Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 44
HÁGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR juria ” SMJÖRLÍKI Aieins úpvals oarnteoindir Franska Danska garnið Parísartízkan í litum og áferð. 7 tegundir. Vinsælasta ullar- garnið á markaðnum 5 tegundir. Framleiða glæsileg- ustu garntegundirn- ar í samkvæmis- peysur og sam- kvæmissjöl. 4 tegundir. Prjónar - Heklunálar - Nýjustu prjóna- blöðin Verzlunin HRINGVER Austurstræti 4 - Sími 1-79-00 Enska Hann fór með verkfæraskjóð- una fram í búningsherbergið og smeygði sér í rauða hereinkenn- isjakkann. Þessi jakki hafði ver- ið kjarakaup í ákaflega athyglis- verðri verzlun, sem hann fór alltaf framhjá á leiðinni úr og í vinnu. Þessi eldrauði jakki með gullslaufunum á öxlunum fór einstaklega vel við gult og rautt mótorhjólið hans. Satt var það, að rússakraginn nuddaði á hon- um hálsinn, þegar hann hneppti jakkann alveg upp, en hann hafði tamið sér að hafa hann op- inn í hálsinn og hann bræddi með sér að kaupa hersveitarbindi í litum, sem væru í algerri and- stæðu við svarta og hvíta skyrt- una. Hann þeysti á mótorhjóiinu eftir King's Road og fór fram- hjá flokkum af háfættum stúlk- um á gangstéttunum, en gaut ekki auga til þeirra. Hann var að hugsa um frú Blossom. Hann hafði aðeins séð hana nokkrum sinnum á hinum sjaldgæfu heim- sóknum hennar til verksmiðj- unnar. Sennilega kom hún ekki nema þegar hana vantaði verzl- unarpeninga úr vasa eiginmanns- ins; en hann sá hana ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sér. Það var eitthvað sérstakt við frú Blossom. Ambrose hafði lesið nóg um stíl til að vita, án þess að geta lýst því í smáatriðum, að frú Blossom hafði stíl. Þegar hann kom í götuna sá hann að þetta var einmitt þess konar virðuleg 'gata sem hæfði virðulegu lífi frú Blossom. Hún var meira að segja svo fín og virðuleg að það var ekki númer á einu einasta húsi. Ambrose ók götuna á enda og aftur til baka og fór svo inn í nýlenduvöru- verzlunina á horninu. Kaupmað- urinn benti honum á eitt af stærstu húsunum. Ambrose leiddi mótorhjólið upp stutta, malborna heimreið- ina og lagði það upp við vegg, bak við runna, við hliðina á hús- inu. Hann skoðaði sig vandlega í bakspeglinum og ýfði hár- íð á listrænan hátt. Fyrrverandi hermaður átti leið framhjá hliðinu, leit inn fyrir, stirðnaði, heilsaði að hermanna- sið og leit síðan aftur með van- trúarsvip á einkennisbúning Ambrose. Ambrose lagaði á sér jakkann og þrýsti á bjölluhnappinn. Virðulegur bústaður það var það sem hann vantaði. Hús með malbornum stíg heim að aðaldyrunum, steindu gleri í kló- settgluggunum og fallegri konu, sem beið eftir honum þegar hann kæmi heim af verðbréfamarkað- inum eða frá því að stýra Eng- landsbanka. Frú Blossom opnaði dyrnar. Hún var nákvæmlega eins og Ambrose minnti að hún væri. Hún var með bók í annarri hend- inni og fjarrænt augnaráð. Skrýt- — Var þetta nú einasti dulbúningur- inn, sem þér datt í hug? — Ég gct ekki ákvcðið mig, stiginn hcima er með flciri þrepum! — Það er öðruvísi með mig, ég liefi það alltaf á tilfinningunni að mér á- skotnist peningar, þegar ég geng und- ir stiga! 44 VIKAN 33-tbI'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.