Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 3
r K VIKU BROS »&• { IÞESSARIVIKU gerði við hjarta hennar með vef úr LÆRINU ............. PÓSTURINN .......... BRÚÐKAUP í KRV’SUVÍK . SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM EFTIR EYRANU........ HÚS FRAMTÍÐARINNAR . FYRSTA HIPPASTELPAN . RAUÐREFURINN ....... HLÁTURINN .......... ÆTLAR ÞÚ AÐ KAUPA KÍKI? VIKAN OG HEIMILIÐ... VÍSUR VIKUNNAR: Þótt vertíðargróðinn sé víða rýr og verðmætum stöðugt fargað í æsku landsins sá auður býr sem einn fær þjóðinni bjargað. Því eyða nú til þess orku og fé allir sem ráða lögum að æskulýðurinn edrú sé einkum á tyllidögum. En illt er að fylgjast alltaf með öllu sem lögin banna það hefur víst margur heyrt og séð á hátíð verzlunarmanna. EINN GOÐUR Prestur gekk framhjá sirkustjaldi og sá þrjá menn sitja I stiga og gráta. — „Vinir! Hvað hryggir ykkur svo mjög", sagði presturinn i með- aumkunartón. — „Fíilinn er dauður", sagði einn þeirra þremenninga. Síðan grétu þeir hærra en áður. — Presturinn varð hrærður. — „Þið eruð góðhjartaðir rnenn", sagði hann. „Ég skil tilfinningar ykkar. Mltt hjarta hrærist, þegar ég sé ykkur syrgja svo mjög blessaðan máUeys- ingjann“. — Þá leit einn af syrgjendunum upp: — „Yður skjátlast". sagði hann. „Við eigum að grafa hann“. FORSÍÐAN: Áður fyrr var enginn maður með mönnum nema hann ætti hest. Nú á dögum teljast menn hins vegar naumast gjaldgeng- ir í þjóðfélaginu nema þeir eigi bíl — og hest. Það er orðið sport að ríða hrossum út um alia móa. Hestamennskan hefur farið vaxandi á síðustu árum. Á forsíðunni sjáum við hvernig umhorfs er á hestamannamótum — í augum Baltasars teiknara. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIIt HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsðóttir. ■ % jLksXU A) Ví v;.' J . . L t i , > * i . . . . > * - • • ' ■ i s r- B i# M !* ♦ fB Ol dM ft f( ju- )l • v 'V«Lrt -- /t ' ' * '' Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ógúst. A r NÆSTU ■VIKUi Hvíta húsið í Washington er tákn hins bandaríska stór- veldis. Þar situr forseti Banda- ríkjanna, en embætti hans svarar til embætti forseta (eða konungs) og forsætis- ráðherra í flestum lýðræðis- löndum öðrum. Þar eru tekn- ar ákvarðanir, sem skapa öllu mannkyni forlög. Ekkert lýð- ræðisríki hefur nokkru sinni gefið þjóðkjörnum leiðtoga meira vald en hið bandaríska. Við hvíta húsið eru tengdar vonir milljónanna um frið og ótti þeirra við ófrið. í næsta blaði rekjum við í stuttu máli sögu hvíta húss- ins og segjum frá ýmsum sögulegum atburðum, sem þar hafa gerzt. Einnig er í þessu blaði greinin Kona forsetans og er þar rætt um Lady Bird, eiginkonu Johnsons forseta. Eins og kunnugt er lætur Johnson af embætti í lok þessa árs. Kona hans segist hugsa til þess með tilhlökk- un að geta lifað í ró og næði á búgarði þeirra hjóna í Texas. Við höldum áfram með greinarnar um stjörnumerki, sem mikilla vinsælda njóta. Að þessu sinni verður sagt frá Jómfrúarmerkinu og skap- gerð og eiginleikum þeirra, sem fæddir eru undir því eða 24. ágúst til 23. september. Þá eru þýddar greinar um Eddu, dóttur Mussolinis, Gretu Garboe og margt fleira efni. 33. tbi. yiKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.