Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 2
 V COVER G!RL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620. Varalitir, 12 fallegir tízkulitir. Pressað púður, 4 fallegir beige litir. Cleansing Lotion hreinsar betur en sápa og er mildara en krem. Astrigent Tonic. Andlitsvatn fyrir þurra og feita húð. COVER GIRL snyrtivörur eru viðurkenndar af hin- um vandlátu. MAKE-UP, 3 fallegir litir. (l nl NOXZEMA yDEODORANT. NOXZEMA - DEODORANT 5 P R A Y á SVITAEYÐIR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN- 24 HOUR PROTECTI0N dries on contact FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐIR FÁIÐ ÞÉR EKKI. J 1 V / Ættjarðarljóð Þeir sem eru sannfærðir um, að allt sé á hverfanda hveli og bókmenntir og list- ir hafi aldrei verið rislægri hér á landi en nú, fengu held- ur betur vopn í hendur hér á dögunum: Virðuleg dóm- nefnd á vegum háskólastú- denta treysti sér ekki til að verðlauna neitt af 35 hátíðar- ljóðum í tilefni af hálfrar aldar afmæli fullveldisins. 25 þessara óverðlaunuðu ljóða hafa nú verið gefin út í bók af framtakssömum pilti, svo að alþjóð mætti ljóst verða, hvort dómnefndin hefði rétt fyrir sér eða ekki. Það er skemmst frá að segja, að útgáfa ljóðanna er fullur stuðningur við niður- stöðu dómnefndarinnar. Hins vegar vekur það athygli, að flestir eru höfundarnir komn- ir til ára sinna, og öll eru kvæðin ort í gömlum stíl. Þótt tíu ljóð. vanti í bókina, er bersýnilegt að nútímaskáld okkar hafa ekki almennt tek- ið þátt í þessari samkeppni. Allt þetta ævintýri gefur tilefni til að hugleiða, hvernig á því standi, að ung skáld skuli ekki lengur finna hvöt hjá sér til að lofa ættjörðina í ljóð við hátíðleg tækifæri. Sé betur að gætt kemur í ljós, að sum af ættjarðarljóðunum gömlu, sem allir Islendingar kunna, eru í rauninni ekki ýkja mikill skáldskapur. En þau voru nauðsynleg á sínum tíma; þau voru ómiss- andi þáttur í sjálfstæðisbar- áttunni. Aftur á móti full- nægir málfar þeirra og ytri búningur ekki lengur tján- ingarþörf ungs fólks. Sum kvæðin í umræddri bók eru sæmilega kveðin og ort á sama hátt og ættjarðarljóðin gömlu. En samt verka þau ekki sannfærandi. Þau hljóma andkannalega, og sum eru jafnvel hlægileg. Allt ber þetta að sama brunni: Ættjarðarljóð í hin- um gamla skilningi heyra fortíðinni til. Sú kveðskapar- list verður naumast endur- 2 VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.