Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 6
 IUNDIRFATATIZKUNNI undirkjólar meö aföstum brióstanöldum komnir á ÍSLENZKAN MARKAÐ GÆDAMERKIÐ/^^fec^t^y frá Marks & Spencer tryffffir yöur vANDADA voru a HÓFLEGU veröi -i-IÐUNN A------- ^STRÆTI LÍFSLEIÐI Kseri Póstur minn! Mig langar til að biðja þig að leysa úr vandamáli, sem alltaf þjakar mig meir og meir. En fyrst ætla ég að þakka þér fyrir, hvað oft ég hef haft ánægju- stund við að lesa Póstinn. Þú ert alveg einstakur í því að leysa öll vandamál. Mitt vandamál er það, að ég þjáist af lífsleiða. 'Ég er 22 ára gömul, gift og á þrjú börn. Ég er orðin leið á manninum mínum, sem er drykkjumaður, heimil- inu, umhverfinu, sjálfri mér; hreint út sagt öllu, nema krökkunum mínum. Mér finnst ég svo ung og vera svo bundin, og mig langar til að slá mér upp og skemmta mér. Hvað á ég að gera? Það þýðir ekki fyrir þig að segja, að þetta lagist með aldrinum. Það versnar alltaf. 5Sg elska ekki manninn minn, og allt er ómögulegt. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk og kærri kveðju, Ein lífsleið. Lífsleiði er fyrirbæri, sem allir reyna einhvern tíma á ævinni, sérstaklega þó þegar þeir eru milli tví- tugs og þritugs. Sumir kalla þetta „vonbrigði full- orðinsáranna". Frelsi og áhyggjuleysi æskunnar og sú ferska skynjun, sem ungt fólk er gætt, er iiðin tíð. Ekkert virðist vera framundan nema óendan- lega langur og leiðinlegur tími: strit, áhyggjur og basl. Við þetta kannast lík- lega flestir. Við mundum álíta, að höfuðorsök óhamingju þinnar væri drykkjuskap- ur ciginmanns þíns. En er ekki hugsanlegt, að hann stafi einmitt af lífsleiða þinum og vonleysi? Ef hann veit og finnur á hverjum degi, að þú elskar hann ekki, þá er kannski ekki nema von að líf hans fari úr skorðum og hann leiti sér huggunar í áfeng- inu. Þú segist ekki elska manninn þinn. Samt gift- istu honum, og þið eigið þrjú börn. Þú hlýtur því að hafa eiskað hann í upp- hafi, að minnsta kosti nóg til þess, að þú gazt hugsað þér að giftast honum og búa með honum. En við skulum hafa í huga, að þó ástin kvikni stundum mjög skyndilega og óvænt, þá verður að hlúa að henni og rækta hana með sjálf- um sér. Hún kemur að inn- an en ekki að utan. Það hendir margan að verða allt í einu óskaplega ást- fanginn og lifa í sæluvímu um skeið. Siðan er ástin allt í einu rokin út í veður og vind! Þetta getur staf- að af þvi, að viðkomandi hefur gert of miklar kröf- ur til ástarinnar og þess, sem elskaður var. Hann hefur ekki lagt rækt við ást sína; hún hefur ekki fest rætur í brjósti hans; honum hefur ekki tekizt að aðlaga hana hinu hvers- dagslega lífi og umhverfi. Þér hefur eflaust dottið í hug að skilja við mann- inn þinn og verða aftur „frjáls“ eins og í gamla daga og geta „slegið þér upp og skemmt þér“ hve- nær sem þú vilt. En skiln- aður leysir því miður ekki vandann, heldur eykur hann. Hann bitnar fyrst og fremst á börnunum þínum og getur gert þau óham- ingjusöm um aldur og ævi. Og þú munt komast að raun um, að það „frelsi“, sem þig dreymir um að öðlast aftur, er ekki leng- ur fyrir hendi. Við ráðleggjum þér að reyna að leysa vandamál þin við þær aðstæður, sem þú hefur sjálf skapað þér. Og ráðið til þess er fyrst og fremst að reyna að fá manninn þinn til að hætta að drekka. Sýndu honum ástúð, vináttu og skilning og vittu hvemig hann bregzt við. Ef hann vill hætta að drekka, en getur það ekki, skaltu leita að- stoðar læknis. Að lokum þökkum við þér fyrir bréfið og vonum, að þú eigir bjartari daga í vændum. Þrátt fyrir allt mótlæti, sem á mann er lagt, hefur lífið sínar björtu hliðar — ef maður bara gefur sér tíma til að koma auga á þær. DRAUMUR í FJÓSI Háttvirti Póstur! Ég hef séð, að sumir les- G VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.