Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 29
GRETO GARBO BODNII MILIJðN SOLLABAR FVRIR EITT KVUMYOBAHIITVERK EF KVIKMYNDAFRAMLEiÐANDINN SAM SPIEGEL FÆR VILJA SÍNUM FRAMGENGT, ÞÁ FÁUM VIÐ AD SJÁ GRETU GARBO Á KVIKMYNDATJALDINU, SEM ÁSTMEY GHOPINS Það voru þekktir heimsmenn sem biðu spenntir í skrautlegri íbúð Jean Howards í New York í júní síðast liðnum. Þar voru leikritahöfundurinn William Marchant, Englendingurinn Noel Coward, franski kvikmyndaleik- arinn Jean Pierre Aumont og hinn frægi kvikmyndaframleiðandi Sam Spiegel. Og allir biðu þeir í ofvæni eftir konu, sem með einu orði gat fengið þessa frægu herra til að líkjast vandræðalegum skólastrákum. — Við sátum allir sem dáleiddir og reyndum að horfa ekki alltaf á dyrnar, segir Marchant. Og allt í einu kom Greta Garbo inn í herbergið. Það var eins og einhver hefði kveikt á undralampa. Hún kom síðust á fundinn, eins og vanalega, og að venju fór hún fyrst. En hún var í rjómaskapi, hló og sagði fvndnar sögur, sem allir hlustuðu á með athygli, — sem sagt hún var alger mótsetning hinnar þunglyndu Gretu, sem ég hafði búizt við. Hún var óþvinguð og eðlileg, sérstaklega glæsilega klædd, í svörtum kjól, með perluhálsband og í skóm sem pössuðu vel við klæðnað hennar. Hún var alls ekkert furðuleg eins og hún virðist vera á blaðaljósmyndum, þvert á móti! KAUPIR SÆNSKAR KJÖTBOLLUR Hinir lághæluðu skór, barðastóru hattár og stóru sólgleraugu, eiga ekkert sammerkt við þá Gretu sem við sáum. Á þessum fundi bauð Sam Spiegel Garbo cina milljón dollara fyrir að leika aðalhlutverkið i kvikmvnd, sem byggð er á ástarsögu frönsku skáld- konunnar George Sand og Chopins. Garbo brosti aðeins þegar hún heyrði upphæðina nefnda, upphæð, sem engin önnur leikkona en Eliztbeth Taylor fær nú, og svo breytti hún um umræðuefni. Greta Garbo hefir ekki leikið í kvikmynd í 27 ár, ekki síðan hún lék í ,,Tvíburunum“, árið 1941. Og samt bjóða frægustu framleiðendur í heimi henni svona gífurleg laun. Hver er ástæðan? — Garbo er sú forvitnilegasta af öllum konum, segir Spiegel, og fólk vill borga fyrir það eitt að sjá hana, hvað sem það kostar. Hvernig lifir þá þessi furðulega vera lífi sínu? — Hún er einn bezti viðskiptavinur minn, segir þriflega sænska konan, sem annast sænsku verzlunina milli 49. og 50. götu í Manattan í New York. — Hún kaupir alltaf heimatilbúnar, sænskar kjötbollur, og það er ákaflega gott að gera henni til hæfis. Einn af frægustu blaðaljósmyndurum New York borgar missti einu sinni stóra krukku af síld í gólfið, þegar hann allt í einu sá konuna, sem hafði töfrað hann fvrir 30 árum, með leik sínum í „Ninotcka". — Hún stóð þarna, og hélt á glasi með súrsuðum agúrkum, sagði hann síðar. — Og þegar ég missti krukkuna, sagði hún: „Þetta var leiðinlegt“. Hún er líka fastur gestur í antik verzlununum við 59. götu. Eftir því sem kaupmennirnir segja hefir hún mikið vit á Wedgewood postulíni, en hún kaupir sjaldan nokkurn hlut, og ef hún gerir það, prúttar hún alltaf. Ibúð Gretu Garbo, þar sem hún hefir útsýn yfir East River, er sambland Framhald á bls. 50. 33. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.