Vikan


Vikan - 22.08.1968, Page 23

Vikan - 22.08.1968, Page 23
 fyrir því, sem var að koma; heim- sókn Jerry Christies og vinar hans eða vina. — Hvað vildu þeir henni? spurði Macklyn og trúði engu enn. — Þetta voru ósköp venjúleg- ir sláttumenn og ræflar, sem voru á hnotskóg eftir aúðveldum dollar, hvar sem hægt var að fá hann. Það vitum við eftir Charlie Reynolds. Nú vitum við að Christie þekkti Mary. Ef honum hefur nú flogið í hug að hann gæti pressað út úr henni nokkra dollara myndi hún ekki hafa tek- ið svona heiftúðlega á móti hon- um, er það? Ég get mér fyrst til að Christie hafi komið auga á mikla bráð og hafi fengið Wint- ers vin sinn í lið með sér. — Stúlkan hefur enga umtals- verða peninga með höndum, sagði herra Sam. Eg grennsl- aðist fyrir um hana, þegar ég komst að þessu með hana og Ho- ward. — En hversvegna ætti Christie að hafa haldið að hún gæti iát- ið hann hafa einhvera verulega upphæð? Og hversvegna ætti hún að hafa verið reiðubúin til að drepa hann, þegar hann kæmi? spurði Peter. — Eg held að svar- ið sé Howard. — Howard? spurði herra Sam. — Howard jafngildir miljón- um dollara, er ekki svo, herra Delafield? — Jú, en .... — Ég sá Mary Landers seinni partinn í gær, þegar Howard kom til hennar, sagði Peter. — Bg heyrði til hennar og ég sver að stúlkan er heils hugar og djúpt ástfangin af Howard, svo við skulum láta okkur detta í hug eitt andartak að Christie hafi ætlað að beita fjárþvingun og miðað á peninga Howards. Hvernig komst hann að Howard? Gegnum Mary. Hvað leið? Ja, hann vissi hvar hún átti heima, svo það er mögulegt að hann hafi rekizt á vinskap hennar og Ho- wards á sama hátt og ég. - Og hún hafi lagt á ráðin um að drepa þá til að koma í veg fyrir að Jerry Christie segði frá, sagði Macklyn og hló. — Svona nú Peter! Hún var ekki svo vit- laus að hún vissi ekki að flestir morðingjar nást- Hún og Howard hefðu borgað Christie. - Já, en Christie gat haft eitt- hvert annað tak á Mary, ekki að- eins samband hennar og Howard. 3Bg held að hún hefði getað hert sig upp í að drepa hann, ef það sem hann vissi um hana hefði getað orðið til þess að gera Ho- ward fráhverfan henni, ef hann kæmist að því. — Howard er svo vitlaus í hana að hann myndi fyrirgefa henni allt, sagði herra Sam. — Eg get látið mér detta í hug nokkuð, sem hann myndi ekki fyrirgefa, sagði Peter. Það fór kippur um taug uppi við annað kinnbein hans. - Þetta byrjar allt með því að trúa Billy Powers. Það var engin nauðgun. Þar með vitum við að Mary Landers er afbragðs leikkona. Hún sneri á þig, Macklyn. Eg sá hana í örmum Howards. Eg heyrði hana tala við hann, en það gat líka hafa verið leikara- skapur. Allt sambandið við Ho- ward gat hafa veríð leikaraskap- ur. — Hvað eruð þér að tala um? spurði Sam. — Ef mig langaði að lokka leyndarmál upp úr kvenmanni, sagði Peter, — er ein af þeim beztu aðferðum, sem ég veit að leita ástar hennar. Hefur nokkúð lekið út um það sem Howard er að vinna að, Delafield? — Það er engin leið að vita það, sagði herra Sam næstum í hvíslingum. — Ef allt hennar samband við Howard var leikaraskapur, sagði Peter, —- og ástæða hennar til að halda uppi sambandi við hann sú að lokka upp úr honum leynd- armál, er ekki fráleitt að hún hefði drepið Christie til að þagga niður í honum. Hún gat ekki leitað til Howard eftir hjálp eða peningum. Hún gat verið aðeins iðnaðarnjósnari sem vann fyrir annað fyrirtæki; eða það gátu verið njósnir fyrir annað iand. — Og hver reyndi að drepa hana? spurði Macklyn og rödd hans var nú undarlega hol. — Eg held að það hafi verið þriðji maðurinn í heimsókninni í húsið, sagði Peter- — Hann náði af henni byssunni, áður en hún skaut hann líka. Eg held að Sandra hafi séð þennan þriðja mann með Christie og Winters fyrr um daginn. Eg held það sé þessvegna, sem við getum ekki fundið hana núna. — Andskotakornið, þetta hljómar sennilega. sagði Mack- lyn. — Við verðum aldeilis að spjara okkur að finna frú Delafield. Hún er eina manneskjan sem getur bent á þennan þriðja mann þinn, Peter. — Við skulum vona að hún geti ennþá bent, sagði Peter hörkulega. Sam Delafield tók til sinna eigin ráða. Meðan Macklyn leit- aði að Söndi’u varð hann sjálfur að tala við Gus Kramm, öryggis- fulltrúa sinn og Howard. Ef Ho- ward vildi ekki fara frá sjúkra- húsinu, varð fjallið að fara til Múhameðs. Peter bað leyfis að nota símann í vinnustofunni til að hringja langlínusamtal. Hann átti vin í Washington, sem kvnni að geta grafizt í fljótheitum fyrir um Jerrj’' Christie. Það væri fróð- legt að vita hvort stjórnin sjálf hefði nokkru sinni álitið Christie hættulegan öryggi ríkisins. Herra Sam lagði af stað í sín- um einkaerindum og Peter sneri sér að símanum. Hann náði ekki í vin sinn í Washington. Það var hljótt í húsinu að udnanskildum nokkrum röddum og glamri í búsáhöldum, framar við ganginn. Þjónustufólkið var að þvo upp og þrífa eftir kvöld- verðarboðið. Gegnum gluggana í vinnustofunni sá Peter glampa á vasaljósin útifyrir. Peter hafði sjálfur talið sér trú um þessa hugmynd, sem hann hafði varpað fram. Mary Landers var allt í einu komin í hlutverk illvirkjans í stað fórnarlambsins. Nauðgunarsagan, sem hafði kall- að Peter til Delafield var upp- spuni- Samúð hans hafði verið sóað á lygi, en nú var hann sokk- inn í þetta mál, upp að höku og íhlutun hans hafði stofnað Söndru í' hina mestu hættu. Hann reyndi að ímynda sér hvað hefði komið fyrir Söndru eftir að hún kom frá húsi Mary efir klukkan hálf sex. Hún hafði komið hingað hvort sem Saki eða frú Watson höfðu séð hana eða ekki. Rauði blæjubíllinn var enn utan við aðaldyrnar. Einhvers- staðar á leiðinni heim, eða eftir að hún var komin hingað, hafði hún rifjað það upp hvar hún hafði séð manninn á myndinni - Christie. Peter reyndi að rifja nákvæmlega upp það sem hún hafði sagt: — Nú man ég eftir manninum á myndinni ég meina, livar ég sá hann. Hræðslu- lega hafði það ekki hljómað. Það var sambland af kátínu og fegin- leik í röddinni. Hún hafði ekki flýtt sér að buna því út úr sér eins og henni byði í grun að þetta væri eitthvað mikilvægt. Á- stæðan til þess að ég mundi það ekki strax liggur í augum uppi, þótt ég kæmi því ekki fyrir mig meðan við vorum saman. Myndin var tekin fyrir tuttugu árum! Hún lét sig enn það eitt varða hversvegna hún hafði ekki kom- ið manninum fyrir sig — ánægð með að það skyldi vera skyn- samleg skýring á því. Henni hafði ekkert legið á að skýra frá því hvað nú hafði rifjazt upp fyrir henni. Hún hafði haldið áfram og sagt að hún hefði séð Christie í gær og að hann er enn með þetta prakkaralega bros. Og þá hafði hún verið trufluð. — Eg hef verið að reyna að ná í þig á tíu mínútna fresti í lieilan hálftima, hafði hún sagt. Hana langaði að segja honum að hún hefði munað eftir því en fannst það ekki svo mikilvægt að ástæða væri til að koma til hans. Hún hafði hringt á tíu mín- útna fresti. Ef henni fannst þetta svona mikilvægt, hversvegna hafði hún þá ekki hringt á sjúkrahúsið eða iögreglustöðina. Hún vissi að hann ætlaði á báða staðina - - fyrst til að hitta Ho- ward og síðan að skila lykilinum að húsinu. Hann reyndi að sjá hana fyrir sér í hei’berginu uppi á lofti, þar sem hún var að búa sig undir kvöldið og hringdi í númerið hans með reglulegu millibili, án sýnilegs kvíða. Svo náði hún til hans og byrj- aði að útskýra hversvegna hún hefði ekki munað eftir mannin- um- Hún var ekki hrædd eða með það á tilfinningunni að hún byggi yfir veigamiklum upplýs- ingum, en hún hafði verið hindr- uð, áður en hún kom þeim út úr sér. Hún vissi að hann vissi að hún hafði farið heim. Eða var hættulegt fyrir hana að til henn- ar heyrðist heima, hafði hún þá ekki hringt utanfrá? Það voru tólf símar á sömu línunni í hús- inu. Hefði hún ekki sagt: — Eg hringi úr klúbbnum eða ég liringi úr símaklefa. Því meir sem hann hugsaði um þetta fannst honum liklegra að hún hefði hringt úr þessu húsi, hefði verið trufluð úr þessu húsi. Trufluð hér og flutt hvert? Eitt hróp á hjálp í þessu húsi hefði kallað á tylft manna til hjálpar. Gátu verið nokkur sönnunargögn uppi í íbúð Söndru, sem bent gætu til þess sem gerðist? Frú Watson og Saki höfðu leitað hjá Söndru eftir sönnunargögnum, þegar þau fóru að leita að henni. Peter reis upp og gekk fram á ganginn. Glamrið í borðbúnað- inum hafði þagnað. Hann gekk upp stigann. Á annarri hæð hikaði hann og hafði ekki hugmynd um hvar Framhald á bls. 33. 3S. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.