Vikan


Vikan - 22.08.1968, Side 14

Vikan - 22.08.1968, Side 14
HVERJUM HEYRA ÞEIR TIL? Tilvera þeirra, sem standa í sviðsljósinu, er ekki alltaf dans á rósum. Þeir, sem öðlast mikla frægð og vinsældir, komast fljótlega að raun um, að aðdáendurnir þykjast eiga í þeim hvert bein. Sumar „stjörnur“ láta sér þetta vel líka en aðrar ekki, þótt allir séu á einu máli um, að átrúnaðargoðin geta með breytni sinni haft áhrif á fylgjendurna. Hér fara á eftir sjónarmið John Lennon og Paul Jones, þegar þeir eru spurðir, hverjum þeir í rauninni heyri til. Mörgum finnst kjánalegt að við skulum krefjast þess að eiga einkalíf. Til dæmis blaðamönn- um — og aðdáendum og fylgj- endum að sjálfsögðu. Þetta fólk skilur ekki — eða vill ekki við- urkenna með sjálfu sér — að við, eins og annað fólk, höfum þörf fyrir að vera út af fyrir okkur við og við. Auðvitað höfum við ábyrgð, en ég held að ég tiiiki orðið ábyrgð á annan veg en flestir aðrir. Til dæmis lít ég svo á, að það, sem ég aðhefst, þegar ég er ekki aS skemmta, snerti alls ekki ábyrgð mína gagnvart áhorfendum og aðdáendum. — Einkalífið ætti hver og einn að fá að eiga í friði. Það, sem ég hins vegar segi og geri, þegar ég skemmti, verður að vera vandlega yfirvegað. f slíku til- viki — og aðeins í slíku — má hugsanlega álasa mér fyrir fram- komu mína. Þegar ég er beðinn að láta álit mitt í Ijós varðandi eitthvert vandamál, sem er ofarlega á baugi í það og það skiptið, gremst mörgum, að ég segi alltaf ná- kvæmlega það, sem mér býr í brjósti, en ekki það, sem fólk býst við að heyra og vill heyra. Mér finnst það skylda hverrar pop-stjörnu að láta alltaf aðeins sínar persónulegu skoðanir í ljósi en ekki fylgja þeim skoðunum, sem ríkjandi eru. É'g á mér þá von, að stríð hverfi með öllu úr sögunni, að hætt verði að framleiða sprengj- ur og að hungursvofunni í Ind- landi, Afríku og Suður-Afríku verði bægt frá. Við eigum mögu- leika á að hjálpa þessum lönd- um — og það er raunar skylda okkar. Cliff Richard hefur í mörg ár verið boðberi hins mannlega og ég dáist að honum fyrir það, þótt ég sé honum ekki alltaf sammála. Bítlarnir hafa farið eigin leiðir og látið sín sjónarmið í ljós af hreinskilni, en það hefur líka bakað þeim marga óvini Það fólk, sem stöðugt beinir kastljósinu að okkur, sem mik- ið ber á, ásakar okkur oft fyrir að vera úrhrök og eiturlyfja- neytendur, ber það ekki mestu ábyrgðina? Það talar og rökræð- ir um hluti, sem hvergi eiga stoð í veruleikanum. Og svo eru þeir til, sem segja að við séum ábyrgðarlausir, vegna þess, að sjónarmið okkar eru oft ósam- hljóða því, sem hinir eldri vilja meina að sé rétt. ☆ JOHN LENNON: PflUL JONES: Pop stjörnur verða að gera sér grein fyrir því, að þær hafa ábyrgð gagnvart aðdáendum sín- um. Þegar maður er kominn í sviðsljósið verður maður að við- taka ábyrgðina, hvort sem mað- ur kærir sig um það eða ekki. Mér finnst ábyrgðin vera svip- uð og að eiga lítinn bróð- ur eða litla systur, sem lítur upp til manns og fylgir manni í einu og öllu. Og aðdáendur manns hafa rétt til þess að krefjast. Þegar öll kurl koma til grafar verðum við þó að viðurkenna, að það eí þeim og engum öðrum að þakka, að maður er það sem maður er. Þess vegna getum við þakkað þeim með því að sýna þeim til- litssemi. Þetta þýðir auðvitað ekki að maður þurfi að ganga svo langt að gæta að hverri hreyfingu sinni, þegar út fyrir heimili manns er komið. Maður á að n viðhalda sínum persónuleika en ekki vera með tvískinnungshátt. Slíkt höfum við Bítlarnir aldrei gert. Fremur hið gagnstæða. Hins vegar verður maður að vera var um sig og gæta að því, hvað maður segir og hve djúpt maður tekur í árinni. Það má segja eitt og hið sama á marga vegu, og ég fyrir mitt leyti vel aldrei þann kostinn að segja eitthvað, sem kann að valda deilum, að yfirlögðu ráði! Klæðaburður er talsvert atriði í þessu sambandi, og mér finnst kjánalegt, að sumar pop-stjörn- ur skuli ganga ósnyrtilega til fara. Við verðum að viðurkenna, að það, sem við gerum opinber- lega, er fordæmi fyrir tugþús- undir unglinga, og þau áhrif, sem við höfum á þetta unga fólk, verða að vera með slíkum brag, að við blátt áfram köllum ekki fram hið versta í manninum. ☆ 14 VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.