Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 40
Steingirflinoar oo í fjölbreyttu og fallegu úrvali. Sendum um allt land. Vel girt lóð eykur verðmæti hússins. Blómaker óvallt fyrirliggjandi. Sendum myndasýnishorn ef óskað er. MOSAIK HF. Þverholti 15. — Sími 19860. Póstbox 1339. Jack var kominn heim af skrif- stofunni, og það var hann sem benti mér ó ólætin ( trjágarðinum. — Hvað er eiginlega um að vera? spurði hann undrandi. Ég fór að athuga þetta. Ég var vön því að synir mínir þrír væru alltaf með haug af krökkum á eftir sér, svo ég kippti mér ekki upp við smóvegis hóvaða, indíánaöskur og rifnar skyrtur. En þetta var eitthvað annars eðlis, hópur af strókum, sem slógust og hrintu hver öðrum. — Ég ætla að fara út og athuga hvað þetta er, sagði Jack. En þeg- ar hann sagði mér hvað um var að vera, gat ég ekki annað én hrist höfuðið. — Ég kem víst aldrei til með að skilja þessa drengi mína. Við syst- urnar lékum okkur að rauðrefnum hennar mömmu ( mörg ár. Við vor- um aldrei glaðari en þegar við fengum að nota hann til að klæða okkur út. En þessir strákar geta ekki fundið upp á neinu skárra en að grafa refinn þarna. Ég veit ekki hverju þeir finna upp á næstl Jack vafði mig örmum. — þeir sáu þó að minnsta kosti um að hann fékk veglega greftrun. Ég hef varla séð fleiri gesti við nokkra jarðarför. En ég hafði sökkt mér niður ( Ijúfa dagdrauma, sem koma ein- staka sinnum yfir mig. Ég var hvorki að hugsa um drengina eða rauð- refinn. Ég hugsaði með mér: — Hver veit hvað næsti mánuður fel- ur í skauti sér. Ef til vill eignast ég dóttur í þetta sinn. . . . ☆ Sæluríki frú Blossom Framhald af bls. 13. stofu með teikniborði, skúffu- skáp, þar sem hann geymdi sýn- ishorn og tilraunagripi, og litla vinnustofu. Vinnustofan varð stærri. Þá gat hann flutt sig í nýtt húsnæði og skrifstofan varð líka stærri. í þann mund sem auglýsingar The Blossom Bosom voru allsráð- andi í hverri lyftu hjá neðan- jarðarlestunum í Londan kynnt- ist Robert Harriet. Hún kom til að vinna fyrir hann sem módel. Hún var grönn, en ekki of grönn. Vaxtarlega hennar var þannig að hver sú kona sem sá hana ákvað þar og þá að verða með einhverjum hætti nákvæmlega svona í lag- inu. Harriet gerði kraftaverk fyrir Blossom Butybra. Þótt ein- kennilegt mætti virðast átti and- lit hennar ríkan þátt í því: Hún var töluvert nærsýn og þessi ákafi forvitnisglampi í augunum veitti þeim, sem á horfði, þá örv- andi tilfinningu að hún nyti þess að draga andann í einmitt þessu ákveðna efni. Hún brosti ofan af hundrað veggjum og vakti ósegj- anlegar þrár í hugum mannanna og töluverða öfundsýki í hjört- um kvennanna. Harriet var amerísk. Robert hafði ekkert á móti Ameríkön- um, en hann hafði ákveðið, af því að það var hans stefna að kaupa brezkt. Þá skaut Harriet fram rakri neðrivörinni, pírði augun til að sjá betur; og allt í einu sá Robert að hann varð ein- faldlega að fá þessa stúlku sem auglýsingafyrirsætu. Eftir þessa snöggu skynjun um hina annarlegu og næstum fjar- stæðukenndu fegurð hennar hætti Robert að sjá hana sem persónu. Hún var bezta módel, sem hann hefði nokkru sinni fengið fyrir sköpunarverk sín og hann krafðist ekki meira. Hann var ekki móttækilegur fyr- ir kvenlegum þokka hvað snerti allar persónulegar tilfinningar. Líkami konunnar gladdi augað, en var ekki að Roberts viti trufl- andi eða heillandi. Holdleg þrá gat ekki plágað þann mann, sem eyddi svo miklum hluta lífs síns í að vefja málböndum utan um brjóst, ýta þeim inn frá þess- ari hlið og út frá hinni og bæta við ofurlitlu fóðri, þar sem þörf krafði. Það var ekki fyrr en Harriet tilkynnti um brottför sína frá Englandi að Robert fékk sting. Hann hefði ef til vill vísað því frá sér og talið þetta meltingar- truflun hefði ekki einmitt önnur áhrif komið til þennan dag. Við morgunverðarborðið hafði , hann hlustað á nokkur hinna ljúfari atriði úr Romeo og Júlíu eftir Berlioz. í verksmiðjunni höfðu hátalararnir flutt strengja- þættina úr Fjöllin í Mourne. Vor var í lofti. Vorið hafði áhrif á starfsfólkið. Sannarlega var hæg- ur vals ekki rétta tónlistin til að: auka áhrifin núna. Robert gekk til skrifstofu sinn- ar og raulaði brot úr hugljúfum tónverkum, sem hann rifjaði upp fyrir sér og um leið kom Harriet til að segja að hún væri að fara. Ef að útvarpið eða hljómflutn- ingstækin í verksmiðjunni hefðu r <l NÝ ELDAVÉL GERÐ 6604. MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hita- skúffa, Ijós í ofni. VELJUM ISLENZKT <H) (SLENZKAN IÐNAÐ RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. l> ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðnum. 40 VIKAN 33- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.