
Til er ágætur dans, sern heitir Rumba;
nýjasta dansinn þeirra í Ameríku mætti
skíra og gefa svipað nafn: Bumba. Hann
er sem sé fólginn í því að láta eitthvað
milli tveggja bumbna og stjákla svo
eftir hljóðfalli án þess að missa hlut-
inn niður, og auðvitað má ekki snerta
hann með höndunum. í þessu skyni
hafa verið framleiddar sérstakar bumbu-
kúlur, sem minna mest á smágerð tund-
urdufl. Enda fylgir sögunni, að börn
hafi lítið gaman af þessum leik; hann
sé mest iðkaður af fólki, sem hafi gam-
an af að dufla.
Frakkar hafa upp á síðkastið stigið nokkuð
í vænginn við Rauða-Kína, og meira að segja
hafa franskir læknar nú tekið til vísindalegrar
athugunar gamalt húsráð frá Kína. Það kvað
iðulega koma fyrir karlmenn, að þeir verði
þreyttir á ástarleikjum, eða önnur almenn þreyta
komi í veg fyrir, að þeir séu hæfir í þann leik
um stundarsakir. Við þessu áttu Kínverjar hinir
fornu ágætt ráð: Að nudda höfuðið á viðkom-
andi manni á ákveðnum stöðum. Þetta tóku
Frakkar sér fyrir hendur að prófa — og sanna.
Áhrifamesti nuddstað-
staðurinn á höfðinu er
ofarlega á hnakkanum,
nær uppi undir hvirfli
(sjá mynd). Aðrir tveir
eru svo neðar, eða í
hnakkagrófinni (sjá
mynd). Tíu mínútum
áður en karlinn á að
láta til sín taka, ber
að nudda þessa staði
með löngutöng. Þá
hverfur honum öll
svefn- og hvíldarþörf, en önnur þörf kemur í
staðinn.
Ef ungir menn eru yfir sig ástfangnir, kvað
geta komið til mála, að þeim bregðist karl-
mennskan, þegar ó þarf að halda. Samkvæmt
kínversk-franska ráðinu á þá að nudda þá um
hálsinn aftanverðan og allt niður á efsta hryggj-
arliðinn með frottéefni vættu í Kölnarvatni.
Þeim karlmönnum, sem eru farnir að verða
þreyttir á konunni í bólinu, ráðleggja Kínverjar
og Frakkar þetta: Flugsið ykkur beina línu frá líf-
beininu upp í bringubein. Mælið tveggja fingra
breidd niður frá naflanum og strjúkið yður þar
hring eftir hring með löngutöng án afláts í þrjár
mínútur. Ennþá áhrifameira verður þetta, ef þið
gefið ykkur fimm mínútur í viðbót til þess að
láta rennvotan, kaldan klút liggja á umræddum
stað á eftir.
36 VIKAN 31- tbl