Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 22
HLATURINN
FBAMHALDSSAGAN 10. ILUTI
EFTIR JUDSON PHILIPS
Sam Delafield kveikti í síga-
rettunni. í bjarmanum af kveikj-
aranum glampaði á svitann á
enni hans. Þetta var heitt kvöld.
— En þér sýnist hafa þekkt
þennan mann sjálfur, sagði
haxrn.
— Ég fékk hugmynd — og
bar hana undir Charlie Reyn-
olds. Það var hann sem bar
kennsl á líkin.
— Rétt er það. Mér lízt ekki
á þetta allt saman.
— Ekki mér heldur, sagði
Peter. — Hvernig förum við að
því að leita að Söndru? Hún
yfirgaf mig klukkan hálf sex
á leið hingað. Hún kom hingað.
Bíllinn, sem hún ók, stendur
fyrir framan húsið.
Sam smellti með fingrunum.
Japanski húsþjónninn skauzt
inn í anddyrið. — Saki, sástu
frú Delafield koma heim miRi
hálf sex og sex?
— Sssssss, sagði drengurinn
og hristi höfuðið ákaflega.
— Biddu frú Watson að koma
hingað, Saki, og finndu Joe.
— Sssss.
— Ef við gerum því skóna, að
hún hafi verið hindruð í að segja
yður, hver maðurinn á mynd-
inni var, sagði herra Sam, —
skiptir það ekki verulegu máli
lengur, úr því að þér vitið það.
— Ef til vill var það ekki svo
mikilvægt, sagði Peter. — Hvar
hún sá hann, og hverjum hann
var með, gæti skipt meira máli.
Miðaldra kona í látlausum,
svörtum kjól kom til þeirra.
— Þakka yður fyrir að koma,
frú Watson, sagði Sam. — Þetta
er herra Styles. Frú Watson er
ráðskona mín.
Bæði muldruðu eitthvað í
kurteisisskyni.
— Frú Watson, þegar ég sendi
yður til að leita að Söndru eft-
ir að gestirnir voru komnir,
hvar leituðuð þér þá?
— í íbúð hennar og Howards,
herra.
— Mig langar að biðja yður
að leita uppi á lofti, frú Watson.
Sérstaklega í þeim herbergjum,
þar sem símar eru. Líka í hí-
býlum þjónustufólksins. Það er
mögulegt að eitthvað hafi komið
fyrir hana, að það hafi liðið yfir
hana eða eitthvað þvílíkt.
— Guð minn almáttugur!
— Viljið þér gera svo vel að
flýta yður, frú Watson.
Konan flýtti sér burt og mætti
Joe Stanwiki á leiðinni inn.
— Hæ, félagi, sagði stóri Joe
og glotti við Peter.
— Sástu Söndru koma heim
um sex? spurði Sam.
— Ég var ekld hér, húsbóndi.
Þú sagðir, að ég mætti fara að
klúbbnum og sjá síðustu þrenn-
inguna koma.
— Rétt er það. Sástu Söndru
í klúbbnum?
— Nei, húsbóndi. Ég hef ekki
séð hana allan síðari hluta dags-
ins.
— Við álítum, að eitthvað
kimni að hafa komið fyrir hana,
Joe. Ég vil, að leitað verði á
landareigninni. Hvar eru símar
í útihúsunum?
— f bílskúrnum og garðyrkju-
mannshúsinu.
— Leitaðu á báðum stöðum,
sagði Sam. — Hún var að tala
við Styles í símann, en sam-
bandið rofnaði í miðju samtali.
Það gæti hafa liðið yfir hana
nálægt síma einhversstaðar.
— Já, húsbóndi.
Sam var þreytulegur.
— Nokkuð fleira? spurði hann
þegar Joe var farinn.
— Ég held, að ég ætti að gefa
Macklyn skýrslu. Við kynnum að
þarfnast lögregluhjálpar, herra
Delafield.
— Skrifstofa mín er við end-
ann á ganginum. Það er sími
þar.
Macklyn var ekki á lögreglu-
stöðinni. Hann hafði farið heim
um kvöldmat, en Peter lánað-
ist um síðir að lokka símanúm-
erið hans heima upp úr löreglu-
manninum, sem svaraði.
Peter sagði Macklyn frá sím-
tali Snödru, frá uppgötvuninni
um Christie og hvarf Söndru.
Hann áleit ekki rétt að fara
lengra út í vaxandi sannfæringu
sína um málið í símanum.
— Ég er á leiðinni, sagði
Macklyn.
Frú Watson beið í anddyr-
inu, þegar Peter kom aftur
þangað.
— Funduð þér nokkuð? spurði
hann, en sá á svip konunnar, að
hún hafði ekkert að segja.
— Hún er hvergi í húsinu
herra, það er öruggt, sagði frú
Watson.
Sam kom aftur frá gestunum,
sem virtust sífellt verða hávær-
ari og kátari.
— Macklyn er á leiðinni, sagði
Peter. — Mér lízt ekki á þetta.
Hún gæti verið í höndum þess
manns, sem reyndi að drepa
Mary Landers — og sem vafa-
lítið hélt að hann hefði drepið
hana.
Andlit Sam Delafields var
eins og meitlað í stein. Hann fór
til gestanna og breytti sam-
kvæminu í einskonar fjársjóða-
leit. Hann flutti ofurlitla afsök-
unarræðu fyrir hinum frægu
gestum, konum þeirra og vin-
stúlkum, og andartaki seinna
dreifði fólkið sér um landareign-
ina útifyrir.
Síðasta skíma dagsins var á
förum. Peter stóð við hliðina á
herra Sam á veröndinni aftan
við húsið, og horfði á leitarhóp-
ana fikra sig frá einum runn-
anum til annars.
Þau fundu ekki Söndru. Þegar
myrkrið var að taka við af ljósa-
skiptaskímunni komu Macklyn og
þrír lögreglumenn. Löngu eftir
að gestirnir voru komnir aftur
til hússins og teknir til að gleðja
sig á ný, glampaði á vasaljós hér
og þar á flötunum og gegnum
skóglendið, niðri við gömlu grjót-
námuna.
Howard höfðu verið gerð orð
á sjúkrahúsið, en þrátt fyrir
skilaboðin, sem jöðruðu við skip-
un frá hendi herra Sams, neitaði
hann að koma heim. Mary Land-
ers barðist enn fyrir lífinu og
hann var kyrr á sjúkrahúsinu.
Gestir herra Sams fóru miklu
fyrr, en þeir hefðu gert undir
venjulegum kringumstæðum.
Létu þeir í ljósi áhyggjur sínar
og árnuðu honum heilla. Að lok-
um voru Peter og Macklyn einir
með herra Sam í vinnustofu hans
við endann á ganginum. Skær,
dökk augu Sam Delafields viku
ekki af Peter, eins og hann væri
að reyna að hvetja hann til að
segja ekki það, sem hann varð
að segja.
— Það er tilgangslaust, herra
Delafield, sagði Peter. — Það er
ekki hægt að þegja yfir því leng-
ur.
— Yfir hverju er ekki hægt að
þegja? spurði Macklyn hörku-
lega.
— Howard Delafield hefur
staðið í ástarsambandi við ungfrú
Landers í um það bil ár, sagði
Peter. — Þessvegna settist hún
hér að, svo hún gæti verið nærri
honum-
— Ég hef vitað þetta í nokkra
mánuði og sömuleiðis Sandra,
sagði Sam. — Það var engin leið
að koma í veg fyrir það, svo við
höfum reynt að láta það fara
leynt. Starf Howards er óneitan-
lega mikilvægt. Ekki aðeins fyr-
ir Delafield Company, heldur
fyrir stjórnina. Ef öryggiseftirlit-
ið kæmist að því að hann stæði
í ástarbralli, kynni hann að vera
álitinn hættulegur og sviptur
leyfi til að vinna í þessu máli.
Svo við létum þetta yfir okkur
ganga og þögðum. í gær rakst
Styles á sannleikann. Ég kom
honum til að halda honum leynd-
um fyrir yður.
— Svo frú Delafield nefndi
bara ekki eitthvert nafn af hend-
ingu, þegar hún sendi Powers
þangað á sunnudaginn, sagði
Macklyn. — Hún var að ná sér
niðri.
- - Mér datt í hug að þú mynd-
ir segja þetta, sagði Peter, en
hver sem ástæðan var getur ver-
ið, að einmitt Powers hafi kom-
ið okkur á rétta braut.
— Trúirðu enn á lygasöguna
hans? spurði Macklyn reiður.
— Við skulum allir trúa henni
um stund, sagði Peter. — Ef við
byrjum á því að ganga út frá að
Billy Powers hafi verið að segja
sannleikann, væri enginn líkams-
árás á sunnudaginn; engin nauðg-
un. Svo þegar Mary Landers kom
og gaf skýrslu um það, var hún
að ljúga. Hvers vegna? Ég held
að það hafi verið vegna þess að
henni bauð í grun að hún þyrfti
að verja sig nokkrum dögum síð-
ar.
— Að hún hafi verið að undir-
búa morð? spurði Macklyn.
— Hún var sannarlega ekki að
reyna að vekja athygli á sér,
sagði Peter. — Allt hennar líf-
erni hafði beinzt að því að vekja
ekki athygli á sér. Mundu að við
erum að trúa Billy Powers. Það
var engin nauðgun- Svo hún laug
því ekki upp til að vekja á sér
athygli, heldur til að vernda sig
22 VIICAN 33-tbl'