Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 37
Heimatilbúið marmelaði og óvaxtakökur, hugsaði ég með mér, þegar ég gekk inn í samkomusal-
inn, þar sem félagskonur höfðu raðað varningnum ó basarnum upp. Ég kaupi ekkert annað, sagði
ég við sjálfa mig. Enga handmálaða eggjabikara. Engar heklaðgr tehettur. En þá kom ég auga é
rauðrefinn á „flóaborðinu".
Þetta var auðvitað ekki rauðrefurinn hennar mömmu. Hann var horfinn í sorptunnuna fyrir mörg
um árum. En þetta var alveg sams konar rauðrefur, augun úr gleri, skott og loppur, allt var þetta
þarna, alveg fram að oddmjóu trýninu.
Ó, elskurnar minar, ég hafði ekki hugsað um gamla rauðrefinn í mörg ár, en svo stóð ég þarna,
eins og gróin við gólfið fyrir framan þetta ruslaborð og minntist dagsins þegar pabbi kom heim
og lagði refinn um hálsinn á mömmu.
Hún hafði lengi þráð að eignast einhvern loðfeld — ég veit ekki hve lengi. Hún átti það til að
koma heim og segja: — Ég hitti Ednu Nolan ( dag. Hún var með nýja loðsláið sitt. Þetta er lituð
bisamrotta, ósköp glaslaus og Ijót. Ég hef ekki smekk fyrir slíkt. Eða hún sagði: — Jenny Killop
hefur fengið minkasjal, það er Ijómandi fallegt, en ég myndi vilja hafa það dálítið lengra ...
— Einhvern góðan veðurdag kaupi ég handa þér minkapels, sagði pabbi.
En mamma hristi höfuðið.
— Það yrði alltof dýrt að kaupa heilan loðfeld, ef það á að vera sæmilega gott skinn. Mig lang-
ar ekkert til að eignast lélega tegund.
Það að við höfðum ekki einu sinni ráð á þvf allra ódýrasta virtist ekki hvarfla að okkur.
— Allar konur óska eftir að eignast einhvers
konar skinn um hálsinn, sagði pabbi með áherzlu.
— Segðu til hvað þig langar til að eiga og ég skal
reyna að uppfylla ósk þína einhvern daginn.
Mamma stóð fyrir framan spegilinn, gekk
nokkur skref aftur á bak og vafði stóra ullar-
treflinum hans pabba um axlirnar, með löngun-
arfullu augnráði.
— Axlasláu er alltaf glæsileg, tautaði hún.
— Þú skalt eignast axlaslá, sór pabbi og sárt
við lagði. Þegar við erum komin út úr verstu
örðugleikunum verður axlaslá handa þér efst á
listanum.
Já, þvílíkur óskaseði11! Stundum var það glæsi-
legt einbýlishús, sem var efst á listanum; stund-
um var það bíll sem komst í efstu línu, og svo
var það loðslá handa mömmu.
— Það er svo þénugt að eiga herðaslá, sagði
hún hugsandi. — Það er hægt að nota það við
kjóla, dragtir og kápur.
Þar sem það tók pabba lengri tíma en hann
hafði ætlað að komast upp á yfirborðið, varð
mamma að láta sér nægja að dreyma um herða-
slá. Á hverri einustu vorútsölu hafnaði hún al|t.
af í loðfeldadeildunum, og mátaði alls konar
jakka og herðaslá.
— Þetta er nú ekki það sem ég hafði hugsað
mér, var hún vön að segja við afgreiðslufólkið,
og svo fór hún í bómullarhanzkana og tók upp
töskuna sína, sem alltaf var úr gervileðri.
Oft sat hún og skoðaði auglýsingar um loð-
feldi, og bar saman verðið á stuttkápum úr
minkaskinni og síðum kápum úr persianskinni.
Mamma gerði háar kröfur í huganum. — En,
sagði hún til áréttingar, — þegar maður kaupir
eitthvað sem maður ó eftir að eiga alla ævi,
verður maður að vera vandlátur, og þegar þetta
kostar svona mikla peninga, þá má maður ekki
rasa að neinu.
SMÁSAGA
rauðrefurinn
En svo varð það þannig, að hún var ekki tekin með í ráðin þegar rauðrefurinn var keyptur, því
pabbi kom heim með hann eitt föstudagskvöld, vandlega vafinn innan í pappír, og hann helt á
honum undir handleggnum.
Það var ég sem opnaði fyrir honum.
— Hvar er mamma? hvíslaði hann.
— í eldhúsinu, hvíslaði ég á móti.
— Þú segir ekki eitt einasta orð um þetta, sagði hann og benti á ólögulegan pakkann, sem hann
lagði frá sér á stól í anddyrinu.
Ég kinkaði kolli. Hann var svo ákafur og leyndardómsfullur. Augu hans Ijómuðu, þugar hann
læddist á tánum að eldhúsdyrunum. Þegar hann opnaði dyrnar, ráku systur mínar þrjár upp ánægju-
óp og köstuðu sér í fang hans. Hann horfði á mömmu yfir höfðum þeirra og Ijómaði af ánægju.
— Elskurnar mínar, verið þið nú rólegar og steinþegið, þangað til ég segi til, sagði hann.
Mamma var undrandi á svipinn. — En hversvegna . . . byrjaði hún.
— Engar spurningar, sagði hann skipandi og
stillti okkur upp í röð, með bökin að dyrunum.
Ég lokaði augunum, og heyrði að pabbi gekk
léttilega fram í anddyrið. — Ekki gægjast, kall-
aði hann yfir öxlina á sér. Við lokuðum augun
ennþá fastar og stóðum á öndinni.
— Nú megið þið opna augun, sagði hann
hreykinn.
Við litum upp og störðum, svo rákum við
upp óp af undrun og ánægju. Dásamlegur, rauð-
gulur refur var vafinn um axlir mömmu.
Hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum.
Hún þaut að speglinum til að dást að sjálfri sér.
Svo þaut hún aftur til pabba og faðmaði hann að
sér, síðan faðmaði hún okkur allar. Svo æddi
hún að speglinum aftur, og henni lá við svima
af ánægju.
Hún Ijómaði. Augu hennar tindruðu og kinn-
arnar voru rjóðar af ákafanum. Það var eins og
fallegi liturinn á skinninu gæfi hári hennar enn-
þá gullnari blæ.
— Ég sá það um leið og ég kom auga á hann
að hann myndi fara þér vel, sagði pabbi.
En þegar mesta uppistandið var rénað og
mamma búin að ná andanum, fór hún að furða
sig á því hvernig pabbi hefði haft efni á þessu.
— Við höfum ekki ráð á þessu, sagði hún
áhyggjufull.
— Þetta er afmælisgjöfin þin, sagði pabbi.
Hann vildi ekki segja okkur verðið á refnum,
eða hvar hann hafði keypt hann. Jafnvel þegar
hann var búinn að viðurkenna að hann hefði
fengið hann með góðum kjörum, fór mamma að
tala um að ef til vill hefði verið hyggilegra að
kaupa eitthvað til heimilisins.
Að lokum gafst hann upp. — Jæja, ég fékk
hann fyrir þrjátíu shillinga. Ertu nú ánægð?
— Þrjátíu shillinga?
Ég heyrði strax að eitthvað var að, pabbi
hefði ekki átt að tala um verðið við mömmu.
Hún tók refinn upp og skoðaði hann í krók og
kring. Eftir alla þessa drauma, stóð hún nú með
loðdýr, sem kostaði aðeins þrjátíu shillinga í
höndunum. Það var eins og refurinn yrði möl-
étinn og úfinn við vonleysissvipinn á andliti
hennar.
— Hann er miklu meira virði, sagði pabbi,
og honum leið sýnilega illa.
— Ef þú hefur fengið hann með svona mikl-
um afslætti, hlýtur hann að vera eitthvað gall-
aður, sagði mamma.
Pabbi varð fjúkandi vondur.
— Ég keypti hann ekki í búð, hreytti hann út
úr sér. — Ég keypti hann á uppboðinu hjá Floran.
Svo varð hann skömmustulegur á svipinn og
sagði til skýringar:
— Ég heyrði um uppboðið í hádeginu. Floran
karlinn hugsaði alltaf svo vel um garðinn sinn,
svo mér datt í hug að ef til vill væri hægt að fá
ódýr garðyrkjuáhcld á uppboðinu, svo ég fékk
frí eftir háregisverðinn og fór á uppboðið. Ég
fékk engin áhöld, þau voru alltof dýr. En þá
kom ég auga á þennan loðkraga og bauð í hann.
Mamma stóð grafkyrr, það var eins og hún
heyrði einhvern annan og fallegri hljóm bak við
orð pabba.
— Ég hugsaði til þin, fallegi liturinn á loð-
kraganum minnti mig á hárið á þér, og ég
minntist þess hve heitt þú þráðir að eignast ein-
hvern loðkraga. Florans hjónin voru auðug og
gamla frú Floran var glæsileg kona, sem aldrei
hefði klæðzt ódýrum fötum. Hún hefði aldrei
keypt ódýran loðfeld, eða lélega tegund.
Mamma sagði ekki eitt einasta orð.
— Hann er eiginlega ónotaður, sagði pabbi
lágt.
Mamma lagði armana um háls hans.
— Hann er dásamlegur, mig hefur einmitt
alltaf langað til að eiga svona ref.
Framhald á bls. 39
33. tbi. VIKAN 37